Rolf Toft: Var góður í maganum í gær Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. ágúst 2014 12:30 Rolf Toft hefur komið vel inn í lið Stjörnunnar. vísir/daníel Rolft Toft, danski framherjinn í liði Stjörnunnar, var hetja liðsins í gær þegar það vann sögulegan sigur á pólska stórliðinu Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Hann skoraði sigurmarkið á 48. mínútu. Lech Poznan hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í fyrra, en til marks um styrkleika hennar, þá er vert að benda á 4-1 sigur meistaranna í Legía Varsjá á Celtic á þriðjudagskvöldið. Þar brenndu Varsjár-menn einnig af tveimur vítaspyrnum. „Þetta var frábær sigur því þetta er alveg frábært lið. Það vill spila boltanum hratt, en við vorum skipulagðir og þeir áttu í vandræðum með að opna okkur,“ segir Rolf Toft í samtali við Vísi. „Þeir eru betri en við, en í gær gekk allt upp og við lokuðum á þá. Þetta var alveg frábært. Stuðningsmennirnir voru magnaðir og sigurinn glæsilegur.“ Þjálfari Poznan kvartaði undan gervigrasinu í Garðabænum í gær og sagði Stjörnumenn ekki hafa viljað spila fótbolta. Toft býst við öðruvísi leik ytra. „Þeir eru með stærri völl sem verður bleyttur þannig þeir geta spilað sinn bolta með stuttum sendignum. Stuðningsmennirnir þeirra eru rosalegir líka þannig þetta verður upplifun, en líka rosalega erfiður leikur. Við eigum samt möguleika vil ég meina,“ segir Daninn. Toft kom til Stjörnunnar í síðasta mánuði til að leysa af samlanda sinn Jeppe Hansen. Toft byrjar vel. Hann fiskaði víti í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni gegn Motherwell, skoraði í fyrsta deildarleiknum gegn Fylki, skoraði jöfnunarmark á 86. mínútu í heimaleiknum gegn Motherwell og svo sigurmarkið í gær. „Byrjunin er búin að vera frábær. Ég gæti ekki beðið um meira,“ segir Toft sem þurfti eins og frægt er orðið að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í síðustu viku. Hann þurfti ekki frá að hverfa í gær, heldur spilaði allar 90 mínúturnar án klósettferðar í miðjum leik. „Ég var ekki jafnslæmur í maganum í gær. Þetta slapp til,“ segir Rolft Toft léttur áður en hann heldur á hádegisæfingu á Samsung-vellinum. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Rolft Toft, danski framherjinn í liði Stjörnunnar, var hetja liðsins í gær þegar það vann sögulegan sigur á pólska stórliðinu Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Hann skoraði sigurmarkið á 48. mínútu. Lech Poznan hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í fyrra, en til marks um styrkleika hennar, þá er vert að benda á 4-1 sigur meistaranna í Legía Varsjá á Celtic á þriðjudagskvöldið. Þar brenndu Varsjár-menn einnig af tveimur vítaspyrnum. „Þetta var frábær sigur því þetta er alveg frábært lið. Það vill spila boltanum hratt, en við vorum skipulagðir og þeir áttu í vandræðum með að opna okkur,“ segir Rolf Toft í samtali við Vísi. „Þeir eru betri en við, en í gær gekk allt upp og við lokuðum á þá. Þetta var alveg frábært. Stuðningsmennirnir voru magnaðir og sigurinn glæsilegur.“ Þjálfari Poznan kvartaði undan gervigrasinu í Garðabænum í gær og sagði Stjörnumenn ekki hafa viljað spila fótbolta. Toft býst við öðruvísi leik ytra. „Þeir eru með stærri völl sem verður bleyttur þannig þeir geta spilað sinn bolta með stuttum sendignum. Stuðningsmennirnir þeirra eru rosalegir líka þannig þetta verður upplifun, en líka rosalega erfiður leikur. Við eigum samt möguleika vil ég meina,“ segir Daninn. Toft kom til Stjörnunnar í síðasta mánuði til að leysa af samlanda sinn Jeppe Hansen. Toft byrjar vel. Hann fiskaði víti í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni gegn Motherwell, skoraði í fyrsta deildarleiknum gegn Fylki, skoraði jöfnunarmark á 86. mínútu í heimaleiknum gegn Motherwell og svo sigurmarkið í gær. „Byrjunin er búin að vera frábær. Ég gæti ekki beðið um meira,“ segir Toft sem þurfti eins og frægt er orðið að fara á klósettið í framlengingunni gegn Motherwell í síðustu viku. Hann þurfti ekki frá að hverfa í gær, heldur spilaði allar 90 mínúturnar án klósettferðar í miðjum leik. „Ég var ekki jafnslæmur í maganum í gær. Þetta slapp til,“ segir Rolft Toft léttur áður en hann heldur á hádegisæfingu á Samsung-vellinum.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39