Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2014 19:30 Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. Pólskur eigandi er að setja fjóra milljarða króna í uppbyggingu fiskeldis í fjórðungnum. Tálknfirðingar tala um ævintýri. Stöð 2 hefur síðustu daga fjallað um fjárfestingar Arnarlax, mikinn vöxt Fjarðarlax en þriðja fyrirtækið, Dýrfiskur, stendur einnig fyrir verulegri uppbyggingu á sunnanverðum Vestfjörðum. Í botni Tálknafjarðar er hafin smíði seiðaeldisstöðvar sem að grunnfleti verður samtals fimmtán þúsund fermetrar í þremur álmum. Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks í Tálknafirði, var spurður hvort Tálknafjörður hefði séð annað eins:Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks á Tálknafirði: „Þetta er stórt ævintýri."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nei, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Þú þarft örugglega að fara víðar hér um Vestfirði til að sjá nokkuð.., - ég hugsa að það sé hvergi hérna svona stórt hús,” sagði Sigurvin í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Til samanburðar má geta þess að grunnflötur nýju bygginganna í Tálknafirði verður tvöfalt meiri en fermetrafjöldinn í sjúkrahúsinu á Ísafirði.Jerzy Malek, aðaleigandi Dýrfisks. Hann er að fjárfesta fyrir fjóra milljarða króna í fiskeldi á Vestfjörðum.Aðaleigandi Dýrfisks er Pólverjinn Jerzy Malek, stofnandi Morpol, og helsti brautryðjandi laxeldis í Evrópu, en hann er að leggja 25 milljónir evra, eða um fjóra milljarða króna, í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum. Og það virðist lagður metnaður í verkefnið: „Þessi stöð á að verða sú fullkomnasta í heimi þegar upp verður staðið,” segir Sigurvin. Hann segir að hvert ker í stöðinni verði sjálfstæð eining og með sjálfstæðan hreinsibúnað sem þýði að 85 prósent af vatninu verði endurnýtt. Dýrfiskur elur upp seiði regnbogasilungs í gömlu stöðinni í Norðurbotni en átta mánaða gamall er silungurinn fluttur í sjókvíar í Dýrafirði og Önundarfirði og síðan unninn á Flateyri. Starfsmenn fyrirtækisins eru orðnir yfir fimmtíu talsins og búist við að þeim fjölgi í yfir eitthundrað á næstu árum. „Íbúðaverð er á leiðinni upp hérna, - út af þessu eldi sem er í gangi á öllum stöðunum hérna. Það er að bætast við fólk. Það er allt jákvætt við þetta,” segir Sigurvin. Sjálfur er hann borinn og barnfæddur Tálknfirðingur. -Upplifir þú þetta sem ævintýri? „Þetta er stórt ævintýri. Það er ósköp einfalt. Það er ekkert annað.” Tengdar fréttir Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45 Vilja ákvæði um kynslóðaskipt laxeldi inn frumvarp um fiskeldi Framkvæmdastjóri Fjarðalax segir ákvæði um kynslóðabundið fiskeldi vanta í nýtt lagafrumvarp. Ef eldinu verði ekki skipt upp eftir svæðum sem hvíld verði reglulega muni smit berast á milli og fyrirtækin setja hvert annað á hausinn. 9. maí 2014 07:00 Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6. mars 2012 20:30 Sextán nýir íbúar í vikunni Íbuum fjölgaði um níu prósent á Bíldudal í síðustu viku. 14. júlí 2014 09:00 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. Pólskur eigandi er að setja fjóra milljarða króna í uppbyggingu fiskeldis í fjórðungnum. Tálknfirðingar tala um ævintýri. Stöð 2 hefur síðustu daga fjallað um fjárfestingar Arnarlax, mikinn vöxt Fjarðarlax en þriðja fyrirtækið, Dýrfiskur, stendur einnig fyrir verulegri uppbyggingu á sunnanverðum Vestfjörðum. Í botni Tálknafjarðar er hafin smíði seiðaeldisstöðvar sem að grunnfleti verður samtals fimmtán þúsund fermetrar í þremur álmum. Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks í Tálknafirði, var spurður hvort Tálknafjörður hefði séð annað eins:Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks á Tálknafirði: „Þetta er stórt ævintýri."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nei, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Þú þarft örugglega að fara víðar hér um Vestfirði til að sjá nokkuð.., - ég hugsa að það sé hvergi hérna svona stórt hús,” sagði Sigurvin í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Til samanburðar má geta þess að grunnflötur nýju bygginganna í Tálknafirði verður tvöfalt meiri en fermetrafjöldinn í sjúkrahúsinu á Ísafirði.Jerzy Malek, aðaleigandi Dýrfisks. Hann er að fjárfesta fyrir fjóra milljarða króna í fiskeldi á Vestfjörðum.Aðaleigandi Dýrfisks er Pólverjinn Jerzy Malek, stofnandi Morpol, og helsti brautryðjandi laxeldis í Evrópu, en hann er að leggja 25 milljónir evra, eða um fjóra milljarða króna, í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum. Og það virðist lagður metnaður í verkefnið: „Þessi stöð á að verða sú fullkomnasta í heimi þegar upp verður staðið,” segir Sigurvin. Hann segir að hvert ker í stöðinni verði sjálfstæð eining og með sjálfstæðan hreinsibúnað sem þýði að 85 prósent af vatninu verði endurnýtt. Dýrfiskur elur upp seiði regnbogasilungs í gömlu stöðinni í Norðurbotni en átta mánaða gamall er silungurinn fluttur í sjókvíar í Dýrafirði og Önundarfirði og síðan unninn á Flateyri. Starfsmenn fyrirtækisins eru orðnir yfir fimmtíu talsins og búist við að þeim fjölgi í yfir eitthundrað á næstu árum. „Íbúðaverð er á leiðinni upp hérna, - út af þessu eldi sem er í gangi á öllum stöðunum hérna. Það er að bætast við fólk. Það er allt jákvætt við þetta,” segir Sigurvin. Sjálfur er hann borinn og barnfæddur Tálknfirðingur. -Upplifir þú þetta sem ævintýri? „Þetta er stórt ævintýri. Það er ósköp einfalt. Það er ekkert annað.”
Tengdar fréttir Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45 Vilja ákvæði um kynslóðaskipt laxeldi inn frumvarp um fiskeldi Framkvæmdastjóri Fjarðalax segir ákvæði um kynslóðabundið fiskeldi vanta í nýtt lagafrumvarp. Ef eldinu verði ekki skipt upp eftir svæðum sem hvíld verði reglulega muni smit berast á milli og fyrirtækin setja hvert annað á hausinn. 9. maí 2014 07:00 Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6. mars 2012 20:30 Sextán nýir íbúar í vikunni Íbuum fjölgaði um níu prósent á Bíldudal í síðustu viku. 14. júlí 2014 09:00 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45
Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30
Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45
Vilja ákvæði um kynslóðaskipt laxeldi inn frumvarp um fiskeldi Framkvæmdastjóri Fjarðalax segir ákvæði um kynslóðabundið fiskeldi vanta í nýtt lagafrumvarp. Ef eldinu verði ekki skipt upp eftir svæðum sem hvíld verði reglulega muni smit berast á milli og fyrirtækin setja hvert annað á hausinn. 9. maí 2014 07:00
Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00
Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6. mars 2012 20:30
Sextán nýir íbúar í vikunni Íbuum fjölgaði um níu prósent á Bíldudal í síðustu viku. 14. júlí 2014 09:00
Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30