Erlent

Tveir lögreglumenn skotnir til bana í New York

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregluþjónarnir tveir, Rafael Ramos og Wenjian Liu, voru skotnir af stuttu færi þar sem sátu í lögreglubíl.
Lögregluþjónarnir tveir, Rafael Ramos og Wenjian Liu, voru skotnir af stuttu færi þar sem sátu í lögreglubíl. Vísir/AP
Tveir lögreglumenn voru skotnir til bana í Brooklyn-hverfinu í New York í gærkvöldi. Árásarmaðurinn svipti sig lífi skömmu síðar.

Talið er að morðin tengist vaxandi óánægju á meðal almennings í Bandaríkjunum með störf lögreglunnar, sérstaklega á meðal blökkufólks.

Lögregluþjónarnir tveir, Rafael Ramos og Wenjian Liu, voru skotnir af stuttu færi þar sem sátu í lögreglubíl. Talið er að morðinginn, Ismaaiyl Brinsley,  hafa gengið upp að bílnum og hafið skothríð án þess að segja orð.

Morðinginn hafði skömmu áður skotið og sært fyrrverandi kærustu sína í borginni Baltimore. Hann setti í kjölfarið mynd af sér með skammbyssu á samfélagsmiðilinn Instagram með þeim orðum að þetta væri hans hinsta kveðja. Hann hafði áður á sama stað hótað að skjóta lögregluþjóna.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi í morgun árásina. Hann sagði að þeir sem hætti lífi sínu á hverjum degi til að vernda samborgara sína eigið skilið þakklæti og virðingu.

Af vettvangi.Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×