Alþjóðlegir fjölmiðlar forðast umfjöllun Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. ágúst 2014 06:00 James Foley, bandaríski blaðamaðurinn, sem vígasveitir öfgamanna tóku af lífi í Írak. Nordicphotos/AFP Vígamennirnir, sem tóku bandaríska blaðamanninn James Foley af lífi, kalla sig riddara og segjast þjóna íslamska kalífadæminu í Írak og Sýrlandi. Þeir hóta því að taka annan bandarískan blaðamann, Steven Sodloff, af lífi hætti bandaríski herinn ekki árásum sínum í norðanverðu Írak. Samtökin Íslamskt ríki, sem hafa náð stórum svæðum í Írak og Sýrlandi á sitt vald, hafa lagt mikla áherslu á að nota sér vefmiðla til að koma málstað sínum á framfæri og afla sér liðsmanna víða um heim. Birting myndbandsins af aftöku James Foley er liður í þeirri baráttu, en það virðist hafa náð nokkurri útbreiðslu þótt það hafi verið snarlega tekið niður af Youtube-vefnum og lokað á það á Twitter. Frá 8. ágúst síðastliðnum hafa Bandaríkin gert meira en 80 loftárásir á liðsmenn eða herbúnað Íslamska ríkisins. Meðal annars hefur sprengjum verið varpað á eftirlitsstöðvar, farartæki og vopnabúr samtakanna. Bandaríkjamenn hafa einnig útvegað hersveitum Kúrda í norðanverðu Írak vopn til þess að verjast sókn vígasveita Íslamska ríkisins. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa einnig sagst ætla að senda vopn til Kúrda. Kúrdar hafa á síðustu dögum náð að snúa vörn í sókn og náð aftur á sitt vald Mosul-stíflunni og fleiri svæðum sem Íslamska ríkið hafði náð á sitt vald. Vígasveitir Íslamska ríkisins hafa sýnt miskunnarlausa grimmd gagnvart öllum, sem ekki vilja lúta í einu og öllu afar ströngum reglum þeirra um hegðun og hugarfar. Liðsmenn samtakanna víla ekki fyrir sér að drepa fólk af minnsta tilefni. Talið er að í nágrannaríkinu Sýrlandi, þar sem samtökin Íslamskt ríki hafa einnig nokkuð stórt svæði á sínu valdi, sé um það bil tuttugu fréttamanna saknað. Ýmist eru þeir í haldi öfgamanna sem hóta að drepa þá eða þeim hefur verið rænt af hópum vígamanna sem vilja fá lausnargjald fyrir að sleppa þeim. Alþjóðlegir fjölmiðlar hafa forðast að fjalla mikið um þetta, þótt einsdæmi sé að svo mörgum fréttamönnum hafi verið rænt á átakasvæðum. Óttast er að mikil umfjöllun geti torveldað mönnum að semja um lausn fréttamannanna. Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 Obama fordæmir morðið á Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina. 20. ágúst 2014 19:45 Gæti verið ólöglegt að horfa á aftöku Foley Breska lögreglan hefur varað almenning í landinu við að ólöglegt gæti verið að horfa á, hlaða niður eða dreifa myndbandinu af aftöku James Foley. 20. ágúst 2014 15:53 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Minnast Foley með svartri prófílmynd Facebook-notendur hafa margir skipt út prófílmynd sinni fyrir svartan ferning í dag. 21. ágúst 2014 09:32 Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Vígamennirnir, sem tóku bandaríska blaðamanninn James Foley af lífi, kalla sig riddara og segjast þjóna íslamska kalífadæminu í Írak og Sýrlandi. Þeir hóta því að taka annan bandarískan blaðamann, Steven Sodloff, af lífi hætti bandaríski herinn ekki árásum sínum í norðanverðu Írak. Samtökin Íslamskt ríki, sem hafa náð stórum svæðum í Írak og Sýrlandi á sitt vald, hafa lagt mikla áherslu á að nota sér vefmiðla til að koma málstað sínum á framfæri og afla sér liðsmanna víða um heim. Birting myndbandsins af aftöku James Foley er liður í þeirri baráttu, en það virðist hafa náð nokkurri útbreiðslu þótt það hafi verið snarlega tekið niður af Youtube-vefnum og lokað á það á Twitter. Frá 8. ágúst síðastliðnum hafa Bandaríkin gert meira en 80 loftárásir á liðsmenn eða herbúnað Íslamska ríkisins. Meðal annars hefur sprengjum verið varpað á eftirlitsstöðvar, farartæki og vopnabúr samtakanna. Bandaríkjamenn hafa einnig útvegað hersveitum Kúrda í norðanverðu Írak vopn til þess að verjast sókn vígasveita Íslamska ríkisins. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafa einnig sagst ætla að senda vopn til Kúrda. Kúrdar hafa á síðustu dögum náð að snúa vörn í sókn og náð aftur á sitt vald Mosul-stíflunni og fleiri svæðum sem Íslamska ríkið hafði náð á sitt vald. Vígasveitir Íslamska ríkisins hafa sýnt miskunnarlausa grimmd gagnvart öllum, sem ekki vilja lúta í einu og öllu afar ströngum reglum þeirra um hegðun og hugarfar. Liðsmenn samtakanna víla ekki fyrir sér að drepa fólk af minnsta tilefni. Talið er að í nágrannaríkinu Sýrlandi, þar sem samtökin Íslamskt ríki hafa einnig nokkuð stórt svæði á sínu valdi, sé um það bil tuttugu fréttamanna saknað. Ýmist eru þeir í haldi öfgamanna sem hóta að drepa þá eða þeim hefur verið rænt af hópum vígamanna sem vilja fá lausnargjald fyrir að sleppa þeim. Alþjóðlegir fjölmiðlar hafa forðast að fjalla mikið um þetta, þótt einsdæmi sé að svo mörgum fréttamönnum hafi verið rænt á átakasvæðum. Óttast er að mikil umfjöllun geti torveldað mönnum að semja um lausn fréttamannanna.
Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 Obama fordæmir morðið á Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina. 20. ágúst 2014 19:45 Gæti verið ólöglegt að horfa á aftöku Foley Breska lögreglan hefur varað almenning í landinu við að ólöglegt gæti verið að horfa á, hlaða niður eða dreifa myndbandinu af aftöku James Foley. 20. ágúst 2014 15:53 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Minnast Foley með svartri prófílmynd Facebook-notendur hafa margir skipt út prófílmynd sinni fyrir svartan ferning í dag. 21. ágúst 2014 09:32 Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11
Obama fordæmir morðið á Foley Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir morðið á bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var afhöfðaður af meðlimum samtakanna Íslamskt ríki, vera hræðilegan verknað, sem hafi slegið alla heimsbyggðina. 20. ágúst 2014 19:45
Gæti verið ólöglegt að horfa á aftöku Foley Breska lögreglan hefur varað almenning í landinu við að ólöglegt gæti verið að horfa á, hlaða niður eða dreifa myndbandinu af aftöku James Foley. 20. ágúst 2014 15:53
Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28
Minnast Foley með svartri prófílmynd Facebook-notendur hafa margir skipt út prófílmynd sinni fyrir svartan ferning í dag. 21. ágúst 2014 09:32
Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17