Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2014 19:30 Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. Pólskur eigandi er að setja fjóra milljarða króna í uppbyggingu fiskeldis í fjórðungnum. Tálknfirðingar tala um ævintýri. Stöð 2 hefur síðustu daga fjallað um fjárfestingar Arnarlax, mikinn vöxt Fjarðarlax en þriðja fyrirtækið, Dýrfiskur, stendur einnig fyrir verulegri uppbyggingu á sunnanverðum Vestfjörðum. Í botni Tálknafjarðar er hafin smíði seiðaeldisstöðvar sem að grunnfleti verður samtals fimmtán þúsund fermetrar í þremur álmum. Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks í Tálknafirði, var spurður hvort Tálknafjörður hefði séð annað eins:Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks á Tálknafirði: „Þetta er stórt ævintýri."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nei, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Þú þarft örugglega að fara víðar hér um Vestfirði til að sjá nokkuð.., - ég hugsa að það sé hvergi hérna svona stórt hús,” sagði Sigurvin í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Til samanburðar má geta þess að grunnflötur nýju bygginganna í Tálknafirði verður tvöfalt meiri en fermetrafjöldinn í sjúkrahúsinu á Ísafirði.Jerzy Malek, aðaleigandi Dýrfisks. Hann er að fjárfesta fyrir fjóra milljarða króna í fiskeldi á Vestfjörðum.Aðaleigandi Dýrfisks er Pólverjinn Jerzy Malek, stofnandi Morpol, og helsti brautryðjandi laxeldis í Evrópu, en hann er að leggja 25 milljónir evra, eða um fjóra milljarða króna, í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum. Og það virðist lagður metnaður í verkefnið: „Þessi stöð á að verða sú fullkomnasta í heimi þegar upp verður staðið,” segir Sigurvin. Hann segir að hvert ker í stöðinni verði sjálfstæð eining og með sjálfstæðan hreinsibúnað sem þýði að 85 prósent af vatninu verði endurnýtt. Dýrfiskur elur upp seiði regnbogasilungs í gömlu stöðinni í Norðurbotni en átta mánaða gamall er silungurinn fluttur í sjókvíar í Dýrafirði og Önundarfirði og síðan unninn á Flateyri. Starfsmenn fyrirtækisins eru orðnir yfir fimmtíu talsins og búist við að þeim fjölgi í yfir eitthundrað á næstu árum. „Íbúðaverð er á leiðinni upp hérna, - út af þessu eldi sem er í gangi á öllum stöðunum hérna. Það er að bætast við fólk. Það er allt jákvætt við þetta,” segir Sigurvin. Sjálfur er hann borinn og barnfæddur Tálknfirðingur. -Upplifir þú þetta sem ævintýri? „Þetta er stórt ævintýri. Það er ósköp einfalt. Það er ekkert annað.” Tengdar fréttir Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45 Vilja ákvæði um kynslóðaskipt laxeldi inn frumvarp um fiskeldi Framkvæmdastjóri Fjarðalax segir ákvæði um kynslóðabundið fiskeldi vanta í nýtt lagafrumvarp. Ef eldinu verði ekki skipt upp eftir svæðum sem hvíld verði reglulega muni smit berast á milli og fyrirtækin setja hvert annað á hausinn. 9. maí 2014 07:00 Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6. mars 2012 20:30 Sextán nýir íbúar í vikunni Íbuum fjölgaði um níu prósent á Bíldudal í síðustu viku. 14. júlí 2014 09:00 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. Pólskur eigandi er að setja fjóra milljarða króna í uppbyggingu fiskeldis í fjórðungnum. Tálknfirðingar tala um ævintýri. Stöð 2 hefur síðustu daga fjallað um fjárfestingar Arnarlax, mikinn vöxt Fjarðarlax en þriðja fyrirtækið, Dýrfiskur, stendur einnig fyrir verulegri uppbyggingu á sunnanverðum Vestfjörðum. Í botni Tálknafjarðar er hafin smíði seiðaeldisstöðvar sem að grunnfleti verður samtals fimmtán þúsund fermetrar í þremur álmum. Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks í Tálknafirði, var spurður hvort Tálknafjörður hefði séð annað eins:Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks á Tálknafirði: „Þetta er stórt ævintýri."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nei, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Þú þarft örugglega að fara víðar hér um Vestfirði til að sjá nokkuð.., - ég hugsa að það sé hvergi hérna svona stórt hús,” sagði Sigurvin í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Til samanburðar má geta þess að grunnflötur nýju bygginganna í Tálknafirði verður tvöfalt meiri en fermetrafjöldinn í sjúkrahúsinu á Ísafirði.Jerzy Malek, aðaleigandi Dýrfisks. Hann er að fjárfesta fyrir fjóra milljarða króna í fiskeldi á Vestfjörðum.Aðaleigandi Dýrfisks er Pólverjinn Jerzy Malek, stofnandi Morpol, og helsti brautryðjandi laxeldis í Evrópu, en hann er að leggja 25 milljónir evra, eða um fjóra milljarða króna, í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum. Og það virðist lagður metnaður í verkefnið: „Þessi stöð á að verða sú fullkomnasta í heimi þegar upp verður staðið,” segir Sigurvin. Hann segir að hvert ker í stöðinni verði sjálfstæð eining og með sjálfstæðan hreinsibúnað sem þýði að 85 prósent af vatninu verði endurnýtt. Dýrfiskur elur upp seiði regnbogasilungs í gömlu stöðinni í Norðurbotni en átta mánaða gamall er silungurinn fluttur í sjókvíar í Dýrafirði og Önundarfirði og síðan unninn á Flateyri. Starfsmenn fyrirtækisins eru orðnir yfir fimmtíu talsins og búist við að þeim fjölgi í yfir eitthundrað á næstu árum. „Íbúðaverð er á leiðinni upp hérna, - út af þessu eldi sem er í gangi á öllum stöðunum hérna. Það er að bætast við fólk. Það er allt jákvætt við þetta,” segir Sigurvin. Sjálfur er hann borinn og barnfæddur Tálknfirðingur. -Upplifir þú þetta sem ævintýri? „Þetta er stórt ævintýri. Það er ósköp einfalt. Það er ekkert annað.”
Tengdar fréttir Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45 Vilja ákvæði um kynslóðaskipt laxeldi inn frumvarp um fiskeldi Framkvæmdastjóri Fjarðalax segir ákvæði um kynslóðabundið fiskeldi vanta í nýtt lagafrumvarp. Ef eldinu verði ekki skipt upp eftir svæðum sem hvíld verði reglulega muni smit berast á milli og fyrirtækin setja hvert annað á hausinn. 9. maí 2014 07:00 Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6. mars 2012 20:30 Sextán nýir íbúar í vikunni Íbuum fjölgaði um níu prósent á Bíldudal í síðustu viku. 14. júlí 2014 09:00 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45
Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30
Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45
Vilja ákvæði um kynslóðaskipt laxeldi inn frumvarp um fiskeldi Framkvæmdastjóri Fjarðalax segir ákvæði um kynslóðabundið fiskeldi vanta í nýtt lagafrumvarp. Ef eldinu verði ekki skipt upp eftir svæðum sem hvíld verði reglulega muni smit berast á milli og fyrirtækin setja hvert annað á hausinn. 9. maí 2014 07:00
Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00
Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6. mars 2012 20:30
Sextán nýir íbúar í vikunni Íbuum fjölgaði um níu prósent á Bíldudal í síðustu viku. 14. júlí 2014 09:00
Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30