Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. desember 2014 23:00 Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf Magneudóttur, varaborgarfulltrú Vinstri grænna, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður skóla- og frístundaráðs vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að nemendur og starfsmenn Langholtsskóla færu brátt í heimsókn í Langholtskirkju. „Það er algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Skólar eru fræðslu- og menntastofnanir og hafa ekkert með trúboð að gera. Opinberar stofnanir eiga að gæta hvers kyns hlutleysis. Hvað er það sem forsvarsmenn leik- og grunnskóla skilja ekki í þeim efnum?“ segir Líf í færslunni. Líf birtir auglýsingu um heimsóknina en þar kemur fram að presturinn, séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, muni flytja hugvekju og þá mun 3. bekkur skólans sýna helgileik. Þá eru foreldrar beðnir um að láta umsjónarkennara vita ef þeir vilji ekki að börn þeirra fari í kirkjuheimsóknina.Telur heimsóknina í samræmi við reglurSérstakar reglur gilda um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Þar segir meðal annars: „Heimsóknir á helgi-og samkomustaði trúar-og lífsskoðunarfélaga á skólatíma grunnskóla skulu eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvæmt gildandi lögum og aðalnámskrá. [...] Þess verði gætt við allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og athöfnum, og að þær séu ekki vettvangur fyrir innrætingu eða dreifingu á boðandi efni.“ Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri Langholtsskóla, segir í samtali við mbl.is að hann telji heimsóknina í fullu samræmi við þessar reglur. Hann bendir á að áralöng hefð sé fyrir heimsóknum skólans í kirkju á aðventunni og stendur þeim börnum sem ekki fara í heimsókn í kirkjuna til boða að njóta skemmtilegrar stundar í skólanum sem skipulögð er af kennurum. Fyrr í haust hættu skólastjórnendur Melaskóla við að leyfa Gídeonfélaginu að koma í skólann og dreifa Nýja testamentinu til nemenda þar sem það stangaðist á við reglur borgarinnar um samskipti skóla við trúfélög. Post by Líf Magneudóttir. Tengdar fréttir Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki en ekkert verður af heimsókninni. 3. október 2014 11:49 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Sjá meira
Líf Magneudóttur, varaborgarfulltrú Vinstri grænna, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður skóla- og frístundaráðs vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að nemendur og starfsmenn Langholtsskóla færu brátt í heimsókn í Langholtskirkju. „Það er algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Skólar eru fræðslu- og menntastofnanir og hafa ekkert með trúboð að gera. Opinberar stofnanir eiga að gæta hvers kyns hlutleysis. Hvað er það sem forsvarsmenn leik- og grunnskóla skilja ekki í þeim efnum?“ segir Líf í færslunni. Líf birtir auglýsingu um heimsóknina en þar kemur fram að presturinn, séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, muni flytja hugvekju og þá mun 3. bekkur skólans sýna helgileik. Þá eru foreldrar beðnir um að láta umsjónarkennara vita ef þeir vilji ekki að börn þeirra fari í kirkjuheimsóknina.Telur heimsóknina í samræmi við reglurSérstakar reglur gilda um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Þar segir meðal annars: „Heimsóknir á helgi-og samkomustaði trúar-og lífsskoðunarfélaga á skólatíma grunnskóla skulu eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvæmt gildandi lögum og aðalnámskrá. [...] Þess verði gætt við allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og athöfnum, og að þær séu ekki vettvangur fyrir innrætingu eða dreifingu á boðandi efni.“ Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri Langholtsskóla, segir í samtali við mbl.is að hann telji heimsóknina í fullu samræmi við þessar reglur. Hann bendir á að áralöng hefð sé fyrir heimsóknum skólans í kirkju á aðventunni og stendur þeim börnum sem ekki fara í heimsókn í kirkjuna til boða að njóta skemmtilegrar stundar í skólanum sem skipulögð er af kennurum. Fyrr í haust hættu skólastjórnendur Melaskóla við að leyfa Gídeonfélaginu að koma í skólann og dreifa Nýja testamentinu til nemenda þar sem það stangaðist á við reglur borgarinnar um samskipti skóla við trúfélög. Post by Líf Magneudóttir.
Tengdar fréttir Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki en ekkert verður af heimsókninni. 3. október 2014 11:49 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Sjá meira
Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki en ekkert verður af heimsókninni. 3. október 2014 11:49