Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi, hafa skotið niður tvær herþyrlu Úkraínska hersins í aðgerðum hersins í borginni Sloviansk, samkvæmt stjórnvöldum í Kænugarði. Einn flugmaður auk eins hermanns létust í aðgerðunum.
Þá segja stjórnvöld að herinn hafi tekið yfir níu vegtálma í aðgerðinni, en blaðamaður BBC fann þrjá vegatálma þar sem aðskilnaðarsinnar stjórnuðu enn. Þeir sögðust enn vera við stjórnvölin í borginni.
Rússar segja aðgerðir Úkraínu hafa gert útaf við samninginn sem undirritaður var í Genf fyrir skömmu. Þá sagði talsmaður Vladimirs Pútín, forseta Rússlands, að samband næðist ekki við sendimann Rússlands á svæðinu. Hann var sendur á svæðið til að freista þess að ná sjö eftirlitsmönnum úr haldi aðskilnaðarsinna.
Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, sendi í morgun frá sér tilkynningu vegna aðgerðarinnar. „Hryðjuverkamennirnir hófu skothríð með þungvopnum á sérsveitir Úkraínu,“ sagði hann. Þá sagði hann erlenda málaliða, sem skýli sér á bakvið borgara, berjast með aðskilnaðarsinnum.
Fréttir frá svæðinu eru nokkuð misvísandi og segir á BBC að úkraínskir hermenn hafi ekki sést fara inn í borgin sjálfa, heldur sé að mestu barsit í útjöðrum hennar.
