Innlent

Boð Gídeonsfélagsins í Melaskóla dregið til baka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gídeonfélagið kom lengi vel í 5. bekk grunnskóla og dreifði Nýja testamentinu. Slíkt er nú bannað skv. reglum Reykjavíkurborgar.
Gídeonfélagið kom lengi vel í 5. bekk grunnskóla og dreifði Nýja testamentinu. Slíkt er nú bannað skv. reglum Reykjavíkurborgar. Vísir/ÞÖK

Til stóð að Gídeonfélagið fengi að koma inn í Melaskóla og dreifa þar Nýja testamentinu til barna eftir að skóla lyki. Foreldrum í 5. bekk var tilkynnt um þetta á fundi um daginn. Slík kynning er andstæð reglum Reykjavíkurborgar um samskipti grunnskóla við við trúar-og lífsskoðunarfélög.

Að sögn Dagnýjar Annasdóttur, skólastjóra Melaskóla, hefur nú verið hætt við heimsókn Gídeonfélagsins  og hefur foreldrum verið sendur tölvupóstur þess efnis.

Aðspurð hvers vegna til hafi staðið að bjóða Gídeonfélaginu í skólann segir hún  að lengi hafi verið hefð fyrir því að þeir komi í 5. bekk og dreifi Nýja testamentinu. Þeir hafi beðið um að fá að koma í skólann og hafi það verið borið undir foreldra.

„Foreldrar mótmæltu því að fulltrúar félagsins fengju að koma í skólann og var því hætt við kynninguna. Kynningin hefði heldur ekki staðist reglur Reykjavíkurborgar um samskipti við trúar-og lífsskoðunarfélög,“ segir Dagný í samtali við Vísi.

Hún hefur rætt við Gídeonfélagið og tilkynnt að ekkert verði af heimsókninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.