Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2014 09:49 Ramos feðgarnir Rafael heitinn og Jaden. Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. Lögreglumennirnir voru skotnir fyrirvaralaust þar sem þeir sátu í bifreið sinni á vakt í New York. Byssumaðurinn svipti sig lífi skömmu síðar. „Þetta er versti dagur í lífi mínu,“ sagði Jaden Ramos, þrettán ára sonur Rafael Ramos sem var drepinn á laugardaginn. „Í dag þurfti ég að kveðja föður minn. Hann var til staðar fyrir mig hvern einasta dag og betri föður er ekki hægt að biðja um. Það er skelfilegt að maður sé skotinn fyrir það eitt að klæðast lögreglubúning. Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp. Ég mun alltaf elska þig pabbi og aldrei gleyma þér. Hvíldu í friði.“ Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi morðin á lögreglumönnunum. „Lögreglumenn sem þjóna og vernda samfélag okkar stefna sér í hættu fyrir okkur á hverjum einasta degi og verðskulda virðingu okkar og þakklæti,“ sagði Obama.William J. Bratton ,lögreglustjórinn í New York, segir að lögreglumennirnir hafi verið teknir af lífi. Hér sést Bratton með Bill de Blasio borgarstjóra á blaðamannafundi.Vísir/AFPValdir vegna einkennisbúninganna Byssumaðurinn heitir Ismaaiyl Brinsley og er 28 ára gamall. Hann hafði birt skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann hygðist myrða lögreglumenn í hefndarskyni fyrir Eric Garner, svartan mann sem féll þegar lögreglumenn reyndu að handtaka hann fyrir að selja sígarettur í New York. Fyrr í mánuðinum ákvað dómstóll að ekki yrðu gefnar út ákærur vegna mannsins. Í nóvember ákvað dómstóll einnig að ekki yrðu gefnar út ákærur á hendur hvítum lögreglumanni sem skaut Michael Brown, óvopnaðan 18 ára ungling, til bana í Ferguson í Missouri. Bill Bratton, lögreglustjóri í New York, sagði í yfirlýsingu vegna atviksins að mennirnir hefðu verið skotnir fyrirvaralaust. „Þeir voru einfaldlega teknir af lífi. Þeir voru valdir vegna einkennisbúninganna þeirra og vegna þess að þeir kusu að gegna því hlutverki að halda borginni öruggri,“ sagði Bratton. Eftir að hafa myrt lögreglumennina hljóp byssumaðurinn að neðanjarðarlestarstöð þar sem hann svipti sig lífi. Lögreglustjórinn segir að áður en Brinsely myrti lögreglumennina hafi hann ráðist að fyrrverandi unnustu sinni í Baltimore og sært hana. Bill de Blasio, borgarstjóri í New York, hvatti alla þá sem sjá einhvers konar hótanir á samfélagsmiðlunum til þess að tilkynna slíkar hótanir til lögreglu. Lögreglumenn voru síðast myrtir í New York árið 2011. Post by Jaden Ramos. Tengdar fréttir Tveir lögreglumenn skotnir til bana í New York Lögregluþjónarnir tveir, Rafael Ramos og Wenjian Liu, voru skotnir til bana í Brooklyn-hverfinu í gærkvöldi. Árásarmaðurinn svipti sig lífi skömmu síðar. 21. desember 2014 10:03 Barack Obama fordæmdi morð á lögreglumönnum Tveir lögreglumenn í New York voru myrtir á laugardagskvöld. Málið vekur óhug vestra. Obama forseti segir að lögreglumenn, sem hætti lífinu fyrir öryggi borgaranna, eigi að njóta virðingar hjá almenningi í hvívetna. 22. desember 2014 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. Lögreglumennirnir voru skotnir fyrirvaralaust þar sem þeir sátu í bifreið sinni á vakt í New York. Byssumaðurinn svipti sig lífi skömmu síðar. „Þetta er versti dagur í lífi mínu,“ sagði Jaden Ramos, þrettán ára sonur Rafael Ramos sem var drepinn á laugardaginn. „Í dag þurfti ég að kveðja föður minn. Hann var til staðar fyrir mig hvern einasta dag og betri föður er ekki hægt að biðja um. Það er skelfilegt að maður sé skotinn fyrir það eitt að klæðast lögreglubúning. Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp. Ég mun alltaf elska þig pabbi og aldrei gleyma þér. Hvíldu í friði.“ Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi morðin á lögreglumönnunum. „Lögreglumenn sem þjóna og vernda samfélag okkar stefna sér í hættu fyrir okkur á hverjum einasta degi og verðskulda virðingu okkar og þakklæti,“ sagði Obama.William J. Bratton ,lögreglustjórinn í New York, segir að lögreglumennirnir hafi verið teknir af lífi. Hér sést Bratton með Bill de Blasio borgarstjóra á blaðamannafundi.Vísir/AFPValdir vegna einkennisbúninganna Byssumaðurinn heitir Ismaaiyl Brinsley og er 28 ára gamall. Hann hafði birt skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann hygðist myrða lögreglumenn í hefndarskyni fyrir Eric Garner, svartan mann sem féll þegar lögreglumenn reyndu að handtaka hann fyrir að selja sígarettur í New York. Fyrr í mánuðinum ákvað dómstóll að ekki yrðu gefnar út ákærur vegna mannsins. Í nóvember ákvað dómstóll einnig að ekki yrðu gefnar út ákærur á hendur hvítum lögreglumanni sem skaut Michael Brown, óvopnaðan 18 ára ungling, til bana í Ferguson í Missouri. Bill Bratton, lögreglustjóri í New York, sagði í yfirlýsingu vegna atviksins að mennirnir hefðu verið skotnir fyrirvaralaust. „Þeir voru einfaldlega teknir af lífi. Þeir voru valdir vegna einkennisbúninganna þeirra og vegna þess að þeir kusu að gegna því hlutverki að halda borginni öruggri,“ sagði Bratton. Eftir að hafa myrt lögreglumennina hljóp byssumaðurinn að neðanjarðarlestarstöð þar sem hann svipti sig lífi. Lögreglustjórinn segir að áður en Brinsely myrti lögreglumennina hafi hann ráðist að fyrrverandi unnustu sinni í Baltimore og sært hana. Bill de Blasio, borgarstjóri í New York, hvatti alla þá sem sjá einhvers konar hótanir á samfélagsmiðlunum til þess að tilkynna slíkar hótanir til lögreglu. Lögreglumenn voru síðast myrtir í New York árið 2011. Post by Jaden Ramos.
Tengdar fréttir Tveir lögreglumenn skotnir til bana í New York Lögregluþjónarnir tveir, Rafael Ramos og Wenjian Liu, voru skotnir til bana í Brooklyn-hverfinu í gærkvöldi. Árásarmaðurinn svipti sig lífi skömmu síðar. 21. desember 2014 10:03 Barack Obama fordæmdi morð á lögreglumönnum Tveir lögreglumenn í New York voru myrtir á laugardagskvöld. Málið vekur óhug vestra. Obama forseti segir að lögreglumenn, sem hætti lífinu fyrir öryggi borgaranna, eigi að njóta virðingar hjá almenningi í hvívetna. 22. desember 2014 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Tveir lögreglumenn skotnir til bana í New York Lögregluþjónarnir tveir, Rafael Ramos og Wenjian Liu, voru skotnir til bana í Brooklyn-hverfinu í gærkvöldi. Árásarmaðurinn svipti sig lífi skömmu síðar. 21. desember 2014 10:03
Barack Obama fordæmdi morð á lögreglumönnum Tveir lögreglumenn í New York voru myrtir á laugardagskvöld. Málið vekur óhug vestra. Obama forseti segir að lögreglumenn, sem hætti lífinu fyrir öryggi borgaranna, eigi að njóta virðingar hjá almenningi í hvívetna. 22. desember 2014 07:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna