Hundrað þúsund Danir ætla að sniðganga Jensen's Bøfhus Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2014 19:02 Jensen's Bøfhus er ein stærsta veitingastaðakeðja Danmerkur. Nú hafa rúmlega 100 þúsund Danir sett nafn sitt við Facebook-síðu þar sem fólk er hvatt til að sniðganga hina þekktu matsölustaðakeðju Jensen's Bøfhus þar í landi. Fjölmiðillinn Berlingske Tidende greindi frá þessu í dag. Málið má rekja til dóms Hæstaréttar þar í landi sem kvað á um að veitingamaðurinn Jacob Jensen frá Sæby mætti ekki nefna stað sinn „Jensens Fiskerestaurant“ því nafnið þótti svipa of mikið til nafns veitingastaðakeðjunnar. Jacob Jensen íhugaði að færa út kvíarnar og opna fleiri staði undir þessu nafni og til þess að standa vörð um vörumerki sitt ákvað Jensen‘s Bøfhus að sækja Jacob til saka. Nafngiftin reyndist ólögleg og var veitingamanninum gert að greiða keðjunni 200.000 danskar krónur, rúmar fjórar milljónir íslenskra króna, í skaðabætur. Margir Danir reiddust ákvörðun Hæstaréttar og flykktust á samskiptamiðlana til að mótmæla niðurstöðunni. „Þetta er sígilt dæmi um Golíat að traðka á Davíð. Danir þola ekki þegar stórfyrirtæki herja á venjulegt, viðkunnanlegt fólk,“ hefur Berlinske eftir vörumerkjafræðingi þar í landi. Handhafi vörumerkisins, Palle Jensen, var spurður í viðtali við TV2 á laugardag af hverju hann hafi ákveðið að fara dómstólaleiðina. „Þetta byrjaði allt þegar Jacob Jensen hugðist opna veitingastaði í Kertaminde og Faaborg. Þá varð ég fyrst meðvitaður um að til væri eitthvað sem kallaðist Jensens Fiskerestaurant. Fólk kom til mín og spurði hvort við værum að opna sjávarréttastað. Það var svo sannarlega ekki upp á teningnum,“ sagði Palle Jensen við TV2 á laugardag. Sem fyrr segir hafa rúmlega 100 þúsund manns ákveðið að sniðganga Jensen's Bøfhus. Væri Facebook-síðan sveitarfélag væri það fimmti fjölmennasti bær Danmerkur. Til samanburðar má nefna að 68.200 manns líkar Jensen‘s Bøfhus á Facebook. Hér að neðan má sjá umrædda frétt TV2 af Facebook-síðunni „Boykot Jensens Bøfhus“ Post by Boykot Jensens Bøfhus. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Nú hafa rúmlega 100 þúsund Danir sett nafn sitt við Facebook-síðu þar sem fólk er hvatt til að sniðganga hina þekktu matsölustaðakeðju Jensen's Bøfhus þar í landi. Fjölmiðillinn Berlingske Tidende greindi frá þessu í dag. Málið má rekja til dóms Hæstaréttar þar í landi sem kvað á um að veitingamaðurinn Jacob Jensen frá Sæby mætti ekki nefna stað sinn „Jensens Fiskerestaurant“ því nafnið þótti svipa of mikið til nafns veitingastaðakeðjunnar. Jacob Jensen íhugaði að færa út kvíarnar og opna fleiri staði undir þessu nafni og til þess að standa vörð um vörumerki sitt ákvað Jensen‘s Bøfhus að sækja Jacob til saka. Nafngiftin reyndist ólögleg og var veitingamanninum gert að greiða keðjunni 200.000 danskar krónur, rúmar fjórar milljónir íslenskra króna, í skaðabætur. Margir Danir reiddust ákvörðun Hæstaréttar og flykktust á samskiptamiðlana til að mótmæla niðurstöðunni. „Þetta er sígilt dæmi um Golíat að traðka á Davíð. Danir þola ekki þegar stórfyrirtæki herja á venjulegt, viðkunnanlegt fólk,“ hefur Berlinske eftir vörumerkjafræðingi þar í landi. Handhafi vörumerkisins, Palle Jensen, var spurður í viðtali við TV2 á laugardag af hverju hann hafi ákveðið að fara dómstólaleiðina. „Þetta byrjaði allt þegar Jacob Jensen hugðist opna veitingastaði í Kertaminde og Faaborg. Þá varð ég fyrst meðvitaður um að til væri eitthvað sem kallaðist Jensens Fiskerestaurant. Fólk kom til mín og spurði hvort við værum að opna sjávarréttastað. Það var svo sannarlega ekki upp á teningnum,“ sagði Palle Jensen við TV2 á laugardag. Sem fyrr segir hafa rúmlega 100 þúsund manns ákveðið að sniðganga Jensen's Bøfhus. Væri Facebook-síðan sveitarfélag væri það fimmti fjölmennasti bær Danmerkur. Til samanburðar má nefna að 68.200 manns líkar Jensen‘s Bøfhus á Facebook. Hér að neðan má sjá umrædda frétt TV2 af Facebook-síðunni „Boykot Jensens Bøfhus“ Post by Boykot Jensens Bøfhus.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira