Ráðinn sem músaveiðari upp á fæði og húsnæði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2014 20:00 Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. Launin eru frítt fæði og húsnæði. Við tókum eftir kettinum þegar verið var að sýna okkur seiðaeldisstöð Dýrfisks í Tálknafirði á dögunum. Hann læddist milli eldiskerjanna, stökk meira að segja upp á þau og horfði ofan á fiskana.Dýri var áður vistaður í kattaathvarfi í Reykjavík en er nú músaveiðari á Vestfjörðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er Dýri, einn af starfsmönnunum hérna,“ sagði Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks, þegar hann kynnti fréttamönnum Stöðvar 2 fyrir þessum fjórfætta starfskrafti. „Hann kemur að sunnan, úr athvarfi, Kattholti, og er að aðstoða okkur við það sem við þurfum að láta hann gera.“Dýri í eftirlitsferð milli eldiskerjanna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dýri býr í fiskeldisstöðinni og þar neðst í hillustæðu á hann sitt eigið ból. Þaðan fer hann reglulega eftirlitsferðir um húsakynnin og grandskoðar hvert skúmaskot. „Við notum hann í eftirlit á kvöldin og á nóttinni og hann hjálpar okkur að bægja frá óæskilegu, músum og öðru þvíumlíku,“ sagði Sigurvin. En skyldu fiskarnir í kerjunum vera freistandi matur fyrir kisa? Nei, hann stenst þá freistingu en fylgist þó vel með þegar fiskunum er gefið.Dýri fylgist með þegar fiskunum er gefið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og launin fyrir starfið? „Hann vinnur fyrir fæði og húsnæði,“ svaraði Sigurvin. „Starfsmaður mánaðarins,“ sagði Telma Tómasson fréttaþulur.Vísir/Egill Aðalsteinsson Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Kötturinn Dýri sem ættleiddur var úr kattaathvarfi í Reykjavík hefur fengið starf sem músaveiðari í fiskeldisstöð vestur á fjörðum. Launin eru frítt fæði og húsnæði. Við tókum eftir kettinum þegar verið var að sýna okkur seiðaeldisstöð Dýrfisks í Tálknafirði á dögunum. Hann læddist milli eldiskerjanna, stökk meira að segja upp á þau og horfði ofan á fiskana.Dýri var áður vistaður í kattaathvarfi í Reykjavík en er nú músaveiðari á Vestfjörðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er Dýri, einn af starfsmönnunum hérna,“ sagði Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks, þegar hann kynnti fréttamönnum Stöðvar 2 fyrir þessum fjórfætta starfskrafti. „Hann kemur að sunnan, úr athvarfi, Kattholti, og er að aðstoða okkur við það sem við þurfum að láta hann gera.“Dýri í eftirlitsferð milli eldiskerjanna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dýri býr í fiskeldisstöðinni og þar neðst í hillustæðu á hann sitt eigið ból. Þaðan fer hann reglulega eftirlitsferðir um húsakynnin og grandskoðar hvert skúmaskot. „Við notum hann í eftirlit á kvöldin og á nóttinni og hann hjálpar okkur að bægja frá óæskilegu, músum og öðru þvíumlíku,“ sagði Sigurvin. En skyldu fiskarnir í kerjunum vera freistandi matur fyrir kisa? Nei, hann stenst þá freistingu en fylgist þó vel með þegar fiskunum er gefið.Dýri fylgist með þegar fiskunum er gefið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og launin fyrir starfið? „Hann vinnur fyrir fæði og húsnæði,“ svaraði Sigurvin. „Starfsmaður mánaðarins,“ sagði Telma Tómasson fréttaþulur.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30
Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. 4. október 2014 20:00