David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United ræddi í fjölmiðlum stöðuna að geta ekki notað Juan Mata í Meistaradeildinni á þessu tímabili.
Mata sem gekk til liðs við Manchester United frá erkifjendunum í Chelsea í janúarglugganum fyrir metfé spilaði í riðlakeppninni með Chelsea og getur því ekki tekið þátt í þeirri keppni með rauðu djöflunum.
„Við fengum leikmann sem við vildum þegar við gátum það sem var í janúarglugganum. Auðvitað er það pirrandi að geta ekki notað hann í Meistaradeildinni og þessvegna talar fólk um að það sé erfiðara að kaupa leikmenn í janúar,"
Framundan hjá Manchester United eru leikir gegn Olympiakos í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fer fyrri leikurinn fram í Grikklandi á þriðjudaginn.
„Við stóðum okkur vel í keppninni fyrir áramót, við náðum fyrsta sæti í riðlinum sem var markmiðið. Í bikarkeppnum eiga allir séns, það getur hvaða lið sem er komist í úrslit í útsláttarkeppnum. Framundan eru leikir gegn Olympiakos sem verða erfiðir, þetta er lang besta lið Grikklands með marga gríska landsliðsmenn," sagði Moyes.
Leikirnir gegn Olympiakos verða erfiðir
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn

Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sárt tap gegn Dönum á HM
Handbolti

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn
