Erlent

Íhuga þvinganir gegn Rússum

Ingvar Haraldsson skrifar
Anders Fogh Rasmussen vill að Rússar hætti stuðningi við uppreisnarmenn í Úkraínu.
Anders Fogh Rasmussen vill að Rússar hætti stuðningi við uppreisnarmenn í Úkraínu. Vísir/AP
Barack Obama Bandaríkjaforseti íhugar að beita Rússa harðari efnahagsþvingunum vegna stöðunnar í Úkraínu. Þvinganirnar myndu hafa áhrif á mikinn hluta rússnesks efnahagslífs.

Leiðtogar Evrópuríkja eru taldir tregari til efnahagsþvingana nú því þeir segja Vladímír Pútín, forseta Rússlands, hafa tekið skref í átt til friðar.

Pútín lagði í gær frumvarp fyrir rússneska þingið um að heimild hersins til að grípa til hernaðaraðgerða í Úkraínu verði dregin til baka.

Utanríkisráðherrar NATO-ríkja funduðu í Brussel í gær. Þar sagði Anders Fogh Rasmussen, aðalritari NATO: „Rússar þurfa að beita sér fyrir friði í Úkraínu og hætta stuðningi við uppreisnarmenn.“

Rasmussen bætti við að NATO hygðist senda Úkraínumönnum fé svo hægt yrði að styrkja varnir landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×