Tuttugu og sex flugferðum aflýst Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2014 11:03 Guðjón Arngrímsson. vísir/anton Tuttugu og sex flugferðum Icelandair hefur verið aflýst vegna yfirvofandi verkfalls Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) á morgun. Verkfallið stendur yfir í tólf klukkustundir, frá klukkan sex að morgni til klukkan sex að kvöldi. „Þó svo viðræður standi yfir hjá sáttasemjara þá komust við ekki hjá því að grípa til þessara ráðstafana nú til að koma í veg fyrir það öngþveiti sem skapast mun á morgun verði ekki af samningum. Við biðjum viðskiptavini félagsins velvirðingar á þeirri miklu röskun sem verkfallið veldur og gerum allt sem í okkar valdi stendur þeim til aðstoðar," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Í tilkynningu frá Icelandair segir að ákvörðun um að fella niður flugin með þessum fyrirvara sé tekin til þess að eyða óvissu og gefa farþegum tækifæri á því að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Í heild eru um 4500 farþegar, mest erlendir ferðamenn, bókaðir í þær 26 flugferðir sem um er að ræða. Upplýsingum hefur verið komið til þeirra um stöðu mála, meðal annars með smáskilaboðum og tölvupósti. Mikið álag er á þjónustuveri félagsins og fólki því bent á vefsíðu þeirra, icelandair.is. „Verkfall flugmanna veldur Icelandair miklum vonbrigðum, enda standa þeim til boða sambærilegar launahækkanir og aðrir í samfélaginu hafa samið um að undanförnu, þar á meðal meirihluti starfsmanna Icelandair Group,“ segir í tilkynningu Icelandair. Þá segir að fyrirtækið muni eftir fremsta megni reyna að leysa úr þeim vanda sem niðurfelling flugsins skapar viðskiptavinum. Það verði meðal annars gert með því að flytja farþega yfir á flug annarra flugfélaga. Þeir sem hætta við ferð sína munu fá endurgreitt. Búast má við seinkunum í flugi Icelandair á laugardagsmorgun og eru farþegar hvattir til að fylgjast með brottfarar- og komutímum flugvéla. Tengdar fréttir Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Allt stefnir í að flugmenn fari í verkfall eftir rúma viku. Um milljarður mun tapast á degi hverjum komi til verkfalls og ímynd landsins skaddast. 2. maí 2014 08:00 Flugmenn hjá Icelandair á leið í aðgerðir Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir félagið vel hafa efni á að greiða hærri laun. Yfirstjórn félagsins hafi fengið ríflegar hækkanir og hluthafar greiddan út góðan arð. 23. apríl 2014 13:19 Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 „Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar. 2. maí 2014 19:15 Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. 5. maí 2014 07:00 Allar líkur á verkfalli á föstudag Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli. 7. maí 2014 17:22 Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. 2. maí 2014 12:58 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Tuttugu og sex flugferðum Icelandair hefur verið aflýst vegna yfirvofandi verkfalls Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) á morgun. Verkfallið stendur yfir í tólf klukkustundir, frá klukkan sex að morgni til klukkan sex að kvöldi. „Þó svo viðræður standi yfir hjá sáttasemjara þá komust við ekki hjá því að grípa til þessara ráðstafana nú til að koma í veg fyrir það öngþveiti sem skapast mun á morgun verði ekki af samningum. Við biðjum viðskiptavini félagsins velvirðingar á þeirri miklu röskun sem verkfallið veldur og gerum allt sem í okkar valdi stendur þeim til aðstoðar," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Í tilkynningu frá Icelandair segir að ákvörðun um að fella niður flugin með þessum fyrirvara sé tekin til þess að eyða óvissu og gefa farþegum tækifæri á því að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Í heild eru um 4500 farþegar, mest erlendir ferðamenn, bókaðir í þær 26 flugferðir sem um er að ræða. Upplýsingum hefur verið komið til þeirra um stöðu mála, meðal annars með smáskilaboðum og tölvupósti. Mikið álag er á þjónustuveri félagsins og fólki því bent á vefsíðu þeirra, icelandair.is. „Verkfall flugmanna veldur Icelandair miklum vonbrigðum, enda standa þeim til boða sambærilegar launahækkanir og aðrir í samfélaginu hafa samið um að undanförnu, þar á meðal meirihluti starfsmanna Icelandair Group,“ segir í tilkynningu Icelandair. Þá segir að fyrirtækið muni eftir fremsta megni reyna að leysa úr þeim vanda sem niðurfelling flugsins skapar viðskiptavinum. Það verði meðal annars gert með því að flytja farþega yfir á flug annarra flugfélaga. Þeir sem hætta við ferð sína munu fá endurgreitt. Búast má við seinkunum í flugi Icelandair á laugardagsmorgun og eru farþegar hvattir til að fylgjast með brottfarar- og komutímum flugvéla.
Tengdar fréttir Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Allt stefnir í að flugmenn fari í verkfall eftir rúma viku. Um milljarður mun tapast á degi hverjum komi til verkfalls og ímynd landsins skaddast. 2. maí 2014 08:00 Flugmenn hjá Icelandair á leið í aðgerðir Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir félagið vel hafa efni á að greiða hærri laun. Yfirstjórn félagsins hafi fengið ríflegar hækkanir og hluthafar greiddan út góðan arð. 23. apríl 2014 13:19 Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 „Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar. 2. maí 2014 19:15 Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. 5. maí 2014 07:00 Allar líkur á verkfalli á föstudag Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli. 7. maí 2014 17:22 Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. 2. maí 2014 12:58 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Allt stefnir í að flugmenn fari í verkfall eftir rúma viku. Um milljarður mun tapast á degi hverjum komi til verkfalls og ímynd landsins skaddast. 2. maí 2014 08:00
Flugmenn hjá Icelandair á leið í aðgerðir Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir félagið vel hafa efni á að greiða hærri laun. Yfirstjórn félagsins hafi fengið ríflegar hækkanir og hluthafar greiddan út góðan arð. 23. apríl 2014 13:19
Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08
„Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar. 2. maí 2014 19:15
Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. 5. maí 2014 07:00
Allar líkur á verkfalli á föstudag Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli. 7. maí 2014 17:22
Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. 2. maí 2014 12:58
Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38