Lygilegur sigur Liverpool á Loftus Road | Sjáðu mörkin 19. október 2014 00:01 QPR skoraði tvö sjálfsmörk í dag. Vísir/Getty Dramatíkin var í hámarki á Loftus Road í dag þegar Liverpool var í heimsókn. Fimm mörk litu dagsins ljós, en lokamínúturnar voru lyginni líkast. Heimamenn í QPR voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og boltinn fór meðal annars í tvígang í þverslána, Glen Johnson bjargaði á línu og þar fram eftir götunum. Þeim tókst ekki að skora gegn slökum Liverpool-mönnum í fyrri hálfleik og staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik fengu bæði lið færi, en fyrsta markið kom eftir 67. mínútu. Richard Dunne skoraði þá í eigin mark eftir fyrirgjöf Glen Johnson og gestirnir frá Bítlaborginni komnir yfir. Tíunda sjálfsmark Dunne í efstu deild! Heimamenn voru ekki dauðir úr öllum æðum. Varamaðurinn Eduardo Vargas jafnaði metin þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum eftir darraðadans í teig Liverpool. Reiðarslag fyrir Liverpool. Annar varamaður, Philippe Coutinho, vildi ekki vera minni maður. Eftir snarpa skyndisókn batt hann enda á hana með frábæru skoti og flestir héldu að Liverpool færi burt með stigin þrjú enda markið á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Svo var ekki. Varamaðurinn Vargas jafnaði metin í uppbótartíma eftir hornspyrnu og nú héldu allir að leiknum væri lokið með jafntefli, en veislan var ekki búin. Eftir skyndisókn kom sigurmark leiksins. Liverpool-menn geystust upp eftir aukaspyrnu hjá QPR og það endaði með því að Steven Caulker skoraði annað sjálfsmark QPR í leiknum og tryggði Liverpool sigur. Liverpool er í fimmta sæti deildarinnar með þrettán stig, en QPR er á botninum með fjögur stig.Liverpool komst yfir með sjálfsmarki Richard Dunne: Eduardo Vargas jafnaði fyrir QPR: Coutinho kom Liverpool aftur yfir: Vargas jafnaði öðru sinni fyrir QPR: Ótrúlegt sigurmark Liverpool í uppbótartíma var sjálfsmark heimamanna: Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Dramatíkin var í hámarki á Loftus Road í dag þegar Liverpool var í heimsókn. Fimm mörk litu dagsins ljós, en lokamínúturnar voru lyginni líkast. Heimamenn í QPR voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og boltinn fór meðal annars í tvígang í þverslána, Glen Johnson bjargaði á línu og þar fram eftir götunum. Þeim tókst ekki að skora gegn slökum Liverpool-mönnum í fyrri hálfleik og staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik fengu bæði lið færi, en fyrsta markið kom eftir 67. mínútu. Richard Dunne skoraði þá í eigin mark eftir fyrirgjöf Glen Johnson og gestirnir frá Bítlaborginni komnir yfir. Tíunda sjálfsmark Dunne í efstu deild! Heimamenn voru ekki dauðir úr öllum æðum. Varamaðurinn Eduardo Vargas jafnaði metin þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum eftir darraðadans í teig Liverpool. Reiðarslag fyrir Liverpool. Annar varamaður, Philippe Coutinho, vildi ekki vera minni maður. Eftir snarpa skyndisókn batt hann enda á hana með frábæru skoti og flestir héldu að Liverpool færi burt með stigin þrjú enda markið á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Svo var ekki. Varamaðurinn Vargas jafnaði metin í uppbótartíma eftir hornspyrnu og nú héldu allir að leiknum væri lokið með jafntefli, en veislan var ekki búin. Eftir skyndisókn kom sigurmark leiksins. Liverpool-menn geystust upp eftir aukaspyrnu hjá QPR og það endaði með því að Steven Caulker skoraði annað sjálfsmark QPR í leiknum og tryggði Liverpool sigur. Liverpool er í fimmta sæti deildarinnar með þrettán stig, en QPR er á botninum með fjögur stig.Liverpool komst yfir með sjálfsmarki Richard Dunne: Eduardo Vargas jafnaði fyrir QPR: Coutinho kom Liverpool aftur yfir: Vargas jafnaði öðru sinni fyrir QPR: Ótrúlegt sigurmark Liverpool í uppbótartíma var sjálfsmark heimamanna:
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira