Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 3-0 | Fjölnir áfram í deild þeirra bestu Stefán Árni Pálsson á Fjölnisvelli skrifar 4. október 2014 00:01 Fjölnismenn unnu frábæran sigur á ÍBV, 3-0, á Fjölnisvelli í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag en liðið tryggði sætið sitt í deildinni með sigrinum. Fjölnir var mikið mun betra liðið í leiknum og átti sigurinn heldur betur skilið. Fjölnismenn byrjuðu leikinn einstaklega vel og voru fljótir að koma sér í góða stöðu í botnbaráttunni þegar Þórir Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins. Þórir fékk flotta sendingu inni í teiginn frá Guðmundi Karli, lagði boltinn laglega fyrir sig og þrumaði honum undir Guðjón í markinu. Eyjamenn svöruðu markinu með því að pressa töluvert á Fjölnismenn en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum fékk Ian Jeffs, leikmaður ÍBV, beint rautt spjald en aðstoðardómarinn lyfti upp flaggi sínu í miðjum leik og Þóroddur Hjaltalín rak Jeffs útaf. Blaðamenn urðu ekki varir við atvikið og kom það heldur betur á óvart. Staðan var 1-0 í hálfleik og staða Fjölnismanna frábær. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og fyrri með frábærum leik Fjölnismanna. Fljótlega voru þeir komnir í 2-0 eftir fínt skallamark frá Bergsveini Ólafssyni. Hann fékk sendingu frá Guðmundi Karli og stýrði boltanum í netið. Tuttugu mínútum fyrir leikslok gulltryggðu Fjölnismenn sigurinn þegar Ragnar Leósson stýrði boltanum í autt markið eftir frábæran undirbúning frá Þóri Guðjónssyni. Fjölnismenn líklega að spila sinn besta leik í sumar og hann kom heldur betur á réttum tíma. Leiknum lauk með flottum sigri Fjölnis, 3-0, og liðið verður í deild þeirra bestu árið 2015. Sigurður Ragnar: Þarf að hætta með liðið„Ég tilkynnti stjórninni um ákvörðun mína í vikunni og leikmönnunum eftir leikinn áðan,“ segir Sigurður Ragnar. „Ástæðan er vegna fjölskyldu minnar en ég á erfitt með að starfa út Í Vestmannaeyjum allt árið.“ Sigurður var stóran hluta af síðasta vetri í borginni en alls æfðu tíu leikmenn liðsins í Reykjavík um síðasta vetur. „Nú lítur út fyrir að enginn leikmaður verði í borginni yfir veturinn og því verð ég að hætta með liðið.“ Sigurður segir að nú þurfi hann að finna sér nýtt félag til að þjálfa fyrir næsta tímabil. Ágúst: Náðum markmiðum okkar„Frábær tilfinning að halda sér í deildinni, markmiðinu náð,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn.„Við erum mjög sáttir og ég er stoltur af strákunum. Einnig fengum við frábæran stuðning hér í dag.“Ágúst segir að leikmenn hafi verið mikið saman í vikunni og undirbúið sig fyrir úrslitaleik. „Ég á eftir að ganga frá mínum málum við félagið en vonandi klárum við það strax í næstu viku. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Fjölnismenn unnu frábæran sigur á ÍBV, 3-0, á Fjölnisvelli í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag en liðið tryggði sætið sitt í deildinni með sigrinum. Fjölnir var mikið mun betra liðið í leiknum og átti sigurinn heldur betur skilið. Fjölnismenn byrjuðu leikinn einstaklega vel og voru fljótir að koma sér í góða stöðu í botnbaráttunni þegar Þórir Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins. Þórir fékk flotta sendingu inni í teiginn frá Guðmundi Karli, lagði boltinn laglega fyrir sig og þrumaði honum undir Guðjón í markinu. Eyjamenn svöruðu markinu með því að pressa töluvert á Fjölnismenn en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum fékk Ian Jeffs, leikmaður ÍBV, beint rautt spjald en aðstoðardómarinn lyfti upp flaggi sínu í miðjum leik og Þóroddur Hjaltalín rak Jeffs útaf. Blaðamenn urðu ekki varir við atvikið og kom það heldur betur á óvart. Staðan var 1-0 í hálfleik og staða Fjölnismanna frábær. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og fyrri með frábærum leik Fjölnismanna. Fljótlega voru þeir komnir í 2-0 eftir fínt skallamark frá Bergsveini Ólafssyni. Hann fékk sendingu frá Guðmundi Karli og stýrði boltanum í netið. Tuttugu mínútum fyrir leikslok gulltryggðu Fjölnismenn sigurinn þegar Ragnar Leósson stýrði boltanum í autt markið eftir frábæran undirbúning frá Þóri Guðjónssyni. Fjölnismenn líklega að spila sinn besta leik í sumar og hann kom heldur betur á réttum tíma. Leiknum lauk með flottum sigri Fjölnis, 3-0, og liðið verður í deild þeirra bestu árið 2015. Sigurður Ragnar: Þarf að hætta með liðið„Ég tilkynnti stjórninni um ákvörðun mína í vikunni og leikmönnunum eftir leikinn áðan,“ segir Sigurður Ragnar. „Ástæðan er vegna fjölskyldu minnar en ég á erfitt með að starfa út Í Vestmannaeyjum allt árið.“ Sigurður var stóran hluta af síðasta vetri í borginni en alls æfðu tíu leikmenn liðsins í Reykjavík um síðasta vetur. „Nú lítur út fyrir að enginn leikmaður verði í borginni yfir veturinn og því verð ég að hætta með liðið.“ Sigurður segir að nú þurfi hann að finna sér nýtt félag til að þjálfa fyrir næsta tímabil. Ágúst: Náðum markmiðum okkar„Frábær tilfinning að halda sér í deildinni, markmiðinu náð,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn.„Við erum mjög sáttir og ég er stoltur af strákunum. Einnig fengum við frábæran stuðning hér í dag.“Ágúst segir að leikmenn hafi verið mikið saman í vikunni og undirbúið sig fyrir úrslitaleik. „Ég á eftir að ganga frá mínum málum við félagið en vonandi klárum við það strax í næstu viku.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira