Umfjöllun og viðtöl: Fram - Keflavík 1-3 | Öruggt í Laugardalnum Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júlí 2014 00:01 Vísir/Valli Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins með sigri á Fram á Laugardalsvelli eftir auðveldan sigur á Fram í kvöld. Hörður Sveinsson skoraði frábært mark í fyrri hálfleik og Sindri Snær Magnússon og Magnús Þórir Matthíasson bættu við mörkum í síðari hálfleik. Björgólfur Takefusa skoraði sárabótarmark í uppbótartíma fyrir Framara. Gestirnir úr Keflavík voru sterkari aðilinn og verðskulduðu sigurinn fyllilega. Sóknarleikurinn hjá Fram var bitlaus og margar sóknir þeirra strönduðu á slökum sendingum á síðasta þriðjungnum.Ögmundur Kristinsson var ekki í marki Fram sem var mikil blóðtaka fyrir heimamenn. Í hans stað kom Hörður Fannar Björgvinsson í markið, en Hörður er fæddur árið 1997. Leikurinn byrjaði afar rólega, en bæði liðin fengu nokkur ágætis skotfæri fyrir utan teiginn sem þau náðu ekki að gera nægilega vel úr. Viktor Bjarki Arnarsson var mikið í boltanum og átti nokkur skot sem fóru þau flest framhjá eða beint í fangið á Sandqvist, en Framarar byrjuðu leikinn betur og sköpuðu sér tvö til þrjú hálf færi. Fyrsta markið kom eftir frábæra sókn. Glæsileg spilamennska sem endaði með því að Hörður stóð einn á auðum sjó í teignum og þakkaði pent fyrir sig og lagði boltann í netið. Glæsileg sókn og Keflvíkingar voru með 1-0 forystu í hálfleik. Sóknarleikurinn Framara var afar bitlaus í fyrri hálfleik. Arnþór Ari Atlason spilaði út á vinstri kantinum, en komst engan veginn í takt við leikinn og kom mikið inná miðjuna til þess að reyna sækja boltann. Alexander Már Þorláksson komst heldur ekki í takt við leikinn og var algjörlega týndur í fyrri hálfleik. Framarar þurftu að gera mun betur ætlaði liðið sér að komast í undanúrslit Borgunarbikarsins. Framarar virtust aðeins vera vakna í upphafi síðari hálfleiks, en þá Keflvíkingar aftur í og náðu aftur tökum á leiknum. Sóknarleikur Framara var ekki heldur upp á marga fiska í síðari hálfleik og þeir Haukur Baldvinsson og Alexander Már voru teknir af velli eftir að Sindri Snær hafi komið Keflvíkingum í 2-0. Ekki skánaði svo ástandið þegar Magnús Þórir kom Keflvíkingum í 3-0 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá var einfaldlega leik lokið. Varamennirnir Hafþór Mar Aðalgeirsson og Ásgeir Marteinsson blésu smá lífi í sóknarleik Framara, en það var allt, allt of seint. Þriðji varamaðurinn, Björgólfur Takefusa, náði sárabótarmarki í uppbótartíma fyrir Framara. Eins og fyrr segir var sóknarleikur Framara afar bitlaus á meðan gestirnir voru ákveðnir, áræðnir og það skilaði þremur góðum mörkum. Elías Már Ómarsson lék á alls oddi og var besti maður vallarins. Sindri Snær átti einnig mjög góðan leik á miðjunni en hann hefur spilað mjög vel í ár. Keflavík er því komið í undanúrslit Borgunarbikarsins í ár, en Framarar sitja eftir með sárt ennið. Magnús Þórir: Hljótið að sjá að þetta var skot„Spilamennskan var töluvert betri en á móti ÍBV. Við áttum okkar lélegasta leik í sumar á móti ÍBV og við vorum staðráðnir í að gera betur og það tókst," sagði markaskorarinn Magnús Þórir Matthíasson, leikmaður Keflavíkur, í leikslok. „Við þurftum að þétta vörnina betur og við vorum að gefa of mörg færi á okkur gegn ÍBV. Við erum góðir í að sækja hratt og það var uppleggið," Magnús viðurkenndi að fyrsta markið hafi komið beint af æfingasvæðinu. „Beint af æfingasvæðinu eða ekki. Bakverðirnir eiga að fara upp og þetta lukkaðist svona helvíti vel." Magnús Þórir skoraði fyrsta mark Keflavíkur með hörkuskoti af endalínunni og segir Magnús að þetta hafi verið skot. „Þetta var alltaf skot, þið hljótið að hafa séð það. Hann ætlaði að éta fyrirgjöfina þannig ég henti honum á nær," sagði Magnús glottandi og segist ekki eiga neinn draumamótherja í undanúrslitunum. „Eru ekki allir leikir í undanúrslitum erfiðir? Við viljum fá heimaleik, það skiptir engu máli hverjum við mætum. Það er örugglega hrikalega gaman að spila úrslitaleik hérna á Laugardalsvellinum. Ég hef aldrei gert það, en ég var gutti þegar Keflavík fór í úrslit 2004 og 2006 þannig maður er gríðarlega spenntur fyrir þessu," sagði Magnús Þórir í leikslok. „Það voru nokkrir hlutir sem klikkuðu. Mér fannst við fá á okkur þrjú nokkur ódýr mörk og það er erfitt að koma til baka úr því," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, við fjölmiðla í leikslok. „Mér fannst við vera sterkari, bæði áður en og eftir að þeir skoruðu. Við fengum tvö fín færi í fyrri hálfleik til að skora, en nýttum þau ekki og ekki heldur í síðari hálfleik. Það skiptir hinsvegar ekki ekki máli í bikarnum hversu stórt þú tapar og við þurftum að reyna jafna metin." „Mörk eru yfirleitt klaufanlegt. Fyrsta markið hjá Keflavík var vel spilað hjá þeim. Þeir opnuðu vörnina okkar vel, en hin tvö mörkin eru klaufaleg af okkar hálfu." Hörður Fannar Björgvinsson var í marki Framarar í dag, en hann stóð sig ágætlega fyrir utan þriðja mark Keflvíkinga sem hann getur algjörlega tekið á sig. „Hörður er ungur og efnilegur og sýndi það í dag. Það var smá klaufagangur í þriðja markinu, en úr því sem komið var hafði það lítil áhrif á leikinn." Bjarni var nokkuð brattur fyrir Evrópuverkefnið en Fram þarf að vinna upp eins marks forskot gegn Nömme Kalju ytra. „Við getum snúið við dæminu ef við spilum vel. Við fundum það í leiknum sem var hér heima að við eigum séns, en ef við erum ekki í lagi þá vinnum við ekki neinn einasta leik. Við þurfum að koma þessu aftur fyrir okkur og fókusa á leikinn á fimmtudaginn. Við þurfum að koma heim með sigur þaðan," sagði Bjarni Guðjónsson að lokum. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins með sigri á Fram á Laugardalsvelli eftir auðveldan sigur á Fram í kvöld. Hörður Sveinsson skoraði frábært mark í fyrri hálfleik og Sindri Snær Magnússon og Magnús Þórir Matthíasson bættu við mörkum í síðari hálfleik. Björgólfur Takefusa skoraði sárabótarmark í uppbótartíma fyrir Framara. Gestirnir úr Keflavík voru sterkari aðilinn og verðskulduðu sigurinn fyllilega. Sóknarleikurinn hjá Fram var bitlaus og margar sóknir þeirra strönduðu á slökum sendingum á síðasta þriðjungnum.Ögmundur Kristinsson var ekki í marki Fram sem var mikil blóðtaka fyrir heimamenn. Í hans stað kom Hörður Fannar Björgvinsson í markið, en Hörður er fæddur árið 1997. Leikurinn byrjaði afar rólega, en bæði liðin fengu nokkur ágætis skotfæri fyrir utan teiginn sem þau náðu ekki að gera nægilega vel úr. Viktor Bjarki Arnarsson var mikið í boltanum og átti nokkur skot sem fóru þau flest framhjá eða beint í fangið á Sandqvist, en Framarar byrjuðu leikinn betur og sköpuðu sér tvö til þrjú hálf færi. Fyrsta markið kom eftir frábæra sókn. Glæsileg spilamennska sem endaði með því að Hörður stóð einn á auðum sjó í teignum og þakkaði pent fyrir sig og lagði boltann í netið. Glæsileg sókn og Keflvíkingar voru með 1-0 forystu í hálfleik. Sóknarleikurinn Framara var afar bitlaus í fyrri hálfleik. Arnþór Ari Atlason spilaði út á vinstri kantinum, en komst engan veginn í takt við leikinn og kom mikið inná miðjuna til þess að reyna sækja boltann. Alexander Már Þorláksson komst heldur ekki í takt við leikinn og var algjörlega týndur í fyrri hálfleik. Framarar þurftu að gera mun betur ætlaði liðið sér að komast í undanúrslit Borgunarbikarsins. Framarar virtust aðeins vera vakna í upphafi síðari hálfleiks, en þá Keflvíkingar aftur í og náðu aftur tökum á leiknum. Sóknarleikur Framara var ekki heldur upp á marga fiska í síðari hálfleik og þeir Haukur Baldvinsson og Alexander Már voru teknir af velli eftir að Sindri Snær hafi komið Keflvíkingum í 2-0. Ekki skánaði svo ástandið þegar Magnús Þórir kom Keflvíkingum í 3-0 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá var einfaldlega leik lokið. Varamennirnir Hafþór Mar Aðalgeirsson og Ásgeir Marteinsson blésu smá lífi í sóknarleik Framara, en það var allt, allt of seint. Þriðji varamaðurinn, Björgólfur Takefusa, náði sárabótarmarki í uppbótartíma fyrir Framara. Eins og fyrr segir var sóknarleikur Framara afar bitlaus á meðan gestirnir voru ákveðnir, áræðnir og það skilaði þremur góðum mörkum. Elías Már Ómarsson lék á alls oddi og var besti maður vallarins. Sindri Snær átti einnig mjög góðan leik á miðjunni en hann hefur spilað mjög vel í ár. Keflavík er því komið í undanúrslit Borgunarbikarsins í ár, en Framarar sitja eftir með sárt ennið. Magnús Þórir: Hljótið að sjá að þetta var skot„Spilamennskan var töluvert betri en á móti ÍBV. Við áttum okkar lélegasta leik í sumar á móti ÍBV og við vorum staðráðnir í að gera betur og það tókst," sagði markaskorarinn Magnús Þórir Matthíasson, leikmaður Keflavíkur, í leikslok. „Við þurftum að þétta vörnina betur og við vorum að gefa of mörg færi á okkur gegn ÍBV. Við erum góðir í að sækja hratt og það var uppleggið," Magnús viðurkenndi að fyrsta markið hafi komið beint af æfingasvæðinu. „Beint af æfingasvæðinu eða ekki. Bakverðirnir eiga að fara upp og þetta lukkaðist svona helvíti vel." Magnús Þórir skoraði fyrsta mark Keflavíkur með hörkuskoti af endalínunni og segir Magnús að þetta hafi verið skot. „Þetta var alltaf skot, þið hljótið að hafa séð það. Hann ætlaði að éta fyrirgjöfina þannig ég henti honum á nær," sagði Magnús glottandi og segist ekki eiga neinn draumamótherja í undanúrslitunum. „Eru ekki allir leikir í undanúrslitum erfiðir? Við viljum fá heimaleik, það skiptir engu máli hverjum við mætum. Það er örugglega hrikalega gaman að spila úrslitaleik hérna á Laugardalsvellinum. Ég hef aldrei gert það, en ég var gutti þegar Keflavík fór í úrslit 2004 og 2006 þannig maður er gríðarlega spenntur fyrir þessu," sagði Magnús Þórir í leikslok. „Það voru nokkrir hlutir sem klikkuðu. Mér fannst við fá á okkur þrjú nokkur ódýr mörk og það er erfitt að koma til baka úr því," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, við fjölmiðla í leikslok. „Mér fannst við vera sterkari, bæði áður en og eftir að þeir skoruðu. Við fengum tvö fín færi í fyrri hálfleik til að skora, en nýttum þau ekki og ekki heldur í síðari hálfleik. Það skiptir hinsvegar ekki ekki máli í bikarnum hversu stórt þú tapar og við þurftum að reyna jafna metin." „Mörk eru yfirleitt klaufanlegt. Fyrsta markið hjá Keflavík var vel spilað hjá þeim. Þeir opnuðu vörnina okkar vel, en hin tvö mörkin eru klaufaleg af okkar hálfu." Hörður Fannar Björgvinsson var í marki Framarar í dag, en hann stóð sig ágætlega fyrir utan þriðja mark Keflvíkinga sem hann getur algjörlega tekið á sig. „Hörður er ungur og efnilegur og sýndi það í dag. Það var smá klaufagangur í þriðja markinu, en úr því sem komið var hafði það lítil áhrif á leikinn." Bjarni var nokkuð brattur fyrir Evrópuverkefnið en Fram þarf að vinna upp eins marks forskot gegn Nömme Kalju ytra. „Við getum snúið við dæminu ef við spilum vel. Við fundum það í leiknum sem var hér heima að við eigum séns, en ef við erum ekki í lagi þá vinnum við ekki neinn einasta leik. Við þurfum að koma þessu aftur fyrir okkur og fókusa á leikinn á fimmtudaginn. Við þurfum að koma heim með sigur þaðan," sagði Bjarni Guðjónsson að lokum.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira