Erlent

Þrír látnir og tuttugu saknað

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Ólögleg náma. Þungavinnuvélum var beitt til að grafa göng og finna gull í ólöglegri námu í Kólumbíu.
Ólögleg náma. Þungavinnuvélum var beitt til að grafa göng og finna gull í ólöglegri námu í Kólumbíu. Fréttablaðið/AP
Hrun í ólöglegri gullnámu nærri Santander de Quilichao í Kólumbíu varð að minnsta kosti þremur að bana í gær.

Temistocles Ortega, svæðisstjóri í Cauca-héraði, segir ekki vitað hvort fórnarlömb séu fleiri.

Um ólöglegan námagröft hafi verið að ræða þar sem þungavinnuvélum var beitt til að grafa göng og finna gull.

„Fólkið segir að þarna hafi verið um tuttugu manns,“ segir Ortega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×