Alþjóðlegir fjölmiðlar forðast umfjöllun Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. ágúst 2014 06:00 James Foley, bandaríski blaðamaðurinn, sem vígasveitir öfgamanna tóku af lífi í Írak. Nordicphotos/AFP Vígamennirnir, sem tóku bandaríska blaðamanninn James Foley af lífi, kalla sig riddara og segjast þjóna íslamska kalífadæminu í Írak og Sýrlandi. Þeir hóta því að taka annan bandarískan blaðamann, Steven Sodloff, af lífi hætti bandaríski herinn ekki árásum sínum í norðanverðu Írak. Samtökin Íslamskt ríki, sem hafa náð stórum svæðum í Írak og Sýrlandi á sitt vald, hafa lagt mikla áherslu á að nota sér vefmiðla til að koma málstað sínum á framfæri og afla sér liðsmanna víða um heim. Birting myndbandsins af aftöku James Foley er liður í þeirri baráttu, en það virðist hafa náð nokkurri útbreiðslu þótt það hafi verið snarlega tekið niður af Youtube-vefnum og lokað á það á Twitter. Frá 8. ágúst síðastliðnum hafa Bandaríkin gert meira en 80 loftárásir á liðsmenn eða herbúnað Íslamska ríkisins. Meðal annars hefur sprengjum verið varpað á eftirlitsstöðvar, farartæki og vopnabúr samtakanna. Bandaríkjamenn hafa einnig útvegað hersveitum Kúrda í norðanverðu Írak vopn til þess að verjast sókn vígasveita Íslamska ríkisins. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa einnig sagst ætla að senda vopn til Kúrda. Kúrdar hafa á síðustu dögum náð að snúa vörn í sókn og náð aftur á sitt vald Mosul-stíflunni og fleiri svæðum sem Íslamska ríkið hafði náð á sitt vald. Vígasveitir Íslamska ríkisins hafa sýnt miskunnarlausa grimmd gagnvart öllum, sem ekki vilja lúta í einu og öllu afar ströngum reglum þeirra um hegðun og hugarfar. Liðsmenn samtakanna víla ekki fyrir sér að drepa fólk af minnsta tilefni. Talið er að í nágrannaríkinu Sýrlandi, þar sem samtökin Íslamskt ríki hafa einnig nokkuð stórt svæði á sínu valdi, sé um það bil tuttugu fréttamanna saknað. Ýmist eru þeir í haldi öfgamanna sem hóta að drepa þá eða þeim hefur verið rænt af hópum vígamanna sem vilja fá lausnargjald fyrir að sleppa þeim. Alþjóðlegir fjölmiðlar hafa forðast að fjalla mikið um þetta, þótt einsdæmi sé að svo mörgum fréttamönnum hafi verið rænt á átakasvæðum. Óttast er að mikil umfjöllun geti torveldað mönnum að semja um lausn fréttamannanna. Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 Obama fordæmir morðið á Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina. 20. ágúst 2014 19:45 Gæti verið ólöglegt að horfa á aftöku Foley Breska lögreglan hefur varað almenning í landinu við að ólöglegt gæti verið að horfa á, hlaða niður eða dreifa myndbandinu af aftöku James Foley. 20. ágúst 2014 15:53 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Minnast Foley með svartri prófílmynd Facebook-notendur hafa margir skipt út prófílmynd sinni fyrir svartan ferning í dag. 21. ágúst 2014 09:32 Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Vígamennirnir, sem tóku bandaríska blaðamanninn James Foley af lífi, kalla sig riddara og segjast þjóna íslamska kalífadæminu í Írak og Sýrlandi. Þeir hóta því að taka annan bandarískan blaðamann, Steven Sodloff, af lífi hætti bandaríski herinn ekki árásum sínum í norðanverðu Írak. Samtökin Íslamskt ríki, sem hafa náð stórum svæðum í Írak og Sýrlandi á sitt vald, hafa lagt mikla áherslu á að nota sér vefmiðla til að koma málstað sínum á framfæri og afla sér liðsmanna víða um heim. Birting myndbandsins af aftöku James Foley er liður í þeirri baráttu, en það virðist hafa náð nokkurri útbreiðslu þótt það hafi verið snarlega tekið niður af Youtube-vefnum og lokað á það á Twitter. Frá 8. ágúst síðastliðnum hafa Bandaríkin gert meira en 80 loftárásir á liðsmenn eða herbúnað Íslamska ríkisins. Meðal annars hefur sprengjum verið varpað á eftirlitsstöðvar, farartæki og vopnabúr samtakanna. Bandaríkjamenn hafa einnig útvegað hersveitum Kúrda í norðanverðu Írak vopn til þess að verjast sókn vígasveita Íslamska ríkisins. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa einnig sagst ætla að senda vopn til Kúrda. Kúrdar hafa á síðustu dögum náð að snúa vörn í sókn og náð aftur á sitt vald Mosul-stíflunni og fleiri svæðum sem Íslamska ríkið hafði náð á sitt vald. Vígasveitir Íslamska ríkisins hafa sýnt miskunnarlausa grimmd gagnvart öllum, sem ekki vilja lúta í einu og öllu afar ströngum reglum þeirra um hegðun og hugarfar. Liðsmenn samtakanna víla ekki fyrir sér að drepa fólk af minnsta tilefni. Talið er að í nágrannaríkinu Sýrlandi, þar sem samtökin Íslamskt ríki hafa einnig nokkuð stórt svæði á sínu valdi, sé um það bil tuttugu fréttamanna saknað. Ýmist eru þeir í haldi öfgamanna sem hóta að drepa þá eða þeim hefur verið rænt af hópum vígamanna sem vilja fá lausnargjald fyrir að sleppa þeim. Alþjóðlegir fjölmiðlar hafa forðast að fjalla mikið um þetta, þótt einsdæmi sé að svo mörgum fréttamönnum hafi verið rænt á átakasvæðum. Óttast er að mikil umfjöllun geti torveldað mönnum að semja um lausn fréttamannanna.
Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 Obama fordæmir morðið á Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina. 20. ágúst 2014 19:45 Gæti verið ólöglegt að horfa á aftöku Foley Breska lögreglan hefur varað almenning í landinu við að ólöglegt gæti verið að horfa á, hlaða niður eða dreifa myndbandinu af aftöku James Foley. 20. ágúst 2014 15:53 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Minnast Foley með svartri prófílmynd Facebook-notendur hafa margir skipt út prófílmynd sinni fyrir svartan ferning í dag. 21. ágúst 2014 09:32 Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11
Obama fordæmir morðið á Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina. 20. ágúst 2014 19:45
Gæti verið ólöglegt að horfa á aftöku Foley Breska lögreglan hefur varað almenning í landinu við að ólöglegt gæti verið að horfa á, hlaða niður eða dreifa myndbandinu af aftöku James Foley. 20. ágúst 2014 15:53
Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28
Minnast Foley með svartri prófílmynd Facebook-notendur hafa margir skipt út prófílmynd sinni fyrir svartan ferning í dag. 21. ágúst 2014 09:32
Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17