Stjörnumenn skora á 23 mínútna fresti manni færri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2014 06:00 Stjarnan er búin að vinna báða leikina þegar Atli Jóhannsson var sendur snemma í sturtu. Vísir/Daníel Stjörnumönnum líður ekki illa tíu á móti ellefu ef marka má magnaða tölfræði liðsins í slíkri stöðu í Pepsi-deildinni undanfarin tvö sumur. Garðbæingar hafa hreinlega bætt í við þannig aðstæður og landað mörgum mikilvægum sigrum fyrir vikið. Leikmenn Stjörnunnar hafa fengið sjö rauð spjöld í Pepsi-deildinni síðustu tvö sumur og alls spilað í 183 mínútur tíu á móti ellefu. Stjörnumenn hafa nú unnið fimm síðustu leiki sína þar sem þeir hafa misst mann af velli, tvo á þessu sumri og þá þrjá síðustu í fyrra þegar rauða spjaldið fór á loft. Í þremur leikjanna hafa Stjörnumenn ekki aðeins misst mann af velli heldur einnig verið undir þegar áfallið dundi á liðinu.Þrír endurkomusigrar Í tveimur af þessum þremur endurkomusigrum Stjörnunnar var Atli Jóhannsson sendur í sturtu í leik á móti Fram. Í fyrra skiptið var Framliðið 2-1 yfir á móti Stjörnunni í ágúst í fyrra þegar Atli fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins. Stjarnan vann síðustu 24 mínúturnar 2-0 og tryggði sér sigur. Fyrr í sumar fékk Atli beint rautt spjald á móti Fram strax á 36. mínútu en Framarar voru þá búnir að vera 1-0 yfir síðan á þriðju mínútu leiksins. Stjarnan vann 54 síðustu mínútur leiksins 2-0 og tryggði sér enn á ný þrjú stig tíu á móti ellefu. Stjörnuliðinu tókst einnig að skora þrjú mörk manni færri í fyrra þegar Martin Rauschenberg var rekinn af velli á 35. mínútu í leik á móti Þór. Stjörnumenn misstu síðast mann af velli í sigri á ÍBV á dögunum. Stjarnan var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft en Stjörnumenn bættu við einu marki í uppbótartíma sem innsiglaði sigurinn. Stjarnan er á tímabilunum 2013 og 2014 búin að spila manni færri í alls 183 mínútur í Pepsi-deildinni og státar liðið af markatölunni 8-0 við þær kringumstæður.Mark á 23 mínútna fresti Stjarnan hefur sem sagt ekki fengið á sig mark manni færri og það sem meira er, liðið er búið að skora á 23 mínútna fresti tíu á móti ellefu. Á sama tíma hefur Stjörnuliðið skorað á 59 mínútna fresti með fullskipað lið. Tölfræði sýnir það því og sannar að Stjörnumenn séu aldrei betri en þegar þeir eru manni færri. Stjarnan heimsækir Val á Vodafone-völlinn klukkan 18.30 kvöld í fyrsta leik 16. umferðar en leikurinn var færður fram vegna Evrópuleiksins við Internazionale frá Mílanó í næstu viku.Stjörnumenn manni fleiri 183 mínútur 8-0 +8 Skora á 22,9 mínútna frestiStjörnumenn með fullt lið 3057 mínútur 52-40 +12 Skora á 58,8 mínútna frestiSíðustu fimm rauðu spjöld Stjörnumanna22. ágúst 2013 Atli Jóhannsson á móti Fram 24 mínútur +2 (2-0)26. ágúst 2013 Veigar Páll Gunnarsson á móti ÍA 17 mínútur 0 (0-0)12. september 2013 Martin Rauschenberg á móti Þór 55 mínútur +3 (3-0)27. júní 2014 Atli Jóhannsson á móti Fram 54 mínútur +2 (2-0)27. júlí 2014 Michael Præst á móti ÍBV 54 mínútur +1 (1-0) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Stjörnumönnum líður ekki illa tíu á móti ellefu ef marka má magnaða tölfræði liðsins í slíkri stöðu í Pepsi-deildinni undanfarin tvö sumur. Garðbæingar hafa hreinlega bætt í við þannig aðstæður og landað mörgum mikilvægum sigrum fyrir vikið. Leikmenn Stjörnunnar hafa fengið sjö rauð spjöld í Pepsi-deildinni síðustu tvö sumur og alls spilað í 183 mínútur tíu á móti ellefu. Stjörnumenn hafa nú unnið fimm síðustu leiki sína þar sem þeir hafa misst mann af velli, tvo á þessu sumri og þá þrjá síðustu í fyrra þegar rauða spjaldið fór á loft. Í þremur leikjanna hafa Stjörnumenn ekki aðeins misst mann af velli heldur einnig verið undir þegar áfallið dundi á liðinu.Þrír endurkomusigrar Í tveimur af þessum þremur endurkomusigrum Stjörnunnar var Atli Jóhannsson sendur í sturtu í leik á móti Fram. Í fyrra skiptið var Framliðið 2-1 yfir á móti Stjörnunni í ágúst í fyrra þegar Atli fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins. Stjarnan vann síðustu 24 mínúturnar 2-0 og tryggði sér sigur. Fyrr í sumar fékk Atli beint rautt spjald á móti Fram strax á 36. mínútu en Framarar voru þá búnir að vera 1-0 yfir síðan á þriðju mínútu leiksins. Stjarnan vann 54 síðustu mínútur leiksins 2-0 og tryggði sér enn á ný þrjú stig tíu á móti ellefu. Stjörnuliðinu tókst einnig að skora þrjú mörk manni færri í fyrra þegar Martin Rauschenberg var rekinn af velli á 35. mínútu í leik á móti Þór. Stjörnumenn misstu síðast mann af velli í sigri á ÍBV á dögunum. Stjarnan var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft en Stjörnumenn bættu við einu marki í uppbótartíma sem innsiglaði sigurinn. Stjarnan er á tímabilunum 2013 og 2014 búin að spila manni færri í alls 183 mínútur í Pepsi-deildinni og státar liðið af markatölunni 8-0 við þær kringumstæður.Mark á 23 mínútna fresti Stjarnan hefur sem sagt ekki fengið á sig mark manni færri og það sem meira er, liðið er búið að skora á 23 mínútna fresti tíu á móti ellefu. Á sama tíma hefur Stjörnuliðið skorað á 59 mínútna fresti með fullskipað lið. Tölfræði sýnir það því og sannar að Stjörnumenn séu aldrei betri en þegar þeir eru manni færri. Stjarnan heimsækir Val á Vodafone-völlinn klukkan 18.30 kvöld í fyrsta leik 16. umferðar en leikurinn var færður fram vegna Evrópuleiksins við Internazionale frá Mílanó í næstu viku.Stjörnumenn manni fleiri 183 mínútur 8-0 +8 Skora á 22,9 mínútna frestiStjörnumenn með fullt lið 3057 mínútur 52-40 +12 Skora á 58,8 mínútna frestiSíðustu fimm rauðu spjöld Stjörnumanna22. ágúst 2013 Atli Jóhannsson á móti Fram 24 mínútur +2 (2-0)26. ágúst 2013 Veigar Páll Gunnarsson á móti ÍA 17 mínútur 0 (0-0)12. september 2013 Martin Rauschenberg á móti Þór 55 mínútur +3 (3-0)27. júní 2014 Atli Jóhannsson á móti Fram 54 mínútur +2 (2-0)27. júlí 2014 Michael Præst á móti ÍBV 54 mínútur +1 (1-0)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira