Bandaríkjamenn útiloka ekki hernaðaríhlutun í Írak Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. júní 2014 23:35 vísir/afp Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í kvöld að ekki væri hægt að útiloka hernaðaríhlutun í Írak, miðað við ástandið sem ríkir þar í dag og sagði að stöðva þurfi hryðjuverkahópa með öllum tiltækum ráðum. Mikil átök hafa geisað í landinu undanfarið og hafa uppreisnarmenn úr samtökunum Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær, eða ISIS, á síðustu dögum náð borgunum Mosul og Tikrit á sitt vald. Borgirnar Ramadi og Falluja hafa verið á valdi þeirra frá ársbyrjun. Talsmaður uppreisnarmannanna segir þá nú hafa tekið stefnuna á Bagdad, höfuðborg Íraks. Obama sagði Bandaríkin hafa mikilla hagsmuna að gæta og því væri nauðsynlegt að koma í veg fyrir að öfgahópar herskárra Íslamista næðu varanlegri fótfestu í Írak og Sýrlandi. Um tvær milljónir manna búa í borginni Mosul og hafa þegar hundruð flúið borgina af ótta við að verða fyrir barðinu á uppreisnarmönnunum. Neyðarástandi var lýst yfir á mánudag og fengu almennir borgara vopn og annan búnað til að berjast gegn mönnunum. Á meðal þeirra sem hafa flúið borgina eru hermenn og lögreglumenn og sýndu öryggissveitir litla mótspyrnu, enda um ofurefli að ræða. Þegar hafa bandarísk stjórnvöld veitt Írak 15 milljörðum bandaríkjadala í þjálfun hermanna, vopn og annan búnað. Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi er ástandið í Mosul mjög slæmt. Mið-Austurlönd Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í kvöld að ekki væri hægt að útiloka hernaðaríhlutun í Írak, miðað við ástandið sem ríkir þar í dag og sagði að stöðva þurfi hryðjuverkahópa með öllum tiltækum ráðum. Mikil átök hafa geisað í landinu undanfarið og hafa uppreisnarmenn úr samtökunum Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær, eða ISIS, á síðustu dögum náð borgunum Mosul og Tikrit á sitt vald. Borgirnar Ramadi og Falluja hafa verið á valdi þeirra frá ársbyrjun. Talsmaður uppreisnarmannanna segir þá nú hafa tekið stefnuna á Bagdad, höfuðborg Íraks. Obama sagði Bandaríkin hafa mikilla hagsmuna að gæta og því væri nauðsynlegt að koma í veg fyrir að öfgahópar herskárra Íslamista næðu varanlegri fótfestu í Írak og Sýrlandi. Um tvær milljónir manna búa í borginni Mosul og hafa þegar hundruð flúið borgina af ótta við að verða fyrir barðinu á uppreisnarmönnunum. Neyðarástandi var lýst yfir á mánudag og fengu almennir borgara vopn og annan búnað til að berjast gegn mönnunum. Á meðal þeirra sem hafa flúið borgina eru hermenn og lögreglumenn og sýndu öryggissveitir litla mótspyrnu, enda um ofurefli að ræða. Þegar hafa bandarísk stjórnvöld veitt Írak 15 milljörðum bandaríkjadala í þjálfun hermanna, vopn og annan búnað. Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi er ástandið í Mosul mjög slæmt.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira