Stjörnumenn skora á 23 mínútna fresti manni færri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2014 06:00 Stjarnan er búin að vinna báða leikina þegar Atli Jóhannsson var sendur snemma í sturtu. Vísir/Daníel Stjörnumönnum líður ekki illa tíu á móti ellefu ef marka má magnaða tölfræði liðsins í slíkri stöðu í Pepsi-deildinni undanfarin tvö sumur. Garðbæingar hafa hreinlega bætt í við þannig aðstæður og landað mörgum mikilvægum sigrum fyrir vikið. Leikmenn Stjörnunnar hafa fengið sjö rauð spjöld í Pepsi-deildinni síðustu tvö sumur og alls spilað í 183 mínútur tíu á móti ellefu. Stjörnumenn hafa nú unnið fimm síðustu leiki sína þar sem þeir hafa misst mann af velli, tvo á þessu sumri og þá þrjá síðustu í fyrra þegar rauða spjaldið fór á loft. Í þremur leikjanna hafa Stjörnumenn ekki aðeins misst mann af velli heldur einnig verið undir þegar áfallið dundi á liðinu.Þrír endurkomusigrar Í tveimur af þessum þremur endurkomusigrum Stjörnunnar var Atli Jóhannsson sendur í sturtu í leik á móti Fram. Í fyrra skiptið var Framliðið 2-1 yfir á móti Stjörnunni í ágúst í fyrra þegar Atli fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins. Stjarnan vann síðustu 24 mínúturnar 2-0 og tryggði sér sigur. Fyrr í sumar fékk Atli beint rautt spjald á móti Fram strax á 36. mínútu en Framarar voru þá búnir að vera 1-0 yfir síðan á þriðju mínútu leiksins. Stjarnan vann 54 síðustu mínútur leiksins 2-0 og tryggði sér enn á ný þrjú stig tíu á móti ellefu. Stjörnuliðinu tókst einnig að skora þrjú mörk manni færri í fyrra þegar Martin Rauschenberg var rekinn af velli á 35. mínútu í leik á móti Þór. Stjörnumenn misstu síðast mann af velli í sigri á ÍBV á dögunum. Stjarnan var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft en Stjörnumenn bættu við einu marki í uppbótartíma sem innsiglaði sigurinn. Stjarnan er á tímabilunum 2013 og 2014 búin að spila manni færri í alls 183 mínútur í Pepsi-deildinni og státar liðið af markatölunni 8-0 við þær kringumstæður.Mark á 23 mínútna fresti Stjarnan hefur sem sagt ekki fengið á sig mark manni færri og það sem meira er, liðið er búið að skora á 23 mínútna fresti tíu á móti ellefu. Á sama tíma hefur Stjörnuliðið skorað á 59 mínútna fresti með fullskipað lið. Tölfræði sýnir það því og sannar að Stjörnumenn séu aldrei betri en þegar þeir eru manni færri. Stjarnan heimsækir Val á Vodafone-völlinn klukkan 18.30 kvöld í fyrsta leik 16. umferðar en leikurinn var færður fram vegna Evrópuleiksins við Internazionale frá Mílanó í næstu viku.Stjörnumenn manni fleiri 183 mínútur 8-0 +8 Skora á 22,9 mínútna frestiStjörnumenn með fullt lið 3057 mínútur 52-40 +12 Skora á 58,8 mínútna frestiSíðustu fimm rauðu spjöld Stjörnumanna22. ágúst 2013 Atli Jóhannsson á móti Fram 24 mínútur +2 (2-0)26. ágúst 2013 Veigar Páll Gunnarsson á móti ÍA 17 mínútur 0 (0-0)12. september 2013 Martin Rauschenberg á móti Þór 55 mínútur +3 (3-0)27. júní 2014 Atli Jóhannsson á móti Fram 54 mínútur +2 (2-0)27. júlí 2014 Michael Præst á móti ÍBV 54 mínútur +1 (1-0) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
Stjörnumönnum líður ekki illa tíu á móti ellefu ef marka má magnaða tölfræði liðsins í slíkri stöðu í Pepsi-deildinni undanfarin tvö sumur. Garðbæingar hafa hreinlega bætt í við þannig aðstæður og landað mörgum mikilvægum sigrum fyrir vikið. Leikmenn Stjörnunnar hafa fengið sjö rauð spjöld í Pepsi-deildinni síðustu tvö sumur og alls spilað í 183 mínútur tíu á móti ellefu. Stjörnumenn hafa nú unnið fimm síðustu leiki sína þar sem þeir hafa misst mann af velli, tvo á þessu sumri og þá þrjá síðustu í fyrra þegar rauða spjaldið fór á loft. Í þremur leikjanna hafa Stjörnumenn ekki aðeins misst mann af velli heldur einnig verið undir þegar áfallið dundi á liðinu.Þrír endurkomusigrar Í tveimur af þessum þremur endurkomusigrum Stjörnunnar var Atli Jóhannsson sendur í sturtu í leik á móti Fram. Í fyrra skiptið var Framliðið 2-1 yfir á móti Stjörnunni í ágúst í fyrra þegar Atli fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins. Stjarnan vann síðustu 24 mínúturnar 2-0 og tryggði sér sigur. Fyrr í sumar fékk Atli beint rautt spjald á móti Fram strax á 36. mínútu en Framarar voru þá búnir að vera 1-0 yfir síðan á þriðju mínútu leiksins. Stjarnan vann 54 síðustu mínútur leiksins 2-0 og tryggði sér enn á ný þrjú stig tíu á móti ellefu. Stjörnuliðinu tókst einnig að skora þrjú mörk manni færri í fyrra þegar Martin Rauschenberg var rekinn af velli á 35. mínútu í leik á móti Þór. Stjörnumenn misstu síðast mann af velli í sigri á ÍBV á dögunum. Stjarnan var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft en Stjörnumenn bættu við einu marki í uppbótartíma sem innsiglaði sigurinn. Stjarnan er á tímabilunum 2013 og 2014 búin að spila manni færri í alls 183 mínútur í Pepsi-deildinni og státar liðið af markatölunni 8-0 við þær kringumstæður.Mark á 23 mínútna fresti Stjarnan hefur sem sagt ekki fengið á sig mark manni færri og það sem meira er, liðið er búið að skora á 23 mínútna fresti tíu á móti ellefu. Á sama tíma hefur Stjörnuliðið skorað á 59 mínútna fresti með fullskipað lið. Tölfræði sýnir það því og sannar að Stjörnumenn séu aldrei betri en þegar þeir eru manni færri. Stjarnan heimsækir Val á Vodafone-völlinn klukkan 18.30 kvöld í fyrsta leik 16. umferðar en leikurinn var færður fram vegna Evrópuleiksins við Internazionale frá Mílanó í næstu viku.Stjörnumenn manni fleiri 183 mínútur 8-0 +8 Skora á 22,9 mínútna frestiStjörnumenn með fullt lið 3057 mínútur 52-40 +12 Skora á 58,8 mínútna frestiSíðustu fimm rauðu spjöld Stjörnumanna22. ágúst 2013 Atli Jóhannsson á móti Fram 24 mínútur +2 (2-0)26. ágúst 2013 Veigar Páll Gunnarsson á móti ÍA 17 mínútur 0 (0-0)12. september 2013 Martin Rauschenberg á móti Þór 55 mínútur +3 (3-0)27. júní 2014 Atli Jóhannsson á móti Fram 54 mínútur +2 (2-0)27. júlí 2014 Michael Præst á móti ÍBV 54 mínútur +1 (1-0)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira