Wheater nennir ekki að skutla Eiði Smára á æfingar lengur Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2014 12:00 David Wheater, miðvörður Bolton í ensku B-deildinni, telur Eið Smára Guðjohnsen vera manninn sem getur komið liðinu upp töfluna, en það er tíu stigum frá umspilssæti eftir 22 umferðir. Eiður spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bolton í fjórtán ár á laugardaginn þegar liðið gerði jafntefli við Ipswich og fékk fína dóma fyrir sína frammistöðu.Sjá einnig: Bolton News:Eiður Smári verður bjargvættur liðsins Wheater spilaði sjálfur fyrsta leikinn í langan tíma eftir meiðsli, en miðvörðurinn stóri hefur séð um Eið Smára þær vikur sem hann hefur verið hjá félaginu. „Ég hef séð um hann; opnað fyrir hann dyr og gefið honum kvöldmat og fleira í þeim dúr,“ segir Wheater í viðtali við Bolton News. „Hann hefur verið frábær. Hann er rosalega leikreyndur eftir að spila með Barcelona og Lionel Messi og þannig mönnum. Hvað getur maður gert?“David Wheater.vísir/gettyBolton hefur verið að rétta úr kútnum undanfarnar vikur og er ósigrað í síðustu sjö leikjum. Liðið byrjaði hræðilega í deildinni undir stjórn Dougie Freedman og fékk aðeins fimm stig í fyrstu ellefu umferðunum. „Það er gott að við getum fengið svona hæfileikaríkan leikmann. Ef hann hefði komið fyrirn okkrum vikum hefði hann kannski ekki viljað skrifa undir,“ segir Wheater. „En nú eru æfingarnar góðar og stjórinn kemur mjög vel fram við alla. Okkur líður öllum betur og vonandi þýðir það að við förum að vinna leiki.“Sjá einnig:Lennon var ánægður með Eið Miðvörðurinn stóri vill þó fara að losna undan skyldum sínum að skutla Eiði Smára á æfingar og heim aftur. „Ég vil að hann fari að fá sér bíl. Hann getur gert mig brjálaðan stundum. Hann hlustar á sömu tónlist og ég sem er fínt, en stundum talar hann íslensku í símann þannig ég þarf að sitja og þegja kannski í fimm mínútur.“ Eftir að Eiður Smári spilaði með Bolton síðast frá 1998-2000 vann hann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea, Spánarmeistaratitil með Barcelona og varð Evrópumeistari með Börsungum. Hann vill þó lítið ræða fortíðina við leikmenn Bolton. „Ég hef reynt að fá eitthvað út úr honum með þetta. Ég spurði hvort hann hefði búið nálægt Messi og hvort ég fengi heimboð næsta sumar,“ segir Wheater. „Hann talar eiginlega ekkert um þetta. Ég hef reynt að fá hann til að tala um Messi og Chelsea en hann segir ekki mikið. Eiður vill bara einbeita sér að Bolton.“ „Ég held að Eiður sé bara hógvær. En ef einhver verður með stæla hendir hann bara Meistaradeildarverðlaununum í viðkomandi,“ segir David Wheater. Enski boltinn Tengdar fréttir Bolton News: Eiður Smári verður bjargvættur liðsins Mikil ánægja með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í fyrsta leiknum eftir endurkomuna til Bolton. Fékk næst hæstu einkunn allra í liðinu. 15. desember 2014 08:45 Eiður sneri aftur | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik fyrir Bolton Wanderers í 14 ár þegar hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Ipswich á Macron Stadium. 13. desember 2014 13:03 Lennon var ánægður með Eið Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, var ánægður með innkomu Eiðs Smára Guðjohnsen í markalausu jafntefli gegn Ipswich Town í dag. 13. desember 2014 18:47 Eiður Smári: Ætla að sýna hvað ég get Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Bolton í dag. 9. desember 2014 15:50 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
David Wheater, miðvörður Bolton í ensku B-deildinni, telur Eið Smára Guðjohnsen vera manninn sem getur komið liðinu upp töfluna, en það er tíu stigum frá umspilssæti eftir 22 umferðir. Eiður spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bolton í fjórtán ár á laugardaginn þegar liðið gerði jafntefli við Ipswich og fékk fína dóma fyrir sína frammistöðu.Sjá einnig: Bolton News:Eiður Smári verður bjargvættur liðsins Wheater spilaði sjálfur fyrsta leikinn í langan tíma eftir meiðsli, en miðvörðurinn stóri hefur séð um Eið Smára þær vikur sem hann hefur verið hjá félaginu. „Ég hef séð um hann; opnað fyrir hann dyr og gefið honum kvöldmat og fleira í þeim dúr,“ segir Wheater í viðtali við Bolton News. „Hann hefur verið frábær. Hann er rosalega leikreyndur eftir að spila með Barcelona og Lionel Messi og þannig mönnum. Hvað getur maður gert?“David Wheater.vísir/gettyBolton hefur verið að rétta úr kútnum undanfarnar vikur og er ósigrað í síðustu sjö leikjum. Liðið byrjaði hræðilega í deildinni undir stjórn Dougie Freedman og fékk aðeins fimm stig í fyrstu ellefu umferðunum. „Það er gott að við getum fengið svona hæfileikaríkan leikmann. Ef hann hefði komið fyrirn okkrum vikum hefði hann kannski ekki viljað skrifa undir,“ segir Wheater. „En nú eru æfingarnar góðar og stjórinn kemur mjög vel fram við alla. Okkur líður öllum betur og vonandi þýðir það að við förum að vinna leiki.“Sjá einnig:Lennon var ánægður með Eið Miðvörðurinn stóri vill þó fara að losna undan skyldum sínum að skutla Eiði Smára á æfingar og heim aftur. „Ég vil að hann fari að fá sér bíl. Hann getur gert mig brjálaðan stundum. Hann hlustar á sömu tónlist og ég sem er fínt, en stundum talar hann íslensku í símann þannig ég þarf að sitja og þegja kannski í fimm mínútur.“ Eftir að Eiður Smári spilaði með Bolton síðast frá 1998-2000 vann hann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea, Spánarmeistaratitil með Barcelona og varð Evrópumeistari með Börsungum. Hann vill þó lítið ræða fortíðina við leikmenn Bolton. „Ég hef reynt að fá eitthvað út úr honum með þetta. Ég spurði hvort hann hefði búið nálægt Messi og hvort ég fengi heimboð næsta sumar,“ segir Wheater. „Hann talar eiginlega ekkert um þetta. Ég hef reynt að fá hann til að tala um Messi og Chelsea en hann segir ekki mikið. Eiður vill bara einbeita sér að Bolton.“ „Ég held að Eiður sé bara hógvær. En ef einhver verður með stæla hendir hann bara Meistaradeildarverðlaununum í viðkomandi,“ segir David Wheater.
Enski boltinn Tengdar fréttir Bolton News: Eiður Smári verður bjargvættur liðsins Mikil ánægja með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í fyrsta leiknum eftir endurkomuna til Bolton. Fékk næst hæstu einkunn allra í liðinu. 15. desember 2014 08:45 Eiður sneri aftur | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik fyrir Bolton Wanderers í 14 ár þegar hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Ipswich á Macron Stadium. 13. desember 2014 13:03 Lennon var ánægður með Eið Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, var ánægður með innkomu Eiðs Smára Guðjohnsen í markalausu jafntefli gegn Ipswich Town í dag. 13. desember 2014 18:47 Eiður Smári: Ætla að sýna hvað ég get Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Bolton í dag. 9. desember 2014 15:50 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
Bolton News: Eiður Smári verður bjargvættur liðsins Mikil ánægja með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í fyrsta leiknum eftir endurkomuna til Bolton. Fékk næst hæstu einkunn allra í liðinu. 15. desember 2014 08:45
Eiður sneri aftur | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik fyrir Bolton Wanderers í 14 ár þegar hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Ipswich á Macron Stadium. 13. desember 2014 13:03
Lennon var ánægður með Eið Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, var ánægður með innkomu Eiðs Smára Guðjohnsen í markalausu jafntefli gegn Ipswich Town í dag. 13. desember 2014 18:47
Eiður Smári: Ætla að sýna hvað ég get Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Bolton í dag. 9. desember 2014 15:50