Enski boltinn

Van Gaal: Þakklátur fyrir stuðning Fergusons

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ferguson og van Gaal fyrir 16 árum, þegar þeir stýrðu Manchester United og Barcelona.
Ferguson og van Gaal fyrir 16 árum, þegar þeir stýrðu Manchester United og Barcelona. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er þakklátur fyrir þann stuðning sem Sir Alex Ferguson hefur sýnt honum síðan hann kom til félagsins í sumar.

"Hann hefur trú á mér og ég ánægður með það," sagði Hollendingurinn.

"Það gerir starf mitt auðveldara. Hann hefur sýnt mér mikinn stuðning sem maður þarf á að halda í þessu starfi.

"Þegar þú ert knattspyrnustjóri Manchester United þarftu á stuðningi og trú manna á borð við Sir Alex að halda. En því fylgir einnig pressa að ná góðum úrslitum," sagði van Gaal ennfremur, en United mætir Newcastle United á Old Trafford á öðrum degi jóla.

Leikmenn United eru vanir að æfa á jóladag og dvelja á hóteli aðfaranótt 26. desember. Van Gaal breytti hins vegar út af vananum og gaf leikmönnunum frí á morgun.

Leikur Manchester United og Newcastle United hefst klukkan 15:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir

Sex frábærir fyrir Manchester United

Louis van Gaal, stjóri Man. Utd, mætir líklega til leiks á leikmannamarkaðinn eftir áramót með troðfullt veskið. Á óskalistanum eru varnarmenn. Fréttablaðið skoðar hvaða leikmenn enska liðið mun líklegast bjóða ríflega í. Varnarleikur Man. Utd hefur verið

Spánverjinn lokaði búrinu

David de Gea átti frábæran leik í marki Manchester United þegar liðið vann Liverpool 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spánverjinn hefur þaggað niður í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni á tímabilinu.

Giggs segir margt líkt með þeim Van Gaal og Sir Alex

Ryan Giggs, aðstoðarmaður hollenska knattspyrnustjórans Louis van Gaal hjá Manchester United, segir að það sé ýmislegt líkt með þeim Van Gaal Sir Alex Ferguson, sigursælasta knattspyrnustjóra Manchester United frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×