Erlent

Breytingar verða gerðar á leitinni að Malasísku þotunni

visir/afp
Breytingar verða gerðar á leitinni að Malasísku þotunni sem hvarf úti fyrir ströndum Ástralíu og ekkert hefur spurst til.

Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi í ljósi þess að ekkert brak hafi fundist úr þotunni hafi verið ákveðið að hætta að leita að vélinni úr lofti eða á skipum.

Engar líkur séu á því að brak sé enn fljótandi í sjónum og því verður öllum kröftum leitarinnar beint að því að leita á hafsbotni.

Þá verður leitarsvæðið á hafsbotninum stækkað til muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×