Íslenski boltinn

Algengt að heyra svona á vellinum en sjaldan tekið á þessu

ÍBV fékk 150.000 króna sekt í dag vegna kynþáttaníðs stuðningsmanns liðsins á meðan leik ÍBV og KR stóð í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins gerði athugasemdir við öskur eins stuðningsmanns ÍBV sem beindust að Farid-Zato.

Guðjón Guðmundsson ræddi við forráðamenn ÍBV í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Við viljum auðvitað bara biðja hann afsökunar. Þetta er algengt vandamál á Íslandi, maður heyrir þetta víða í stúkunum í Pepsi-deildinni en það er sjaldgæft að þetta sé tekið fyrir.“


Tengdar fréttir

Meintur níðingur í heimaleikjabann í Eyjum

Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, segir að einstaklingur, sem grunaður er um kynþáttaníð í garð KR-ingsins Farid Zato í leik félaganna 31. júlí síðastliðinn, hafi ekki mætt á leik liðsins gegn FH á sunnudaginn. Ætla má af orðum Óskars að einstaklingurinn hafi verið í heimaleikjabanni vegna háttalags síns en Óskar segir að frekari aðgerðir í málinu séu á ís þar til aganefnd KSÍ hefur úrskurðað í málinu seinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×