„Við stöndum þétt að baki Bjarna“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júlí 2014 16:09 Vísir/Daníel Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir enga örvæntingu ríkja í herbúðum félagsins þrátt fyrir slæmt gengi liðsins í Pepsi-deild karla að undanförnu. Fram er komið í neðsta sæti Pepsi-deildar karla eftir 2-0 tap fyrir ÍBV í gær og hefur nú tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. Miklar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum fyrir leiktíðina og nýr þjálfari ráðinn. Bjarni Guðjónsson tók við sínu fyrsta þjálfarastarfi á ferlinum og var falið það verkefni að byggja upp nýtt lið, að stærstum hluta með ungum leikmönnum með litla reynslu úr efstu deild. „Þegar við fórum af stað með þessa vinnu í haust var ákveðið að gera breytingar. Ákveðið var að lækka launakostnað og byggja liðið upp með ungum strákum, fyrst og fremst,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi í dag. „Öll uppbygging breyttist hjá okkur og við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að þetta yrði erfitt. Að það yrði brekka og við erum í brekku núna. Við förum samt ekki á taugum vegna þess,“ bætir Sverrir við.Leikmenn Fram fagna marki í sumar.Vísir/ValliHann segir að leikmenn liðsins öðlist nú dýrmæta reynslu í efstu deild, enda hafi þeir komið til Fram til að spila leiki í Pepsi-deild karla. „Það er engin örvænting hjá okkur. Við stöndum þétt að baki þjálfara okkar og ekki síst leikmönnunum sjálfum,“ segir Sverrir og bætir við að liðið ætli sér ekki að „koma með neinar reddingar“ af leikmannamarkaðnum. „Það er ekkert sérstakt sem við erum að skoða á leikmannamarkaðnum. Okkur hefur gengið illa að skora en Guðmundur Steinn [Hafsteinsson] hefur lítið spilað vegna meiðsla og er að verða tilbúinn aftur. Hann kemur fljótlega inn í liðið.“Ögmundur Kristinsson var lykilmaður í liði Fram áður en hann hélt til Randers í Danmörku.Vísir/DaníelÖgmundur Kristinsson yfirgaf herbúðir Fram á dögunum en Sverrir segir að það sé ekki endilega á dagskránni að fá nýjan markvörð. „Hörður Fannar [Björgvinsson] er nú orðinn okkar aðalmarkvörður þó svo að hann sé ungur að árum og fái tækifærið fyrr en áætlað var. Hann hefur staðið sig frábærlega,“ segir Sverrir og segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Frederik Schram, markvörður U-21 liðs Íslands, sé á leið til félagsins. Sverrir ítrekar að hafist hafi verið handa við að byggja upp nýtt lið í haust og að ekki verði breytt um stefnu nú. „Það getur kostað dýfur - hvort sem það þýðir að við munum falla eða ekki. Við ætlum okkur að byggja upp gott lið og hugsa til framtíðar.“ „Þetta kostar baráttu og vinnu. Allir verða að standa saman í félaginu og það er styrkur Fram að menn standa saman þegar á reynir. Auðvitað eru óánægjuraddir inn á milli eins og gengur að gerist en við munum ekki hvika frá okkar stefnu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgólfur hættur hjá Fram Fram hefur sagt upp samningi Björgólfs Takefusa við félagið og tekur uppsögnin gildi nú þegar. Honum var tilkynnt þetta á fundi með formanni félagsins, Sverri Einarssyni, í dag. 15. júlí 2014 15:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 2-0 | ÍBV á hraðferð upp töfluna ÍBV skaust í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fram á Hásteinsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. 20. júlí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fram 2-0 | Fyrsti heimasigur Fylkis Umdeild vítaspyrna og sjálfsmark tryggði Fylki dýrmæt stig í botnslagnum gegn Fram. 14. júlí 2014 14:48 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Keflavík 1-3 | Öruggt í Laugardalnum Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins eftir öruggan sigur á Fram í Laugardalnum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01 Bjarni: Ætla að fá markvörð Framarar ætla að fá sér markvörð í samkeppni við Hörð Fannar. 17. júlí 2014 16:45 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir enga örvæntingu ríkja í herbúðum félagsins þrátt fyrir slæmt gengi liðsins í Pepsi-deild karla að undanförnu. Fram er komið í neðsta sæti Pepsi-deildar karla eftir 2-0 tap fyrir ÍBV í gær og hefur nú tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. Miklar breytingar voru gerðar á leikmannahópnum fyrir leiktíðina og nýr þjálfari ráðinn. Bjarni Guðjónsson tók við sínu fyrsta þjálfarastarfi á ferlinum og var falið það verkefni að byggja upp nýtt lið, að stærstum hluta með ungum leikmönnum með litla reynslu úr efstu deild. „Þegar við fórum af stað með þessa vinnu í haust var ákveðið að gera breytingar. Ákveðið var að lækka launakostnað og byggja liðið upp með ungum strákum, fyrst og fremst,“ sagði Sverrir í samtali við Vísi í dag. „Öll uppbygging breyttist hjá okkur og við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að þetta yrði erfitt. Að það yrði brekka og við erum í brekku núna. Við förum samt ekki á taugum vegna þess,“ bætir Sverrir við.Leikmenn Fram fagna marki í sumar.Vísir/ValliHann segir að leikmenn liðsins öðlist nú dýrmæta reynslu í efstu deild, enda hafi þeir komið til Fram til að spila leiki í Pepsi-deild karla. „Það er engin örvænting hjá okkur. Við stöndum þétt að baki þjálfara okkar og ekki síst leikmönnunum sjálfum,“ segir Sverrir og bætir við að liðið ætli sér ekki að „koma með neinar reddingar“ af leikmannamarkaðnum. „Það er ekkert sérstakt sem við erum að skoða á leikmannamarkaðnum. Okkur hefur gengið illa að skora en Guðmundur Steinn [Hafsteinsson] hefur lítið spilað vegna meiðsla og er að verða tilbúinn aftur. Hann kemur fljótlega inn í liðið.“Ögmundur Kristinsson var lykilmaður í liði Fram áður en hann hélt til Randers í Danmörku.Vísir/DaníelÖgmundur Kristinsson yfirgaf herbúðir Fram á dögunum en Sverrir segir að það sé ekki endilega á dagskránni að fá nýjan markvörð. „Hörður Fannar [Björgvinsson] er nú orðinn okkar aðalmarkvörður þó svo að hann sé ungur að árum og fái tækifærið fyrr en áætlað var. Hann hefur staðið sig frábærlega,“ segir Sverrir og segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Frederik Schram, markvörður U-21 liðs Íslands, sé á leið til félagsins. Sverrir ítrekar að hafist hafi verið handa við að byggja upp nýtt lið í haust og að ekki verði breytt um stefnu nú. „Það getur kostað dýfur - hvort sem það þýðir að við munum falla eða ekki. Við ætlum okkur að byggja upp gott lið og hugsa til framtíðar.“ „Þetta kostar baráttu og vinnu. Allir verða að standa saman í félaginu og það er styrkur Fram að menn standa saman þegar á reynir. Auðvitað eru óánægjuraddir inn á milli eins og gengur að gerist en við munum ekki hvika frá okkar stefnu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgólfur hættur hjá Fram Fram hefur sagt upp samningi Björgólfs Takefusa við félagið og tekur uppsögnin gildi nú þegar. Honum var tilkynnt þetta á fundi með formanni félagsins, Sverri Einarssyni, í dag. 15. júlí 2014 15:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 2-0 | ÍBV á hraðferð upp töfluna ÍBV skaust í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fram á Hásteinsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. 20. júlí 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fram 2-0 | Fyrsti heimasigur Fylkis Umdeild vítaspyrna og sjálfsmark tryggði Fylki dýrmæt stig í botnslagnum gegn Fram. 14. júlí 2014 14:48 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Keflavík 1-3 | Öruggt í Laugardalnum Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins eftir öruggan sigur á Fram í Laugardalnum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01 Bjarni: Ætla að fá markvörð Framarar ætla að fá sér markvörð í samkeppni við Hörð Fannar. 17. júlí 2014 16:45 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Björgólfur hættur hjá Fram Fram hefur sagt upp samningi Björgólfs Takefusa við félagið og tekur uppsögnin gildi nú þegar. Honum var tilkynnt þetta á fundi með formanni félagsins, Sverri Einarssyni, í dag. 15. júlí 2014 15:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 2-0 | ÍBV á hraðferð upp töfluna ÍBV skaust í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fram á Hásteinsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. 20. júlí 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fram 2-0 | Fyrsti heimasigur Fylkis Umdeild vítaspyrna og sjálfsmark tryggði Fylki dýrmæt stig í botnslagnum gegn Fram. 14. júlí 2014 14:48
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Keflavík 1-3 | Öruggt í Laugardalnum Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins eftir öruggan sigur á Fram í Laugardalnum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01
Bjarni: Ætla að fá markvörð Framarar ætla að fá sér markvörð í samkeppni við Hörð Fannar. 17. júlí 2014 16:45