Lygilegur sigur Liverpool á Loftus Road | Sjáðu mörkin 19. október 2014 00:01 QPR skoraði tvö sjálfsmörk í dag. Vísir/Getty Dramatíkin var í hámarki á Loftus Road í dag þegar Liverpool var í heimsókn. Fimm mörk litu dagsins ljós, en lokamínúturnar voru lyginni líkast. Heimamenn í QPR voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og boltinn fór meðal annars í tvígang í þverslána, Glen Johnson bjargaði á línu og þar fram eftir götunum. Þeim tókst ekki að skora gegn slökum Liverpool-mönnum í fyrri hálfleik og staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik fengu bæði lið færi, en fyrsta markið kom eftir 67. mínútu. Richard Dunne skoraði þá í eigin mark eftir fyrirgjöf Glen Johnson og gestirnir frá Bítlaborginni komnir yfir. Tíunda sjálfsmark Dunne í efstu deild! Heimamenn voru ekki dauðir úr öllum æðum. Varamaðurinn Eduardo Vargas jafnaði metin þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum eftir darraðadans í teig Liverpool. Reiðarslag fyrir Liverpool. Annar varamaður, Philippe Coutinho, vildi ekki vera minni maður. Eftir snarpa skyndisókn batt hann enda á hana með frábæru skoti og flestir héldu að Liverpool færi burt með stigin þrjú enda markið á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Svo var ekki. Varamaðurinn Vargas jafnaði metin í uppbótartíma eftir hornspyrnu og nú héldu allir að leiknum væri lokið með jafntefli, en veislan var ekki búin. Eftir skyndisókn kom sigurmark leiksins. Liverpool-menn geystust upp eftir aukaspyrnu hjá QPR og það endaði með því að Steven Caulker skoraði annað sjálfsmark QPR í leiknum og tryggði Liverpool sigur. Liverpool er í fimmta sæti deildarinnar með þrettán stig, en QPR er á botninum með fjögur stig.Liverpool komst yfir með sjálfsmarki Richard Dunne: Eduardo Vargas jafnaði fyrir QPR: Coutinho kom Liverpool aftur yfir: Vargas jafnaði öðru sinni fyrir QPR: Ótrúlegt sigurmark Liverpool í uppbótartíma var sjálfsmark heimamanna: Enski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Dramatíkin var í hámarki á Loftus Road í dag þegar Liverpool var í heimsókn. Fimm mörk litu dagsins ljós, en lokamínúturnar voru lyginni líkast. Heimamenn í QPR voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og boltinn fór meðal annars í tvígang í þverslána, Glen Johnson bjargaði á línu og þar fram eftir götunum. Þeim tókst ekki að skora gegn slökum Liverpool-mönnum í fyrri hálfleik og staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik fengu bæði lið færi, en fyrsta markið kom eftir 67. mínútu. Richard Dunne skoraði þá í eigin mark eftir fyrirgjöf Glen Johnson og gestirnir frá Bítlaborginni komnir yfir. Tíunda sjálfsmark Dunne í efstu deild! Heimamenn voru ekki dauðir úr öllum æðum. Varamaðurinn Eduardo Vargas jafnaði metin þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum eftir darraðadans í teig Liverpool. Reiðarslag fyrir Liverpool. Annar varamaður, Philippe Coutinho, vildi ekki vera minni maður. Eftir snarpa skyndisókn batt hann enda á hana með frábæru skoti og flestir héldu að Liverpool færi burt með stigin þrjú enda markið á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Svo var ekki. Varamaðurinn Vargas jafnaði metin í uppbótartíma eftir hornspyrnu og nú héldu allir að leiknum væri lokið með jafntefli, en veislan var ekki búin. Eftir skyndisókn kom sigurmark leiksins. Liverpool-menn geystust upp eftir aukaspyrnu hjá QPR og það endaði með því að Steven Caulker skoraði annað sjálfsmark QPR í leiknum og tryggði Liverpool sigur. Liverpool er í fimmta sæti deildarinnar með þrettán stig, en QPR er á botninum með fjögur stig.Liverpool komst yfir með sjálfsmarki Richard Dunne: Eduardo Vargas jafnaði fyrir QPR: Coutinho kom Liverpool aftur yfir: Vargas jafnaði öðru sinni fyrir QPR: Ótrúlegt sigurmark Liverpool í uppbótartíma var sjálfsmark heimamanna:
Enski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira