Erlent

Mikill vöxtur í tíu ár frá aðild

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Konur ræðast við í fagnaði í Varsjá í Póllandi í tilefni af því að í gær voru liðin 10 ár frá inngöngunni í ESB.
Konur ræðast við í fagnaði í Varsjá í Póllandi í tilefni af því að í gær voru liðin 10 ár frá inngöngunni í ESB. Nordicphotos/AFP
Síðasti áratugur hefur einkennst af stórkostlegum breytingum fyrir fyrrum austantjaldsríkin sem aðild fengu að Evrópusambandinu (ESB) 1. maí 2004. Tímamótanna var minnst víða í Evrópu í gær.

Í þessum löndum hefur opnun markaða og frjálst flæði fólks ýtt undir efnahagsvöxt sem er margfaldur á við það sem almennt gerist um heiminn. Þá hefur framleiðsluvarningur þessara landa náð til milljóna nýrra neytenda.

Um leið er tilfinningin sögð sú að skipt hafi verið út ofríkislegum afskiptum Moskvustjórnar fyrir ábyrgðarleysi Brussel-valdsins.

Í stærsta einstaka stækkunarskrefi ESB fyrir tíu árum bættust í sambandið tíu lönd með um 74 milljónir íbúa.

Sjö landanna voru áður hluti Sovétríkjanna eða voru hluti af Varsjárbandalaginu. Það eru Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Slóvakía, Tékkland og Ungverjaland.

Hin löndin eru Malta, Kýpur og Slóvenía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×