Mótmæli breiðast út til annarra borga Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2014 11:59 Mótmæli fóru fram í tólf borgum Bandaríkjanna í nótt. Vísir/AFP Mótmæli voru í fjölmörgum bandarískum borgum í nótt í kjölfar ákvörðunar dómstóls að ákæra ekki lögreglumann vegna dráps á þeldökkum táningi í Ferguson í Missouri-ríki í ágúst síðastliðinn. Mótmælin voru víðast hvar friðsamleg en átök brutust þó út í Oakland í Kaliforníu. Óeirðir brutust einnig út í Ferguson þar sem lögregla handtók 44, en þó var rólegra umhorfs samanborið við nóttina þar áður. Darren Wilson, lögreglumaðurinn sem skaut Michael Brown til bana sagðist í samtali við sjónvarpsstöðina ABC vera með „hreina samvisku“. Lýsti hann átökum sínum við Brown kvöldið örlagaríka, þar sem hann sagðist hafa liðið líkt og fimm ára barni sem stæði andspænis bandaríska fjölbragðaglímukappanum Hulk Hogan.Beittu táragasi Jon Belmar, lögreglustjóri St. Louis-borgar, segir nóttina hafa verið mun rólegri í Ferguson samanborið við aðfaranótt mánudagsins. Segir hann að einu sinni hafi þurft að beita táragasi, þar sem mótmælendur höfðu brotið rúðu í ráðhúsi Ferguson. Þá hafi einu sinni verið skotið úr byssu eftir að kveikt hafi verið í bíl. Um 2.200 þjóðvarðliðar hafa aðstoðað lögreglu í bænum.Í frétt BBC segir að mótmælt hafi verið í tólf borgum víðs vegar um Bandaríkin, í St. Louis, Seattle, Albuquerque, New York, Cleveland, Los Angeles, Oakland, Minneapolis, Atlanta, Portland, Chicago og Boston. Að neðan má sjá viðtal ABC við Wilson. Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Mótmæli voru í fjölmörgum bandarískum borgum í nótt í kjölfar ákvörðunar dómstóls að ákæra ekki lögreglumann vegna dráps á þeldökkum táningi í Ferguson í Missouri-ríki í ágúst síðastliðinn. Mótmælin voru víðast hvar friðsamleg en átök brutust þó út í Oakland í Kaliforníu. Óeirðir brutust einnig út í Ferguson þar sem lögregla handtók 44, en þó var rólegra umhorfs samanborið við nóttina þar áður. Darren Wilson, lögreglumaðurinn sem skaut Michael Brown til bana sagðist í samtali við sjónvarpsstöðina ABC vera með „hreina samvisku“. Lýsti hann átökum sínum við Brown kvöldið örlagaríka, þar sem hann sagðist hafa liðið líkt og fimm ára barni sem stæði andspænis bandaríska fjölbragðaglímukappanum Hulk Hogan.Beittu táragasi Jon Belmar, lögreglustjóri St. Louis-borgar, segir nóttina hafa verið mun rólegri í Ferguson samanborið við aðfaranótt mánudagsins. Segir hann að einu sinni hafi þurft að beita táragasi, þar sem mótmælendur höfðu brotið rúðu í ráðhúsi Ferguson. Þá hafi einu sinni verið skotið úr byssu eftir að kveikt hafi verið í bíl. Um 2.200 þjóðvarðliðar hafa aðstoðað lögreglu í bænum.Í frétt BBC segir að mótmælt hafi verið í tólf borgum víðs vegar um Bandaríkin, í St. Louis, Seattle, Albuquerque, New York, Cleveland, Los Angeles, Oakland, Minneapolis, Atlanta, Portland, Chicago og Boston. Að neðan má sjá viðtal ABC við Wilson.
Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira