Mótmæli breiðast út til annarra borga Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2014 11:59 Mótmæli fóru fram í tólf borgum Bandaríkjanna í nótt. Vísir/AFP Mótmæli voru í fjölmörgum bandarískum borgum í nótt í kjölfar ákvörðunar dómstóls að ákæra ekki lögreglumann vegna dráps á þeldökkum táningi í Ferguson í Missouri-ríki í ágúst síðastliðinn. Mótmælin voru víðast hvar friðsamleg en átök brutust þó út í Oakland í Kaliforníu. Óeirðir brutust einnig út í Ferguson þar sem lögregla handtók 44, en þó var rólegra umhorfs samanborið við nóttina þar áður. Darren Wilson, lögreglumaðurinn sem skaut Michael Brown til bana sagðist í samtali við sjónvarpsstöðina ABC vera með „hreina samvisku“. Lýsti hann átökum sínum við Brown kvöldið örlagaríka, þar sem hann sagðist hafa liðið líkt og fimm ára barni sem stæði andspænis bandaríska fjölbragðaglímukappanum Hulk Hogan.Beittu táragasi Jon Belmar, lögreglustjóri St. Louis-borgar, segir nóttina hafa verið mun rólegri í Ferguson samanborið við aðfaranótt mánudagsins. Segir hann að einu sinni hafi þurft að beita táragasi, þar sem mótmælendur höfðu brotið rúðu í ráðhúsi Ferguson. Þá hafi einu sinni verið skotið úr byssu eftir að kveikt hafi verið í bíl. Um 2.200 þjóðvarðliðar hafa aðstoðað lögreglu í bænum.Í frétt BBC segir að mótmælt hafi verið í tólf borgum víðs vegar um Bandaríkin, í St. Louis, Seattle, Albuquerque, New York, Cleveland, Los Angeles, Oakland, Minneapolis, Atlanta, Portland, Chicago og Boston. Að neðan má sjá viðtal ABC við Wilson. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Mótmæli voru í fjölmörgum bandarískum borgum í nótt í kjölfar ákvörðunar dómstóls að ákæra ekki lögreglumann vegna dráps á þeldökkum táningi í Ferguson í Missouri-ríki í ágúst síðastliðinn. Mótmælin voru víðast hvar friðsamleg en átök brutust þó út í Oakland í Kaliforníu. Óeirðir brutust einnig út í Ferguson þar sem lögregla handtók 44, en þó var rólegra umhorfs samanborið við nóttina þar áður. Darren Wilson, lögreglumaðurinn sem skaut Michael Brown til bana sagðist í samtali við sjónvarpsstöðina ABC vera með „hreina samvisku“. Lýsti hann átökum sínum við Brown kvöldið örlagaríka, þar sem hann sagðist hafa liðið líkt og fimm ára barni sem stæði andspænis bandaríska fjölbragðaglímukappanum Hulk Hogan.Beittu táragasi Jon Belmar, lögreglustjóri St. Louis-borgar, segir nóttina hafa verið mun rólegri í Ferguson samanborið við aðfaranótt mánudagsins. Segir hann að einu sinni hafi þurft að beita táragasi, þar sem mótmælendur höfðu brotið rúðu í ráðhúsi Ferguson. Þá hafi einu sinni verið skotið úr byssu eftir að kveikt hafi verið í bíl. Um 2.200 þjóðvarðliðar hafa aðstoðað lögreglu í bænum.Í frétt BBC segir að mótmælt hafi verið í tólf borgum víðs vegar um Bandaríkin, í St. Louis, Seattle, Albuquerque, New York, Cleveland, Los Angeles, Oakland, Minneapolis, Atlanta, Portland, Chicago og Boston. Að neðan má sjá viðtal ABC við Wilson.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira