Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndband: ÍBV - Valur 2-2 Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 9. júní 2014 13:00 Eyjamenn fengu í dag sitt fyrsta stig á heimavelli þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Valsmenn í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. Gunnar Gunnarsson tryggði Valsmönnum jafntefli í uppbótartíma en öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik en heimamenn komust yfir með tveimur mörkum á stuttum tíma undir lok leiksins. Fyrri hálfleikurinn var eins leiðinlegur og þeir gerast en Eyjamenn léku undan vindi og náðu ekki að nýta sér kosti þess en þeir reyndu mikið að koma boltanum á Jonathan Glenn sem lék á toppnum í 4-3-3 leikkerfi þeirra. Valsmenn náðu þá að loka á langskot Eyjamanna og vörðust hornspyrnum þeirra vel, að undanskilinni einni þar sem að heimamenn fengu besta færi fyrri hálfleiks þegar að Eiður Aron Sigurbjörnsson virðist hafa hitt boltann illa í markteignum og náði Fjalar Þorgeirsson markmaður Vals að verja skotið. Mikil bleyta var á vellinum og líklega erfitt fyrir leikmenn að spila en völlurinn er þó í frábæru standi og hefur komið vel undan vetri og vori. Valsarar léku betur en Eyjamenn í byrjun seinni hálfleiks en þeir héldu boltanum mun betur en Eyjamenn sem treystu meira á langar sendingar upp völlinn á meðan að Valsmenn vildu halda boltanum innan liðsins og byggja upp sóknir frá grunni. Sóknaraðgerðir Valsmanna báru árangur þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik þegar að miðvörðurinn Magnús Már Lúðvíksson stýrði fyrirgjöf Hauks Páls Sigurðssonar í markið af mjög stuttu færi. Lítið var að ganga upp hjá Eyjamönnum sem bjuggu sér ekki til mikið af færum, þá skipti Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari þeirra tveimur leikmönnum inn á völlinn og annar þeirra átti eftir að koma mikið við sögu á lokamínútunum. Atli Fannar Jónsson kom af bekknum þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum og átti þátt í báðum mörkum Eyjamanna sem jöfnuðu leikinn á 82. mínútu þegar að Matt Garner stýrði boltanum í netið af mikilli yfirvegun. Atli átti svo góðan sprett eftir eina af löngu sendingum Eyjamanna upp völlinn en hann sneri af sér Mads Nielsen og lagði boltann á Jonathan Glenn sem gat ekki annað en skorað úr markteignum. Eyjamenn virtust ætla að sigla stigunum í hús og sást mikil gleði á andlitum beggja þjálfara liðsins en undir lokin gerðu Eyjamenn enn og aftur mistök í að dekka leikmenn í teig sínum eftir föst leikatriði og skoraði Gunnar Gunnarsson jöfnunarmark Valsara eins og áður segir í uppbótartíma leiksins. Þetta þýðir að Eyjamenn eru enn sigurlausir á botni deildarinnar en Valsmenn lyfta sér tímabundið í annað sætið með 12 stig.Sigurður: Líður eins og við höfum tapað „Þetta er þriðji leikurinn sem við erum að fá á okkur mark í uppbótartíma og við erum að tapa stigum í þeim öllum og það er mjög dýrt, við getum engum nema sjálfum okkur um kennt,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Eyjamanna, eftir jafntefli gegn Val á heimavelli í kvöld. „Við sýndum frábæran karakter í seinni hálfleik, eftir að við vorum búnir að lenda undir. Við komum til baka, jöfnum leikinn og komumst yfir en náum ekki að landa sigri, því miður.“ „Við gerðum jafntefli saman, mér líður samt sem áður eins og við höfum tapað þessum leik,“ sagði Sigurður en hann var augljóslega svekktur að tapa tveimur stigum á síðustu mínútunni. „Við höfum spilað vel í undanförnum leikjum en höfum verið óheppnir. Við höfum misst leikmenn útaf í tveimur leikjum með rautt spjald og höfum þrisvar sinnum fengið á okkur mark í uppbótartíma og auðvitað telur þetta. Ef við hefðum fengið þessi stig værum við ofar í töflunni.“ Atli Fannar Jónsson kom inn af bekk Eyjamanna þegar að rúmar fimmtán mínútur voru eftir en hann átti stóran þátt í báðum mörkum þeirra. „Hann átti mjög góða innkomu í dag, hann er efnilegur senter og hefur verið að fá mínútur í sumar og einnig verið í byrjunarliðinu.“Magnús: Stefnum á toppbaráttu „Heilt yfir er ég ekki sáttur, við vorum yfir þegar það var lítið eftir af leiknum og þá er maður auðvitað svekktur að missa stigin. Úr því sem komið var, við lentum undir og lítið eftir þá get ég ekki verið annað en sáttur með jafnteflið,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Valsmanna, eftir jafntefli á Hásteinsvelli í dag. Magnús Gylfason þjálfaði Eyjamenn fyrir tveimur árum og sneri því aftur á sinn gamla heimavöll en hann hirti öll stigin með Valsliðinu hér í fyrra. „Eyjaliðið er fínt lið, þeir eru búnir að vera óheppnir eða einbeitingaleysi í lok leikja sem hafa kostað þá stig. Þeir þurfa að fara að hafa trú á því sem þeir eru að gera.“ „Okkur hefur gengið ágætlega, mér hefur fundist við spila vel í öllum leikjum sem við höfum spilað. Ég hefði viljað fá fleiri stig úr nokkrum leikjum og meðal annars í dag. Við stefnum á toppbaráttu, allavega þetta umtalaða Evrópusæti.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Fleiri fréttir Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Sjá meira
Eyjamenn fengu í dag sitt fyrsta stig á heimavelli þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Valsmenn í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. Gunnar Gunnarsson tryggði Valsmönnum jafntefli í uppbótartíma en öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik en heimamenn komust yfir með tveimur mörkum á stuttum tíma undir lok leiksins. Fyrri hálfleikurinn var eins leiðinlegur og þeir gerast en Eyjamenn léku undan vindi og náðu ekki að nýta sér kosti þess en þeir reyndu mikið að koma boltanum á Jonathan Glenn sem lék á toppnum í 4-3-3 leikkerfi þeirra. Valsmenn náðu þá að loka á langskot Eyjamanna og vörðust hornspyrnum þeirra vel, að undanskilinni einni þar sem að heimamenn fengu besta færi fyrri hálfleiks þegar að Eiður Aron Sigurbjörnsson virðist hafa hitt boltann illa í markteignum og náði Fjalar Þorgeirsson markmaður Vals að verja skotið. Mikil bleyta var á vellinum og líklega erfitt fyrir leikmenn að spila en völlurinn er þó í frábæru standi og hefur komið vel undan vetri og vori. Valsarar léku betur en Eyjamenn í byrjun seinni hálfleiks en þeir héldu boltanum mun betur en Eyjamenn sem treystu meira á langar sendingar upp völlinn á meðan að Valsmenn vildu halda boltanum innan liðsins og byggja upp sóknir frá grunni. Sóknaraðgerðir Valsmanna báru árangur þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik þegar að miðvörðurinn Magnús Már Lúðvíksson stýrði fyrirgjöf Hauks Páls Sigurðssonar í markið af mjög stuttu færi. Lítið var að ganga upp hjá Eyjamönnum sem bjuggu sér ekki til mikið af færum, þá skipti Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari þeirra tveimur leikmönnum inn á völlinn og annar þeirra átti eftir að koma mikið við sögu á lokamínútunum. Atli Fannar Jónsson kom af bekknum þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum og átti þátt í báðum mörkum Eyjamanna sem jöfnuðu leikinn á 82. mínútu þegar að Matt Garner stýrði boltanum í netið af mikilli yfirvegun. Atli átti svo góðan sprett eftir eina af löngu sendingum Eyjamanna upp völlinn en hann sneri af sér Mads Nielsen og lagði boltann á Jonathan Glenn sem gat ekki annað en skorað úr markteignum. Eyjamenn virtust ætla að sigla stigunum í hús og sást mikil gleði á andlitum beggja þjálfara liðsins en undir lokin gerðu Eyjamenn enn og aftur mistök í að dekka leikmenn í teig sínum eftir föst leikatriði og skoraði Gunnar Gunnarsson jöfnunarmark Valsara eins og áður segir í uppbótartíma leiksins. Þetta þýðir að Eyjamenn eru enn sigurlausir á botni deildarinnar en Valsmenn lyfta sér tímabundið í annað sætið með 12 stig.Sigurður: Líður eins og við höfum tapað „Þetta er þriðji leikurinn sem við erum að fá á okkur mark í uppbótartíma og við erum að tapa stigum í þeim öllum og það er mjög dýrt, við getum engum nema sjálfum okkur um kennt,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Eyjamanna, eftir jafntefli gegn Val á heimavelli í kvöld. „Við sýndum frábæran karakter í seinni hálfleik, eftir að við vorum búnir að lenda undir. Við komum til baka, jöfnum leikinn og komumst yfir en náum ekki að landa sigri, því miður.“ „Við gerðum jafntefli saman, mér líður samt sem áður eins og við höfum tapað þessum leik,“ sagði Sigurður en hann var augljóslega svekktur að tapa tveimur stigum á síðustu mínútunni. „Við höfum spilað vel í undanförnum leikjum en höfum verið óheppnir. Við höfum misst leikmenn útaf í tveimur leikjum með rautt spjald og höfum þrisvar sinnum fengið á okkur mark í uppbótartíma og auðvitað telur þetta. Ef við hefðum fengið þessi stig værum við ofar í töflunni.“ Atli Fannar Jónsson kom inn af bekk Eyjamanna þegar að rúmar fimmtán mínútur voru eftir en hann átti stóran þátt í báðum mörkum þeirra. „Hann átti mjög góða innkomu í dag, hann er efnilegur senter og hefur verið að fá mínútur í sumar og einnig verið í byrjunarliðinu.“Magnús: Stefnum á toppbaráttu „Heilt yfir er ég ekki sáttur, við vorum yfir þegar það var lítið eftir af leiknum og þá er maður auðvitað svekktur að missa stigin. Úr því sem komið var, við lentum undir og lítið eftir þá get ég ekki verið annað en sáttur með jafnteflið,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Valsmanna, eftir jafntefli á Hásteinsvelli í dag. Magnús Gylfason þjálfaði Eyjamenn fyrir tveimur árum og sneri því aftur á sinn gamla heimavöll en hann hirti öll stigin með Valsliðinu hér í fyrra. „Eyjaliðið er fínt lið, þeir eru búnir að vera óheppnir eða einbeitingaleysi í lok leikja sem hafa kostað þá stig. Þeir þurfa að fara að hafa trú á því sem þeir eru að gera.“ „Okkur hefur gengið ágætlega, mér hefur fundist við spila vel í öllum leikjum sem við höfum spilað. Ég hefði viljað fá fleiri stig úr nokkrum leikjum og meðal annars í dag. Við stefnum á toppbaráttu, allavega þetta umtalaða Evrópusæti.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Fleiri fréttir Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Sjá meira
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn