Innlent

Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gídeonfélagið kom lengi vel í 5. bekk grunnskóla og dreifði Nýja testamentinu. Slíkt er nú bannað skv. reglum Reykjavíkurborgar.
Gídeonfélagið kom lengi vel í 5. bekk grunnskóla og dreifði Nýja testamentinu. Slíkt er nú bannað skv. reglum Reykjavíkurborgar. Vísir/ÞÖK
Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki. Foreldrum í 5. bekk var tilkynnt um þetta á fundi um daginn. Slík kynning er andstæð reglum Reykjavíkurborgar um samskipti grunnskóla við við trúar-og lífsskoðunarfélög.Að sögn Dagnýjar Annasdóttur, skólastjóra Melaskóla, hefur nú verið hætt við heimsókn Gídeonfélagsins  og hefur foreldrum verið sendur tölvupóstur þess efnis.Aðspurð hvers vegna til hafi staðið að bjóða Gídeonfélaginu í skólann segir hún  að lengi hafi verið hefð fyrir því að þeir komi í 5. bekk og dreifi Nýja testamentinu. Þeir hafi beðið um að fá að koma í skólann og hafi það verið borið undir foreldra.„Foreldrar mótmæltu því að fulltrúar félagsins fengju að koma í skólann og var því hætt við kynninguna. Kynningin hefði heldur ekki staðist reglur Reykjavíkurborgar um samskipti við trúar-og lífsskoðunarfélög,“ segir Dagný í samtali við Vísi.Hún hefur rætt við Gídeonfélagið og tilkynnt að ekkert verði af heimsókninni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.