Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2014 10:17 Bandaríska blaðamanninum James Foley var rænt í Sýrlandi í nóvember 2012. Vísir/AP „Við biðjum mannræningjana um að þyrma lífi hinna gíslanna. Alveg eins og Jim, þá eru þeir saklausir. Þeir hafa enga stjórn á stefnu Bandaríkjanna í Írak, Sýrlandi eða annars staðar í heiminum,“ segir móðir bandaríska blaðamannsins James Foley.Liðsmenn IS birtu í gær myndband af grímuklæddum liðsmanni IS sem hálsheggur mann í appelsínugulum samfestingi sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn James Foley. Foley hafði verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá árinu 2012. Böðullinn í myndbandinu talar ensku, að því er virðist með breskum hreim, og segir aftökuna vera svar samtakanna við ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta að fyrirskipa loftárásir gegn liðsmönnum samtakanna fyrir tólf dögum síðan. Varar hann jafnframt við frekari aftökum haldi Bandaríkjaher árásum sínum áfram, þar með talið á manni sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn Steven Sotloff. Í myndbandinu sést hvernig Foley er látinn lesa yfirlýsingu þar sem hann kennir Bandaríkjunum um eigin dauða. Foley var rænt nærri sýrlenska bænum Taftanaz í nóvember 2012 þar sem hann fjallaði um tilraun uppreisnarafla til að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli. Upphaflega var talið að Foley hafi verið rænt af sveitum á bandi Assads forseta. Foley starfaði fyrir bandaríska miðilinn Stars and Stripes.Í grein Guardian segir að móðir Foley hafi gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði son sinn hafa fórnað lífi sínu til að varpa ljósi á þjáningu Sýrlendinga. Hvatti hún jafnframt mannræningjana til að sleppa öðrum gíslum. „Hann var einstakur sonur, bróðir, fréttamaður og manneskja,“ sagði móðir Foley, og bætti við að hún hafi aldrei verið stoltari af syni sínum. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Foley var rænt, en árið 2011 var honum haldið föngnum í Líbíu þegar hann hann flutti fréttir af uppreisninni gegn Muammar Gaddafi, þáverandi Líbíuforseta. Foley var þó sleppt sex vikum síðar af hersveitum á bandi Gaddafis. Obama hefur ekki sagt til um tímaramma varðandi árásir Bandaríkjahers gegn IS-liðum í Írak, en Bandaríkjaher hefur nú ráðist á níutíu skotmörk tengdum IS. Flestar árásirnar hafa átt sér stað síðustu daga, nærri stíflunni við Mosul. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast enn vera að skoða myndbandið og að enn sé ekki hægt að útiloka að það sé falsað. Tengdar fréttir Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
„Við biðjum mannræningjana um að þyrma lífi hinna gíslanna. Alveg eins og Jim, þá eru þeir saklausir. Þeir hafa enga stjórn á stefnu Bandaríkjanna í Írak, Sýrlandi eða annars staðar í heiminum,“ segir móðir bandaríska blaðamannsins James Foley.Liðsmenn IS birtu í gær myndband af grímuklæddum liðsmanni IS sem hálsheggur mann í appelsínugulum samfestingi sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn James Foley. Foley hafði verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá árinu 2012. Böðullinn í myndbandinu talar ensku, að því er virðist með breskum hreim, og segir aftökuna vera svar samtakanna við ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta að fyrirskipa loftárásir gegn liðsmönnum samtakanna fyrir tólf dögum síðan. Varar hann jafnframt við frekari aftökum haldi Bandaríkjaher árásum sínum áfram, þar með talið á manni sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn Steven Sotloff. Í myndbandinu sést hvernig Foley er látinn lesa yfirlýsingu þar sem hann kennir Bandaríkjunum um eigin dauða. Foley var rænt nærri sýrlenska bænum Taftanaz í nóvember 2012 þar sem hann fjallaði um tilraun uppreisnarafla til að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli. Upphaflega var talið að Foley hafi verið rænt af sveitum á bandi Assads forseta. Foley starfaði fyrir bandaríska miðilinn Stars and Stripes.Í grein Guardian segir að móðir Foley hafi gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði son sinn hafa fórnað lífi sínu til að varpa ljósi á þjáningu Sýrlendinga. Hvatti hún jafnframt mannræningjana til að sleppa öðrum gíslum. „Hann var einstakur sonur, bróðir, fréttamaður og manneskja,“ sagði móðir Foley, og bætti við að hún hafi aldrei verið stoltari af syni sínum. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Foley var rænt, en árið 2011 var honum haldið föngnum í Líbíu þegar hann hann flutti fréttir af uppreisninni gegn Muammar Gaddafi, þáverandi Líbíuforseta. Foley var þó sleppt sex vikum síðar af hersveitum á bandi Gaddafis. Obama hefur ekki sagt til um tímaramma varðandi árásir Bandaríkjahers gegn IS-liðum í Írak, en Bandaríkjaher hefur nú ráðist á níutíu skotmörk tengdum IS. Flestar árásirnar hafa átt sér stað síðustu daga, nærri stíflunni við Mosul. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast enn vera að skoða myndbandið og að enn sé ekki hægt að útiloka að það sé falsað.
Tengdar fréttir Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28