Rannsóknir í fiskeldi verði stórefldar á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 4. október 2014 20:00 Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. Það sé forsenda þess að atvinnugreinin geti stækkað í sátt við umhverfið. Fyrirtækin sem stunda sjókvíaeldi á Vestfjörðum þrýsta öll á að fá auknar heimildir, allt suður frá Patreksfirði og norður í Ísafjarðardjúp. Þannig segja ráðamenn Arnarlax að það sé beinlínis forsenda fyrir matvælaiðjunni sem áformuð er á Bíldudal að laxeldisleyfi þeirra í Arnarfirði verði aukið úr 3.000 tonnum upp í 10.000 tonn.Matthías Garðarsson, aðaleigandi Arnarlax.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vestfirskir firðir eru hins vegar takmörkuð auðlind og stjórnvöld virðast stíga varlega til jarðar í að veita fiskeldisfyrirtækjunum þær heimildir sem þau óska eftir. Matthías Garðarsson, aðaleigandi Arnarlax, segir að ef stjórnvöld vilji að þessi auðlind, sem laxinn er í firðinum, verði byggð upp til að skapa störf, verðmæti og útflutningstekjur, hljóti fyrirtækið að fá þessa aukningu. Þetta sé ekki það mikið að fjörðurinn þoli það ekki. Höskuldur Steinarsson er formaður Landssamband fiskeldisstöðva og framleiðslustjóri Fjarðalax. Hann segir að fyrirtækið sé um það bil að fullnýta sitt eldisleyfi. Mikill þrýstingur sé á þær stofnanir, sem koma að leyfisveitingum, að vinna með fyrirtækjunum að aukningu leyfa.Höskuldur Steinarsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva og framleiðslustjóri Fjarðalax.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Til þess að það geti orðið þurfa að fara fram rannsóknir. Það stendur að nokkru leyti upp á hið opinbera að framkvæma þær rannsóknir,” segir Höskuldur. “Fyrirtækin sem hér starfa hafa heitið að setja pening í þær rannsóknir til að liðka fyrir. Það er næsta stóra mál á þessu svæði að auka orkuna sem fer í rannsóknir til þess að það sé hægt að stækka greinina skynsamlega,” segir Höskuldur. Sveitarstjórnarmenn eru meðvitaðir um stöðuna og hafa bæjarstjóri Ísafjarðar og sveitarstjóri Tálknafjarðar nú sameinast um yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að rannsóknarstofu verði komið upp á Tálknafirði, sem tengst geti útibúi Hafrannsóknarstofnunar og Háskólasetrinu á Ísafirði. Þar verði fjölgað í tíu til fimmtán starfsmenn til að stórefla fiskeldisrannsóknir.Frá Ísafirðivísir/pjeturYfirlýsing bæjarstjóra Ísafjarðar og sveitarstjóra Tálknafjarðar er svohljóðandi: „Undanfarnar vikur höfum við kannað möguleika tengda uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum. Það er sameiginleg sýn okkar að stoðgreinar og þjónusta tengd fiskeldi eigi að byggjast upp á Vestfjörðum. Nauðsynlegur liður í þeirri uppbygginu er að rannsóknir á fiskeldi eigi sér stað á Vestfjörðum og teljum við í því skyni hagkvæmt að byggja upp rannsóknarstofu á Tálknafirði sem tengst gæti Hafrannsóknarstofnuninni og Háskólasetrinu í Ísafjarðarbæ. Á Tálknafirði er í dag gríðarmikil uppbygging seiðaeldisstöðva, sú mesta á landinu, og er áhugi er hjá fyrirtækjunum Fjarðarlaxi og Dýrfiski að koma að slíkri byggingu rannsóknarstofu þar. Í dag er Hafrannsóknarstofnunin eina stofnunin sem hefur viðamikla fagþekkingu á haffræði og sjávarvistfræði. Ljóst er að ef áætlanir ganga eftir um uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum þarf að stórefla strandsvæðarannsóknir, því er það okkar sýn að útibú Hafrannsóknarstofnunarinnar á Ísafirði verði eflt og að starfsmönnum þar verði fjölgað í 10-15 starfsmenn, sem myndi skiljanlega renna sterkari stoðum undir starfsemina. Við teljum einnig afar mikilvægt að sá hluti Hafrannsóknarstofnunarinnar sem tengist og tengjast mun fiskeldisrannsóknum verði staðsettur hér á Vestfjörðum og að stofnunin komi að rekstri á ofangreindri rannsóknarstofu á Tálknafirði. Nú þegar hefur verið myndaður vinnuhópur um þessa sameiginlegu framtíðarsýn og að verkinu koma fulltrúar frá eldisfyrirtækjum, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Háskólasetri Vestfjarða. Háskólasetrið er jafnframt að kanna ýmsa möguleika varðandi rannsóknartengt nám og verkefni sem tengjast fiskeldi.“ Tengdar fréttir Mikil framtíð í fiskeldi hérlendis Gríðarleg verðmæti eru í húfi fyrir hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal en fái það tilskylin leyfi getur það tvöfaldð núverandi umsvif sín. Verðmæti aukningarinnar gæti numið fimm milljörðum króna. 10. ágúst 2014 22:47 Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Fiskeldisfyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum telja brýnt að ríkið efli rannsóknir á sviði fiskeldis og eru tilbúin að leggja sitt af mörkum. Það sé forsenda þess að atvinnugreinin geti stækkað í sátt við umhverfið. Fyrirtækin sem stunda sjókvíaeldi á Vestfjörðum þrýsta öll á að fá auknar heimildir, allt suður frá Patreksfirði og norður í Ísafjarðardjúp. Þannig segja ráðamenn Arnarlax að það sé beinlínis forsenda fyrir matvælaiðjunni sem áformuð er á Bíldudal að laxeldisleyfi þeirra í Arnarfirði verði aukið úr 3.000 tonnum upp í 10.000 tonn.Matthías Garðarsson, aðaleigandi Arnarlax.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vestfirskir firðir eru hins vegar takmörkuð auðlind og stjórnvöld virðast stíga varlega til jarðar í að veita fiskeldisfyrirtækjunum þær heimildir sem þau óska eftir. Matthías Garðarsson, aðaleigandi Arnarlax, segir að ef stjórnvöld vilji að þessi auðlind, sem laxinn er í firðinum, verði byggð upp til að skapa störf, verðmæti og útflutningstekjur, hljóti fyrirtækið að fá þessa aukningu. Þetta sé ekki það mikið að fjörðurinn þoli það ekki. Höskuldur Steinarsson er formaður Landssamband fiskeldisstöðva og framleiðslustjóri Fjarðalax. Hann segir að fyrirtækið sé um það bil að fullnýta sitt eldisleyfi. Mikill þrýstingur sé á þær stofnanir, sem koma að leyfisveitingum, að vinna með fyrirtækjunum að aukningu leyfa.Höskuldur Steinarsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva og framleiðslustjóri Fjarðalax.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Til þess að það geti orðið þurfa að fara fram rannsóknir. Það stendur að nokkru leyti upp á hið opinbera að framkvæma þær rannsóknir,” segir Höskuldur. “Fyrirtækin sem hér starfa hafa heitið að setja pening í þær rannsóknir til að liðka fyrir. Það er næsta stóra mál á þessu svæði að auka orkuna sem fer í rannsóknir til þess að það sé hægt að stækka greinina skynsamlega,” segir Höskuldur. Sveitarstjórnarmenn eru meðvitaðir um stöðuna og hafa bæjarstjóri Ísafjarðar og sveitarstjóri Tálknafjarðar nú sameinast um yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að rannsóknarstofu verði komið upp á Tálknafirði, sem tengst geti útibúi Hafrannsóknarstofnunar og Háskólasetrinu á Ísafirði. Þar verði fjölgað í tíu til fimmtán starfsmenn til að stórefla fiskeldisrannsóknir.Frá Ísafirðivísir/pjeturYfirlýsing bæjarstjóra Ísafjarðar og sveitarstjóra Tálknafjarðar er svohljóðandi: „Undanfarnar vikur höfum við kannað möguleika tengda uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum. Það er sameiginleg sýn okkar að stoðgreinar og þjónusta tengd fiskeldi eigi að byggjast upp á Vestfjörðum. Nauðsynlegur liður í þeirri uppbygginu er að rannsóknir á fiskeldi eigi sér stað á Vestfjörðum og teljum við í því skyni hagkvæmt að byggja upp rannsóknarstofu á Tálknafirði sem tengst gæti Hafrannsóknarstofnuninni og Háskólasetrinu í Ísafjarðarbæ. Á Tálknafirði er í dag gríðarmikil uppbygging seiðaeldisstöðva, sú mesta á landinu, og er áhugi er hjá fyrirtækjunum Fjarðarlaxi og Dýrfiski að koma að slíkri byggingu rannsóknarstofu þar. Í dag er Hafrannsóknarstofnunin eina stofnunin sem hefur viðamikla fagþekkingu á haffræði og sjávarvistfræði. Ljóst er að ef áætlanir ganga eftir um uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum þarf að stórefla strandsvæðarannsóknir, því er það okkar sýn að útibú Hafrannsóknarstofnunarinnar á Ísafirði verði eflt og að starfsmönnum þar verði fjölgað í 10-15 starfsmenn, sem myndi skiljanlega renna sterkari stoðum undir starfsemina. Við teljum einnig afar mikilvægt að sá hluti Hafrannsóknarstofnunarinnar sem tengist og tengjast mun fiskeldisrannsóknum verði staðsettur hér á Vestfjörðum og að stofnunin komi að rekstri á ofangreindri rannsóknarstofu á Tálknafirði. Nú þegar hefur verið myndaður vinnuhópur um þessa sameiginlegu framtíðarsýn og að verkinu koma fulltrúar frá eldisfyrirtækjum, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Háskólasetri Vestfjarða. Háskólasetrið er jafnframt að kanna ýmsa möguleika varðandi rannsóknartengt nám og verkefni sem tengjast fiskeldi.“
Tengdar fréttir Mikil framtíð í fiskeldi hérlendis Gríðarleg verðmæti eru í húfi fyrir hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal en fái það tilskylin leyfi getur það tvöfaldð núverandi umsvif sín. Verðmæti aukningarinnar gæti numið fimm milljörðum króna. 10. ágúst 2014 22:47 Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Mikil framtíð í fiskeldi hérlendis Gríðarleg verðmæti eru í húfi fyrir hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal en fái það tilskylin leyfi getur það tvöfaldð núverandi umsvif sín. Verðmæti aukningarinnar gæti numið fimm milljörðum króna. 10. ágúst 2014 22:47
Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30
Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30