Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu Jóhannes Stefánsson skrifar 4. mars 2014 07:45 Réttarhöldin yfir Oscar Pistorius halda áfram í dag. vísir/AFP Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra. „Það var eitthvað hræðilegt að gerast í húsinu,“ sagði Michelle Burger, vitni í málinu, fyrir rétti í gær. Burger segist hafa heyrt ógnvænleg óp og skothvelli frá íbúð þeirra Pistorius og Steenkamp. „Hún rak upp skelfingaröskur og bað um hjálp. Síðan heyrði ég karlmann hrópa þrisvar eftir hjálp,“ sagði Burger. „Skömmu eftir óp hennar heyrði ég fjóra skothvelli,“ bætti Burger við. Pistorius sat svipbrigðalaus í réttarsalnum í gær og horfði niður í gólfið. Hann hefur alla tíð haldið því fram að dauði Steenkamp hafi verið hræðilegt slys, en hann taldi sig vera að skjóta innbrotsþjóf sem hefði falið sig inni á klósettinu. Steenkamp varð fyrir þremur skotum sem hæfðu hana í handlegg, mjöðm og höfuð. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Takist ákæruvaldinu að sýna fram á ásetning Pistorius um að myrða kærustu sína gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Réttarhöldin munu standa yfir í þrjár vikur hið minnsta, en ráðgert er að þau muni taka töluvert lengri tíma í ljósi þess að 107 vitni hafa verið kölluð til í málinu. Réttarhöldunum er sjónvarpað beint í Suður-Afríku og þau halda áfram í dag. Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra. „Það var eitthvað hræðilegt að gerast í húsinu,“ sagði Michelle Burger, vitni í málinu, fyrir rétti í gær. Burger segist hafa heyrt ógnvænleg óp og skothvelli frá íbúð þeirra Pistorius og Steenkamp. „Hún rak upp skelfingaröskur og bað um hjálp. Síðan heyrði ég karlmann hrópa þrisvar eftir hjálp,“ sagði Burger. „Skömmu eftir óp hennar heyrði ég fjóra skothvelli,“ bætti Burger við. Pistorius sat svipbrigðalaus í réttarsalnum í gær og horfði niður í gólfið. Hann hefur alla tíð haldið því fram að dauði Steenkamp hafi verið hræðilegt slys, en hann taldi sig vera að skjóta innbrotsþjóf sem hefði falið sig inni á klósettinu. Steenkamp varð fyrir þremur skotum sem hæfðu hana í handlegg, mjöðm og höfuð. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Takist ákæruvaldinu að sýna fram á ásetning Pistorius um að myrða kærustu sína gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Réttarhöldin munu standa yfir í þrjár vikur hið minnsta, en ráðgert er að þau muni taka töluvert lengri tíma í ljósi þess að 107 vitni hafa verið kölluð til í málinu. Réttarhöldunum er sjónvarpað beint í Suður-Afríku og þau halda áfram í dag.
Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira