Hinn Neville-bróðirinn ræðst á United: Þarf að eyða 20 milljörðum í viðbót Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 07:00 Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, gagnrýndi sína gömlu félaga harðlega eftir 5-3 tapið gegn nýliðum Leicester á sunnudaginn og sagði liðið vera mjúkt í miðjunni. Nú ræðst bróðir hans, Phil Neville, sem spilaði fyrir United og þjálfaði það í fyrra, á sitt gamla félag, en hann starfar sem sérfræðingur BBC í dag. Gary starfar hjá Sky Sports. „Ég veit að Manchester United eyddi 150 milljónum punda (30 milljörðum króna) í leikmenn. Það eru samt tveir félagaskiptagluggar - þar sem liðið þarf að eyða kannski samtals 100 milljónum punda (20 milljörðum króna) - þangað til það getur einu sinni hugsað um að vinna Englandsmeistaratitilinn,“ sagði Phil Neville í útvarpsviðtali á BBC í gærkvöldi.Louis van Gaal fékk að eyða fúlgum fjár í sumar og keypti Ángel di María, dýrasta leikmann í sögu úrvalsdeildarinnar, AnderHerrera, DaleyBlind, Marcos Rojo, Luke Shaw og fékk Radamel Falcao að láni. En þetta er ekki nóg að mati Neville. „Miðvarðarstaðan er ennþá vandamál. Það þarf líka að bæta við mönnum á miðjuna.“Tyler Blackett, tvítugur strákur sem kemur úr unglingastarfi United, hefur byrjað alla fimm leikina til þessa í úrvalsdeildinni, en hann átti skelfilegan dag gegn Leicester og var rekinn af velli. „Það þarf gæði, ekki bara einhverja menn sem til eru. United þurfti á heimsklassa mönnum að halda. Það voru engir slíkir í boði og þess vegna mun United halda áfram að leita að slíkum mönnum í næstu tveimur félagaskiptagluggum,“ sagði Neville. „Ég er samt viss um að Chris Smalling verði góður og ég hef fulla trú á PhilJones. United er búið að kaupa mikið af erlendum leikmönnum en það má ekki gleyma ensku hryggjarsúlunni,“ sagði Phil Neville. Manchester United er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki gegn Swansea, Sunderland, Burnley, QPR og Leicester. Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal eyddi 30 milljörðum en byrjar verr en Moyes Manchester United með fimm stig eftir fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2014 10:15 Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01 Mata biðst afsökunar á tapinu gegn Leicester Spánverjinn kom inn á sem varamaður þegar nýliðarnir keyrðu yfir milljónalið Manchester United. 22. september 2014 15:45 Utandeildarhetjan sá um stjörnur Van Gaal Jamie Vardy átti þátt í öllum fimm mörkum Leicester í mögnuðum 5-3 sigri liðsins á stjörnum prýddu liði Manchester United. 22. september 2014 06:30 Neville lætur United-menn heyra það: Þið eruð ekki nógu harðir Fyrrverandi fyrirliði liðsins segir Leicester hafa farið illa með milljónalið Louis van Gaal. 22. september 2014 07:45 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, gagnrýndi sína gömlu félaga harðlega eftir 5-3 tapið gegn nýliðum Leicester á sunnudaginn og sagði liðið vera mjúkt í miðjunni. Nú ræðst bróðir hans, Phil Neville, sem spilaði fyrir United og þjálfaði það í fyrra, á sitt gamla félag, en hann starfar sem sérfræðingur BBC í dag. Gary starfar hjá Sky Sports. „Ég veit að Manchester United eyddi 150 milljónum punda (30 milljörðum króna) í leikmenn. Það eru samt tveir félagaskiptagluggar - þar sem liðið þarf að eyða kannski samtals 100 milljónum punda (20 milljörðum króna) - þangað til það getur einu sinni hugsað um að vinna Englandsmeistaratitilinn,“ sagði Phil Neville í útvarpsviðtali á BBC í gærkvöldi.Louis van Gaal fékk að eyða fúlgum fjár í sumar og keypti Ángel di María, dýrasta leikmann í sögu úrvalsdeildarinnar, AnderHerrera, DaleyBlind, Marcos Rojo, Luke Shaw og fékk Radamel Falcao að láni. En þetta er ekki nóg að mati Neville. „Miðvarðarstaðan er ennþá vandamál. Það þarf líka að bæta við mönnum á miðjuna.“Tyler Blackett, tvítugur strákur sem kemur úr unglingastarfi United, hefur byrjað alla fimm leikina til þessa í úrvalsdeildinni, en hann átti skelfilegan dag gegn Leicester og var rekinn af velli. „Það þarf gæði, ekki bara einhverja menn sem til eru. United þurfti á heimsklassa mönnum að halda. Það voru engir slíkir í boði og þess vegna mun United halda áfram að leita að slíkum mönnum í næstu tveimur félagaskiptagluggum,“ sagði Neville. „Ég er samt viss um að Chris Smalling verði góður og ég hef fulla trú á PhilJones. United er búið að kaupa mikið af erlendum leikmönnum en það má ekki gleyma ensku hryggjarsúlunni,“ sagði Phil Neville. Manchester United er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki gegn Swansea, Sunderland, Burnley, QPR og Leicester.
Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal eyddi 30 milljörðum en byrjar verr en Moyes Manchester United með fimm stig eftir fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2014 10:15 Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01 Mata biðst afsökunar á tapinu gegn Leicester Spánverjinn kom inn á sem varamaður þegar nýliðarnir keyrðu yfir milljónalið Manchester United. 22. september 2014 15:45 Utandeildarhetjan sá um stjörnur Van Gaal Jamie Vardy átti þátt í öllum fimm mörkum Leicester í mögnuðum 5-3 sigri liðsins á stjörnum prýddu liði Manchester United. 22. september 2014 06:30 Neville lætur United-menn heyra það: Þið eruð ekki nógu harðir Fyrrverandi fyrirliði liðsins segir Leicester hafa farið illa með milljónalið Louis van Gaal. 22. september 2014 07:45 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Van Gaal eyddi 30 milljörðum en byrjar verr en Moyes Manchester United með fimm stig eftir fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2014 10:15
Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01
Mata biðst afsökunar á tapinu gegn Leicester Spánverjinn kom inn á sem varamaður þegar nýliðarnir keyrðu yfir milljónalið Manchester United. 22. september 2014 15:45
Utandeildarhetjan sá um stjörnur Van Gaal Jamie Vardy átti þátt í öllum fimm mörkum Leicester í mögnuðum 5-3 sigri liðsins á stjörnum prýddu liði Manchester United. 22. september 2014 06:30
Neville lætur United-menn heyra það: Þið eruð ekki nógu harðir Fyrrverandi fyrirliði liðsins segir Leicester hafa farið illa með milljónalið Louis van Gaal. 22. september 2014 07:45