Erlent

Átján létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/afp
Að minnsta kosti átján létu lífið og tugir særðust í sjálfsmorðssprengjuárás á kosningafundi Shíta múslíma í Bagdad í Írak í dag.

Mikil ólga er í landinu í tengslum við þingkosningar sem fara fram í næstu viku en um níu þúsund frambjóðendur keppa um 328 þingsæti.

Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni en sjónarvottar segja að þrjár sprengjur hafi sprungið þegar kosningafundinum var að ljúka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×