Erlent

Fundað um förgun bólusóttarvírussins

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Stórabóla er ófrýnilegur sjúkdómur líkt og sjá má á þessari ódagsettu mynd frá Miðstöð sjúkdómavarna í Bandaríkjunum.
Stórabóla er ófrýnilegur sjúkdómur líkt og sjá má á þessari ódagsettu mynd frá Miðstöð sjúkdómavarna í Bandaríkjunum. Nordicphotos/AFP
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum segja ekki enn tímabært að farga síðustu birgðunum af bólusóttarvírusnum, þótt yfir þrjátíu ár séu síðan sjúkdómnum var útrýmt. Bólusótt er einn af banvænustu sjúkdómum heims.

Síðar í þessum mánuði koma heilbrigðisráðherrar landa heims saman til að ræða örlög tilraunaglasanna sem geymd eru undir ströngu eftirliti í tveimur rannsóknarstofum, annarri í Bandaríkjunum og hinni í Rússlandi.

Bóluefni Vísindamenn vilja hafa allan vara á áður en veirunni er endanlega fargað. Nordicphotos/AFP
Vírusinn er notaður í afmörkuðum rannsóknum til að búa til lyf og öruggari bóluefni, ef ske kynni að skaðvaldurinn dúkkaði upp aftur, hvort heldur sem það væri vegna hryðjuverka, slyss á tilraunastofu, eða af því ekki væri vitað um tilvist allra byrgða heimsins af vírusnum.

Langt er síðan aðildarríki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar komu sér saman um að vírusnum yrði á endanum eytt. 

Einungis á eftir að svara spurningunni um hvenær það verði gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×