Enski boltinn

Rodgers: Mignolet verður áfram á bekknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sagði eftir 3-0 tap sinna manna gegn Manchester United að Simon Mignolet fengi ekki aftur sæti sitt í byrjunarliðinu strax aftur.

Mignolet var settur út úr byrjunarliðinu í dag og stóð Ástralinn Brad Jones á milli stanganna í tapinu á Old Trafford.

„Ég sagði Simon að þetta yrði svona í óákveðinn tíma. Hann hefur spilað marga leiki og Brad stóð sig mjög vel á mínu fyrsta ári hjá Liverpool,“ sagði Rodgers.

„Þetta er eitthvað sem getur hent alla markverði - að taka þá úr eldlínunni og gefa þeim tíma til að fara yfir sín mál. Simon er fagmaður og tók ákvörðuninni vel. Brad Jones þurfti svo ekki að gera mikið annað í dag en að hirða boltann úr netinu.“

„Þetta snýst um að gefa einhverjum öðrum tækifæri en mér fannst að breytinga var þörf eftir leikinn gegn Basel [í Meistaradeildinni].“


Tengdar fréttir

Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband

Spænski markvörðurinn David De Gea átti stórkostlegan leik þegar Manchester United vann 3-0 sigur á Liverpool á Old Trafford í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×