Ákvæði um mismunun reynist sumum félögum rándýrt Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. ágúst 2014 06:30 Eyjamenn voru sektaðir fyrir kynþáttaníð í garð Farids Zato. Fréttablaðið/Vilhelm Ný grein, sú sextánda, í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál hefur heldur betur látið á sig reyna á sínu fyrsta sumri í knattspyrnunni. Í henni segir: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti fimm leiki.“ Nýja ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp, en það felur í sér harðari viðurlög við hvers kyns mismunun. Samtals hafa þrjú íslensk félög verið sektuð um 350.000 krónur, en þetta er margföld hækkun á sektum vegna mismununar sem má á einfaldari hátt kalla kynþáttaníð. Fyrst var leikmaður Víðis í Garði úrskurðaður í fimm leikja bann í deildabikarnum fyrr í sumar fyrir að beita mótherja sinn kynþáttaníði og félagið sektað um 100.00 krónur. Sú tala meira en tvöfaldaðist svo í gær. Þá var ÍBV sektað um 150.000 krónur fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns félagsins í garð Farids Zato, leikmanns KR, og Víkingur í Ólafsvík fékk 100.000 króna sekt vegna framkomu Eyþórs Helga Birgissonar í garð aðstoðardómara í leik gegn Grindavík um síðustu helgi. Sextánda greinin ætlar að reynast erfið veskjum gjaldkera sumra liða en að sama skapi mikilvæg fyrir íþróttina. Viðurlögin við kynþáttaníði fyrir ekki meira en ári voru mun vægari. Ber að nefna að Keflavík fékk ekki nema 30.000 króna sekt fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns liðsins í garð Tonnys Mawejje í september á síðasta ári, en það hefur lengi verið hámarkssekt knattspyrnusambandsins. Það var ekki í fyrsta skipti sem leikmaður ÍBV varð fyrir barðinu á kynþáttaníði, en sumarið 2007 fékk Fjölnir sekt fyrir hegðan stuðningsmanna liðsins í garð Andrew Mwesigwa í 1. deildinni.. ÍBV nýtti því tækifærið í gær í yfirlýsingu sinni og fagnaði hversu hart væri tekið á málum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári ÍBV fékk vafalítið hæstu sekt í sögu KSÍ fyrir kynþáttaníðið í garð Farids Zato. 13. ágúst 2014 14:00 Algengt að heyra svona á vellinum en sjaldan tekið á þessu Forráðamenn ÍBV báðust afsökunar á framferð stuðningsmann liðsins í leik ÍBV og KR á dögunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en furðuðu sig á því að ekki væri oftar gripið til refsingar. 13. ágúst 2014 21:18 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Ný grein, sú sextánda, í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál hefur heldur betur látið á sig reyna á sínu fyrsta sumri í knattspyrnunni. Í henni segir: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti fimm leiki.“ Nýja ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp, en það felur í sér harðari viðurlög við hvers kyns mismunun. Samtals hafa þrjú íslensk félög verið sektuð um 350.000 krónur, en þetta er margföld hækkun á sektum vegna mismununar sem má á einfaldari hátt kalla kynþáttaníð. Fyrst var leikmaður Víðis í Garði úrskurðaður í fimm leikja bann í deildabikarnum fyrr í sumar fyrir að beita mótherja sinn kynþáttaníði og félagið sektað um 100.00 krónur. Sú tala meira en tvöfaldaðist svo í gær. Þá var ÍBV sektað um 150.000 krónur fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns félagsins í garð Farids Zato, leikmanns KR, og Víkingur í Ólafsvík fékk 100.000 króna sekt vegna framkomu Eyþórs Helga Birgissonar í garð aðstoðardómara í leik gegn Grindavík um síðustu helgi. Sextánda greinin ætlar að reynast erfið veskjum gjaldkera sumra liða en að sama skapi mikilvæg fyrir íþróttina. Viðurlögin við kynþáttaníði fyrir ekki meira en ári voru mun vægari. Ber að nefna að Keflavík fékk ekki nema 30.000 króna sekt fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns liðsins í garð Tonnys Mawejje í september á síðasta ári, en það hefur lengi verið hámarkssekt knattspyrnusambandsins. Það var ekki í fyrsta skipti sem leikmaður ÍBV varð fyrir barðinu á kynþáttaníði, en sumarið 2007 fékk Fjölnir sekt fyrir hegðan stuðningsmanna liðsins í garð Andrew Mwesigwa í 1. deildinni.. ÍBV nýtti því tækifærið í gær í yfirlýsingu sinni og fagnaði hversu hart væri tekið á málum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári ÍBV fékk vafalítið hæstu sekt í sögu KSÍ fyrir kynþáttaníðið í garð Farids Zato. 13. ágúst 2014 14:00 Algengt að heyra svona á vellinum en sjaldan tekið á þessu Forráðamenn ÍBV báðust afsökunar á framferð stuðningsmann liðsins í leik ÍBV og KR á dögunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en furðuðu sig á því að ekki væri oftar gripið til refsingar. 13. ágúst 2014 21:18 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári ÍBV fékk vafalítið hæstu sekt í sögu KSÍ fyrir kynþáttaníðið í garð Farids Zato. 13. ágúst 2014 14:00
Algengt að heyra svona á vellinum en sjaldan tekið á þessu Forráðamenn ÍBV báðust afsökunar á framferð stuðningsmann liðsins í leik ÍBV og KR á dögunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en furðuðu sig á því að ekki væri oftar gripið til refsingar. 13. ágúst 2014 21:18
Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46