Skoski framherjinn Steven Lennon er á leið í FH en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Þetta staðfestir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, við fréttastofu.
Lennon kemur til landsins á morgun og verður orðinn löglegur fyrir leik FH gegn Fylki í Pepsi-deildinni á sunnudaginn. Enn fremur má hann taka þátt í leikjum FH gegn Elfsborg í 3. umferð Evrópudeildarinnar.
Lennon opinberaði í viðtali í gær að hann væri óánægður hjá Sandnes Ulf og að FH og KR hefðu verið að spyrjast fyrir um stöðuna á honum. Var honum ítrekað leikið út á kantinum þrátt fyrir að honum hefði verið lofuð staða í fremstu víglínu.
FH hefur því leyst framherjavandræði sín tímabundið en félagið seldi Kristján Gauta Emilsson til NEC Nijmegen á dögunum og þá fór Albert Brynjar Ingason á láni til Fylkis.
Lennon lék í tvö ár með Fram á sínum tíma 16 mörk í 43 leikjum í deild og bikar áður en hann var seldur til Sandnes Ulf síðasta sumar.
Steven Lennon gerði þriggja ára samning við FH
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið




„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn




Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn
