Íslenski boltinn

Enginn þjálfari hefur verið lengur með KR síðan fyrir 1952

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson. Vísir/Daníel
Rúnar Kristinsson kvaddi KR í kvöld en hann hefur verið þjálfari meistaraflokks félagsins síðan um mitt sumar 2010 eða í fjögur og hálft tímabil.

Enginn þjálfari KR hefur verið svona lengi með KR-liðið síðan að Óli B. Jónsson þjálfaði Vesturbæjarliðið í fimm tímabil í röð frá 1947-51.

Óli B. Jónsson þjálfaði KR-liðið einnig fjögur tímabil í röð frá 1958 til 1961 sem er lengsti tími þjálfara KR fyrir utan Rúnar síðustu 60 árin.

Logi Ólafsson hætti á miðju tímabili 2010 en þá var hann búinn að vera með KR liðið í tvö heil tímabil og tvö hálf tímabil að auki. Hann kom því við sögu á fjórum tímabilum í röð en þjálfaði liðið bara í þrjú ár samfellt.

Flest tímabil í röð með KR-liðið frá 1955:

4,5 Rúnar Kristinsson 2010-2014

4 Óli B. Jónsson 1958-61

3 Logi Ólafsson 2007-2010

3 Willum Þór Þórsson 2002-2004

3 Ian Ross 1988-1990

3 Gordon Lee 1985-1987

3 Hólmbert Friðjónsson 1982-84

3 Magnús Jónatansson 1978-1980


Tengdar fréttir

Rúnar þarf að svara KR í vikunni

KR-ingar ætla ekki að bíða endalaust eftir svari frá Rúnari Kristinssyni um hvort hann ætli sér að þjálfa lið félagsins áfram eður ei.

Rúnar hættur hjá KR

Sterklega orðaður við starfið hjá Lilleström í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×