Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2014 19:30 Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. Pólskur eigandi er að setja fjóra milljarða króna í uppbyggingu fiskeldis í fjórðungnum. Tálknfirðingar tala um ævintýri. Stöð 2 hefur síðustu daga fjallað um fjárfestingar Arnarlax, mikinn vöxt Fjarðarlax en þriðja fyrirtækið, Dýrfiskur, stendur einnig fyrir verulegri uppbyggingu á sunnanverðum Vestfjörðum. Í botni Tálknafjarðar er hafin smíði seiðaeldisstöðvar sem að grunnfleti verður samtals fimmtán þúsund fermetrar í þremur álmum. Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks í Tálknafirði, var spurður hvort Tálknafjörður hefði séð annað eins:Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks á Tálknafirði: „Þetta er stórt ævintýri."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nei, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Þú þarft örugglega að fara víðar hér um Vestfirði til að sjá nokkuð.., - ég hugsa að það sé hvergi hérna svona stórt hús,” sagði Sigurvin í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Til samanburðar má geta þess að grunnflötur nýju bygginganna í Tálknafirði verður tvöfalt meiri en fermetrafjöldinn í sjúkrahúsinu á Ísafirði.Jerzy Malek, aðaleigandi Dýrfisks. Hann er að fjárfesta fyrir fjóra milljarða króna í fiskeldi á Vestfjörðum.Aðaleigandi Dýrfisks er Pólverjinn Jerzy Malek, stofnandi Morpol, og helsti brautryðjandi laxeldis í Evrópu, en hann er að leggja 25 milljónir evra, eða um fjóra milljarða króna, í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum. Og það virðist lagður metnaður í verkefnið: „Þessi stöð á að verða sú fullkomnasta í heimi þegar upp verður staðið,” segir Sigurvin. Hann segir að hvert ker í stöðinni verði sjálfstæð eining og með sjálfstæðan hreinsibúnað sem þýði að 85 prósent af vatninu verði endurnýtt. Dýrfiskur elur upp seiði regnbogasilungs í gömlu stöðinni í Norðurbotni en átta mánaða gamall er silungurinn fluttur í sjókvíar í Dýrafirði og Önundarfirði og síðan unninn á Flateyri. Starfsmenn fyrirtækisins eru orðnir yfir fimmtíu talsins og búist við að þeim fjölgi í yfir eitthundrað á næstu árum. „Íbúðaverð er á leiðinni upp hérna, - út af þessu eldi sem er í gangi á öllum stöðunum hérna. Það er að bætast við fólk. Það er allt jákvætt við þetta,” segir Sigurvin. Sjálfur er hann borinn og barnfæddur Tálknfirðingur. -Upplifir þú þetta sem ævintýri? „Þetta er stórt ævintýri. Það er ósköp einfalt. Það er ekkert annað.” Tengdar fréttir Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45 Vilja ákvæði um kynslóðaskipt laxeldi inn frumvarp um fiskeldi Framkvæmdastjóri Fjarðalax segir ákvæði um kynslóðabundið fiskeldi vanta í nýtt lagafrumvarp. Ef eldinu verði ekki skipt upp eftir svæðum sem hvíld verði reglulega muni smit berast á milli og fyrirtækin setja hvert annað á hausinn. 9. maí 2014 07:00 Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6. mars 2012 20:30 Sextán nýir íbúar í vikunni Íbuum fjölgaði um níu prósent á Bíldudal í síðustu viku. 14. júlí 2014 09:00 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. Pólskur eigandi er að setja fjóra milljarða króna í uppbyggingu fiskeldis í fjórðungnum. Tálknfirðingar tala um ævintýri. Stöð 2 hefur síðustu daga fjallað um fjárfestingar Arnarlax, mikinn vöxt Fjarðarlax en þriðja fyrirtækið, Dýrfiskur, stendur einnig fyrir verulegri uppbyggingu á sunnanverðum Vestfjörðum. Í botni Tálknafjarðar er hafin smíði seiðaeldisstöðvar sem að grunnfleti verður samtals fimmtán þúsund fermetrar í þremur álmum. Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks í Tálknafirði, var spurður hvort Tálknafjörður hefði séð annað eins:Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks á Tálknafirði: „Þetta er stórt ævintýri."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nei, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Þú þarft örugglega að fara víðar hér um Vestfirði til að sjá nokkuð.., - ég hugsa að það sé hvergi hérna svona stórt hús,” sagði Sigurvin í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Til samanburðar má geta þess að grunnflötur nýju bygginganna í Tálknafirði verður tvöfalt meiri en fermetrafjöldinn í sjúkrahúsinu á Ísafirði.Jerzy Malek, aðaleigandi Dýrfisks. Hann er að fjárfesta fyrir fjóra milljarða króna í fiskeldi á Vestfjörðum.Aðaleigandi Dýrfisks er Pólverjinn Jerzy Malek, stofnandi Morpol, og helsti brautryðjandi laxeldis í Evrópu, en hann er að leggja 25 milljónir evra, eða um fjóra milljarða króna, í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum. Og það virðist lagður metnaður í verkefnið: „Þessi stöð á að verða sú fullkomnasta í heimi þegar upp verður staðið,” segir Sigurvin. Hann segir að hvert ker í stöðinni verði sjálfstæð eining og með sjálfstæðan hreinsibúnað sem þýði að 85 prósent af vatninu verði endurnýtt. Dýrfiskur elur upp seiði regnbogasilungs í gömlu stöðinni í Norðurbotni en átta mánaða gamall er silungurinn fluttur í sjókvíar í Dýrafirði og Önundarfirði og síðan unninn á Flateyri. Starfsmenn fyrirtækisins eru orðnir yfir fimmtíu talsins og búist við að þeim fjölgi í yfir eitthundrað á næstu árum. „Íbúðaverð er á leiðinni upp hérna, - út af þessu eldi sem er í gangi á öllum stöðunum hérna. Það er að bætast við fólk. Það er allt jákvætt við þetta,” segir Sigurvin. Sjálfur er hann borinn og barnfæddur Tálknfirðingur. -Upplifir þú þetta sem ævintýri? „Þetta er stórt ævintýri. Það er ósköp einfalt. Það er ekkert annað.”
Tengdar fréttir Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45 Vilja ákvæði um kynslóðaskipt laxeldi inn frumvarp um fiskeldi Framkvæmdastjóri Fjarðalax segir ákvæði um kynslóðabundið fiskeldi vanta í nýtt lagafrumvarp. Ef eldinu verði ekki skipt upp eftir svæðum sem hvíld verði reglulega muni smit berast á milli og fyrirtækin setja hvert annað á hausinn. 9. maí 2014 07:00 Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6. mars 2012 20:30 Sextán nýir íbúar í vikunni Íbuum fjölgaði um níu prósent á Bíldudal í síðustu viku. 14. júlí 2014 09:00 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45
Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30
Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45
Vilja ákvæði um kynslóðaskipt laxeldi inn frumvarp um fiskeldi Framkvæmdastjóri Fjarðalax segir ákvæði um kynslóðabundið fiskeldi vanta í nýtt lagafrumvarp. Ef eldinu verði ekki skipt upp eftir svæðum sem hvíld verði reglulega muni smit berast á milli og fyrirtækin setja hvert annað á hausinn. 9. maí 2014 07:00
Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00
Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6. mars 2012 20:30
Sextán nýir íbúar í vikunni Íbuum fjölgaði um níu prósent á Bíldudal í síðustu viku. 14. júlí 2014 09:00
Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30