Íslenski boltinn

Bjarni: Ætla að fá markvörð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson. vísir/daníel
„Ég ætla að ná mér í markvörð,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, í samtali við Vísi, en Framarar misstu aðalmarkvörðinn sinn ÖgmundKristinsson í vikunni.

Ögmundur samdi við danska úrvalsdeildarliðið Randers til eins árs, en hinn 17 ára gamli Hörður Fannar Björgvinsson stóð í markinu gegn Fylki í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar.

Hörður stóð sig vel, þrátt fyrir að fá á sig tvö mörk, en hann spilaði einnig á móti Keflavík á dögunum. Hörður fær tækifæri til að halda stöðu sinni.

„Á meðan Ögmundur var hafði hann nokkuð fast sæti í liðinu, en nú fáum við bara einhvern sem keppir við Hörð um stöðuna. Hörður stóð sig frábærlega á móti Fylki og Keflavík líka. Það er mikið í þennan strák spunnið og hann er líka drengur góður,“ segir Bjarni.

FrederikSchram, annar markvarða U21 árs liðs Íslands, er á meðal þeirra sem koma til greina hjá Fram, en líklega verður leitað innanlands. Frederik er á mála hjá OB í Danmörku.

„Við erum búnir að skoða hann meðal annars og ég hef rætt við hann.. Það eru samt ýmsir vinklar á því máli þannig við leitum eflaust eitthvað hérna heima,“ segir Bjarni Guðjónsson.

Uppfært 17.25: Samkvæmt heimildum Vísis er Denis Cardaklija mættur á æfingu með Frömurum í Safamýri. Denis yfirgaf Fram eftir síðustu leiktíð en virðist ætla að taka fram hanskana á ný en hann hefur ekki leikið leik með Fram frá því í mars á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×