Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 3-0 | Fjölnir áfram í deild þeirra bestu Stefán Árni Pálsson á Fjölnisvelli skrifar 4. október 2014 00:01 Fjölnismenn unnu frábæran sigur á ÍBV, 3-0, á Fjölnisvelli í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag en liðið tryggði sætið sitt í deildinni með sigrinum. Fjölnir var mikið mun betra liðið í leiknum og átti sigurinn heldur betur skilið. Fjölnismenn byrjuðu leikinn einstaklega vel og voru fljótir að koma sér í góða stöðu í botnbaráttunni þegar Þórir Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins. Þórir fékk flotta sendingu inni í teiginn frá Guðmundi Karli, lagði boltinn laglega fyrir sig og þrumaði honum undir Guðjón í markinu. Eyjamenn svöruðu markinu með því að pressa töluvert á Fjölnismenn en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum fékk Ian Jeffs, leikmaður ÍBV, beint rautt spjald en aðstoðardómarinn lyfti upp flaggi sínu í miðjum leik og Þóroddur Hjaltalín rak Jeffs útaf. Blaðamenn urðu ekki varir við atvikið og kom það heldur betur á óvart. Staðan var 1-0 í hálfleik og staða Fjölnismanna frábær. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og fyrri með frábærum leik Fjölnismanna. Fljótlega voru þeir komnir í 2-0 eftir fínt skallamark frá Bergsveini Ólafssyni. Hann fékk sendingu frá Guðmundi Karli og stýrði boltanum í netið. Tuttugu mínútum fyrir leikslok gulltryggðu Fjölnismenn sigurinn þegar Ragnar Leósson stýrði boltanum í autt markið eftir frábæran undirbúning frá Þóri Guðjónssyni. Fjölnismenn líklega að spila sinn besta leik í sumar og hann kom heldur betur á réttum tíma. Leiknum lauk með flottum sigri Fjölnis, 3-0, og liðið verður í deild þeirra bestu árið 2015. Sigurður Ragnar: Þarf að hætta með liðið„Ég tilkynnti stjórninni um ákvörðun mína í vikunni og leikmönnunum eftir leikinn áðan,“ segir Sigurður Ragnar. „Ástæðan er vegna fjölskyldu minnar en ég á erfitt með að starfa út Í Vestmannaeyjum allt árið.“ Sigurður var stóran hluta af síðasta vetri í borginni en alls æfðu tíu leikmenn liðsins í Reykjavík um síðasta vetur. „Nú lítur út fyrir að enginn leikmaður verði í borginni yfir veturinn og því verð ég að hætta með liðið.“ Sigurður segir að nú þurfi hann að finna sér nýtt félag til að þjálfa fyrir næsta tímabil. Ágúst: Náðum markmiðum okkar„Frábær tilfinning að halda sér í deildinni, markmiðinu náð,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn.„Við erum mjög sáttir og ég er stoltur af strákunum. Einnig fengum við frábæran stuðning hér í dag.“Ágúst segir að leikmenn hafi verið mikið saman í vikunni og undirbúið sig fyrir úrslitaleik. „Ég á eftir að ganga frá mínum málum við félagið en vonandi klárum við það strax í næstu viku. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Fjölnismenn unnu frábæran sigur á ÍBV, 3-0, á Fjölnisvelli í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag en liðið tryggði sætið sitt í deildinni með sigrinum. Fjölnir var mikið mun betra liðið í leiknum og átti sigurinn heldur betur skilið. Fjölnismenn byrjuðu leikinn einstaklega vel og voru fljótir að koma sér í góða stöðu í botnbaráttunni þegar Þórir Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins. Þórir fékk flotta sendingu inni í teiginn frá Guðmundi Karli, lagði boltinn laglega fyrir sig og þrumaði honum undir Guðjón í markinu. Eyjamenn svöruðu markinu með því að pressa töluvert á Fjölnismenn en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum fékk Ian Jeffs, leikmaður ÍBV, beint rautt spjald en aðstoðardómarinn lyfti upp flaggi sínu í miðjum leik og Þóroddur Hjaltalín rak Jeffs útaf. Blaðamenn urðu ekki varir við atvikið og kom það heldur betur á óvart. Staðan var 1-0 í hálfleik og staða Fjölnismanna frábær. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og fyrri með frábærum leik Fjölnismanna. Fljótlega voru þeir komnir í 2-0 eftir fínt skallamark frá Bergsveini Ólafssyni. Hann fékk sendingu frá Guðmundi Karli og stýrði boltanum í netið. Tuttugu mínútum fyrir leikslok gulltryggðu Fjölnismenn sigurinn þegar Ragnar Leósson stýrði boltanum í autt markið eftir frábæran undirbúning frá Þóri Guðjónssyni. Fjölnismenn líklega að spila sinn besta leik í sumar og hann kom heldur betur á réttum tíma. Leiknum lauk með flottum sigri Fjölnis, 3-0, og liðið verður í deild þeirra bestu árið 2015. Sigurður Ragnar: Þarf að hætta með liðið„Ég tilkynnti stjórninni um ákvörðun mína í vikunni og leikmönnunum eftir leikinn áðan,“ segir Sigurður Ragnar. „Ástæðan er vegna fjölskyldu minnar en ég á erfitt með að starfa út Í Vestmannaeyjum allt árið.“ Sigurður var stóran hluta af síðasta vetri í borginni en alls æfðu tíu leikmenn liðsins í Reykjavík um síðasta vetur. „Nú lítur út fyrir að enginn leikmaður verði í borginni yfir veturinn og því verð ég að hætta með liðið.“ Sigurður segir að nú þurfi hann að finna sér nýtt félag til að þjálfa fyrir næsta tímabil. Ágúst: Náðum markmiðum okkar„Frábær tilfinning að halda sér í deildinni, markmiðinu náð,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn.„Við erum mjög sáttir og ég er stoltur af strákunum. Einnig fengum við frábæran stuðning hér í dag.“Ágúst segir að leikmenn hafi verið mikið saman í vikunni og undirbúið sig fyrir úrslitaleik. „Ég á eftir að ganga frá mínum málum við félagið en vonandi klárum við það strax í næstu viku.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira