Að minnsta kosti fjörutíu Palestínumenn létu lífið í árás Ísraelshers á Gazasvæðinu í morgun. Árásin átti sér stað stuttu eftir að Ísraelsmenn sökuðu Hamas-liða um að rjúfa vopnahléið á svæðinu. Miklar vonir voru bundnar við vopnahléið sem átti að gilda í þrjá sólarhringa og gefa deiluaðilum tíma til að hefja friðarumleitanir.
Samninganefndir deiluaðila voru komnar til Kairó í Egyptalandi en nú er óvist hvort af friðarviðræðum verður. Talið er að Hamas-liðar hafi tekið ísraelskan hermann til fanga í morgun en að öðru leyti er ekki vitað um mannfall í röðum Ísraelsmanna vegna átakanna í dag.
Fjörutíu fallið á Gasa í dag

Tengdar fréttir

Vopnahlé rofið á Gasa
Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi.