Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2014 20:08 Flugmenn telja að engin ástæða yrði til að setja lög á aðgerðir þeirra gagnvart Icelandair eftir níu daga, enda myndu aðgerðir þeirra ekki loka á flugsamgöngur við landið. Flugvallarstarfsmenn sömdu á elleftu stundu í gærkvöldi en þá lá fyrir að lög yrðu sett á deilu þeirra á Alþingi í dag. Verkfall flugvallarstarfsmanna hefði stöðvað allt innanlandsflug og millilandaflug frá og með deginum í dag. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninginn, sem er til þriggja ára, gefa um 15 prósent og viðurkennir að yfirvofandi lagasetning hafi sett þrýsting á samningamenn beggja megin borðs. Flugmenn hjá Icelandair samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hefja aðgerðir gegn félaginu hinn 9. maí næst komandi, en aðgerðirnar eru blanda af yfirvinnubanni og skæruverkföllum. „Það sem við höfum tilkynnt þeim er að við ætlum að vera með þrjú 12 tíma verkföll frá kl. 6 til 18 dagana níunda, sextánda og tuttugugasta maí. Yfirvinubannið í gildi allan tímann. Síðan förum við í verkfall aftur 23ja og svo þrítugasta og þá eru það tveggja og fjögurra daga verkföll,“ segir Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmana (FÍA). Samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurn tíma og hvorki gengið né rekið í þeim.Eruð þið með þannig kröfur að ekki er hægt að ganga að þeim?„Nei, við teljum nú að svo sé ekki. En við höfum hins vegar sagt þeim að við höfnum þessari samræmdu launastefnu bæði SA og ASÍ. Við tilheyrum t.d. ekki ASÍ og teljum okkur enn þá hafa fullan samningsrétt og höfum tilkynnt þeim það,“ segir Hafsteinn. Ekki sé hægt að bera saman aðgerðir flugvallarstarfsmanna og flugmanna Icelandair sem hefjast hinn 9. maí hafi ekki samist. En auðvitað setji það þrýsting á samninga þegar styttist í aðgerðir sem þessar. „Starfsmenn Ísavia lokuðu landinu og öllum flugvöllum. Við erum eingöngu að semja við einn aðila af átján sem flýgur til og frá Keflavík. Þannig að landið helst opið og fólk getur ferðast, bara þá með einhverjum öðrum félögum á meðan;“ segir Hafsteinn. Næsti samningafundur flugmanna og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins verður hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Flugmenn telja að engin ástæða yrði til að setja lög á aðgerðir þeirra gagnvart Icelandair eftir níu daga, enda myndu aðgerðir þeirra ekki loka á flugsamgöngur við landið. Flugvallarstarfsmenn sömdu á elleftu stundu í gærkvöldi en þá lá fyrir að lög yrðu sett á deilu þeirra á Alþingi í dag. Verkfall flugvallarstarfsmanna hefði stöðvað allt innanlandsflug og millilandaflug frá og með deginum í dag. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninginn, sem er til þriggja ára, gefa um 15 prósent og viðurkennir að yfirvofandi lagasetning hafi sett þrýsting á samningamenn beggja megin borðs. Flugmenn hjá Icelandair samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hefja aðgerðir gegn félaginu hinn 9. maí næst komandi, en aðgerðirnar eru blanda af yfirvinnubanni og skæruverkföllum. „Það sem við höfum tilkynnt þeim er að við ætlum að vera með þrjú 12 tíma verkföll frá kl. 6 til 18 dagana níunda, sextánda og tuttugugasta maí. Yfirvinubannið í gildi allan tímann. Síðan förum við í verkfall aftur 23ja og svo þrítugasta og þá eru það tveggja og fjögurra daga verkföll,“ segir Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmana (FÍA). Samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurn tíma og hvorki gengið né rekið í þeim.Eruð þið með þannig kröfur að ekki er hægt að ganga að þeim?„Nei, við teljum nú að svo sé ekki. En við höfum hins vegar sagt þeim að við höfnum þessari samræmdu launastefnu bæði SA og ASÍ. Við tilheyrum t.d. ekki ASÍ og teljum okkur enn þá hafa fullan samningsrétt og höfum tilkynnt þeim það,“ segir Hafsteinn. Ekki sé hægt að bera saman aðgerðir flugvallarstarfsmanna og flugmanna Icelandair sem hefjast hinn 9. maí hafi ekki samist. En auðvitað setji það þrýsting á samninga þegar styttist í aðgerðir sem þessar. „Starfsmenn Ísavia lokuðu landinu og öllum flugvöllum. Við erum eingöngu að semja við einn aðila af átján sem flýgur til og frá Keflavík. Þannig að landið helst opið og fólk getur ferðast, bara þá með einhverjum öðrum félögum á meðan;“ segir Hafsteinn. Næsti samningafundur flugmanna og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins verður hjá ríkissáttasemjara á föstudag.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira