Kvennalið ÍBV í knattspyrnu fékk liðsstyrk í dag er gengið var frá samningi við hollensku landsliðskonuna Kim Dolstra.
Hún kemur til ÍBV frá hollenska liðinu Aod Haag. Kim hefur fest sig í sessi í landsliðshópi Hollands er miðvörður og kemur til ÍBV strax í næstu viku.
Árið 2009 var hún kosin leikmaður ársins í Hollandi.
Eyjakonur eru því komnar með fullskipaðan leikmannahóp fyrir komandi tímabil og eru leikmenn í óða önn að tínast til Eyja áður en Lengjubikarinn hefst í lok febrúar.
