Erlent

Rússnesk herþota flaug of nærri farþegaflugvél

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Forráðamenn SAS hafa gert lítið úr atvikinu.
Forráðamenn SAS hafa gert lítið úr atvikinu. vísir/ap
Rússnesk herþota og farþegaflugvél SAS, á leið frá Kaupmannahöfn til Poznan í Póllandi, lentu nærrum því saman síðastliðinn föstudag. Atvikið átti sér stað í alþjóðlegu loftrými. Sænsk yfirvöld herma að hefðu flugumferðarstjórar ekki gripið inn í hefði farið illa. Rússnesk yfirvöld neita þessum ásökunum.

„Flug þotunnar fylgdi öllum reglum. Hún rauf ekki lofthelgi neinna ríkja og flaug hvergi of nálægt nokkurri farþegavél,“ segir Igor Konashenko, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands.

Þetta er ekki í fyrsta skipti á undanförnum mánuðum sem rússnesk hernaðartæki komast í fréttir. Sænsk yfirvöld segjast hafa séð kafbát nálægt Stokkhólmi og herksip eiga að hafa silgt á Ermasundi fyrir skömmu. Í báðum tilvikum liggja Rússar undir grun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×