Bolton News: Eiður Smári verður bjargvættur liðsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2014 08:45 Eiður Smári Guðjohnsen sneri aftur í lið Bolton á laugardaginn eftir fjórtán ára fjarveru þegar það gerði markalaust jafntefli við Ipswich á Macron-vellinum. Eiður Smári kom inn á þegar hálftími var eftir og þótti standa sig vel. Hann dansaði með boltann inn á miðjunni og reyndi að búa eitthvað til fyrir samherja sína. Það var kraftur í Eiði sem fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk og þá var hann nálægt því að koma Suður-Kóreumanninum Lee Chung-Young í dauðafæri eftir rúmar 70 mínútur. „Hinn 36 ára gamli Eiður Guðjohnsen, sem menn tóku séns á fyrir nokkrum vikum, lítur nú eins og bjargvættur liðsins,“ skrifar Gordon Sharrock, blaðamaður Bolton News, í umfjöllun sinni um leikinn. „Spilamennska Eiðs var það besta sem sást í annars daufum leik. Bara það að sjá hann hita upp í appelsínugulu vesti fékk stuðningsmennina til að standa upp og klappa. Þegar Lennon setti Eið svo inn á var hverri snertingu hans fagnað í stúkunni.“ Sharrock viðurkennir að aldurinn sé farinn að segja til sín hjá Eiði Smára, og hann mun ekki hlaupa út um allan völl eins og hann gerði forðum daga undir stjórn Colins Todds og Sams Alalryce. „En að horfa á þennan fyrrverandi leikmann Barcelona dansa í kringum tæklingar á miðjunni eins og ekkert væri bjargaði deginum fyrir mig og marga aðra,“ skrifar hann um Eið Smára Guðjohnsen. Marc Iles, aðal fótboltapenni Bolton News, er sammála Sharrock og gefur Eiði Smára 7,60 í einkunn fyrir sína frammistöðu. „Fékk fólk til að risa úr sætum,“ segir hann í umsögn um Eið. Markvörðurinn Andy Lonergan fær hæstu einkunn eða átta, en hann átti algjörlega frábæran leik.Here he comes. Eidur Gudjohnsen is back! He's on for Darren Pratley. Phenomenal reception for the Iceman! (60) 0-0 #BOLvIPS— Bolton Wanderers FC (@OfficialBWFC) December 13, 2014 Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður sneri aftur | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik fyrir Bolton Wanderers í 14 ár þegar hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Ipswich á Macron Stadium. 13. desember 2014 13:03 Lennon var ánægður með Eið Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, var ánægður með innkomu Eiðs Smára Guðjohnsen í markalausu jafntefli gegn Ipswich Town í dag. 13. desember 2014 18:47 Eiður Smári: Ætla að sýna hvað ég get Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Bolton í dag. 9. desember 2014 15:50 Eiður byrjar á bekknum | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekknum þegar Bolton Wanderers tekur á móti Ipswich Town í ensku B-deildinni klukkan 15:00 á eftir. 13. desember 2014 14:10 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sneri aftur í lið Bolton á laugardaginn eftir fjórtán ára fjarveru þegar það gerði markalaust jafntefli við Ipswich á Macron-vellinum. Eiður Smári kom inn á þegar hálftími var eftir og þótti standa sig vel. Hann dansaði með boltann inn á miðjunni og reyndi að búa eitthvað til fyrir samherja sína. Það var kraftur í Eiði sem fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk og þá var hann nálægt því að koma Suður-Kóreumanninum Lee Chung-Young í dauðafæri eftir rúmar 70 mínútur. „Hinn 36 ára gamli Eiður Guðjohnsen, sem menn tóku séns á fyrir nokkrum vikum, lítur nú eins og bjargvættur liðsins,“ skrifar Gordon Sharrock, blaðamaður Bolton News, í umfjöllun sinni um leikinn. „Spilamennska Eiðs var það besta sem sást í annars daufum leik. Bara það að sjá hann hita upp í appelsínugulu vesti fékk stuðningsmennina til að standa upp og klappa. Þegar Lennon setti Eið svo inn á var hverri snertingu hans fagnað í stúkunni.“ Sharrock viðurkennir að aldurinn sé farinn að segja til sín hjá Eiði Smára, og hann mun ekki hlaupa út um allan völl eins og hann gerði forðum daga undir stjórn Colins Todds og Sams Alalryce. „En að horfa á þennan fyrrverandi leikmann Barcelona dansa í kringum tæklingar á miðjunni eins og ekkert væri bjargaði deginum fyrir mig og marga aðra,“ skrifar hann um Eið Smára Guðjohnsen. Marc Iles, aðal fótboltapenni Bolton News, er sammála Sharrock og gefur Eiði Smára 7,60 í einkunn fyrir sína frammistöðu. „Fékk fólk til að risa úr sætum,“ segir hann í umsögn um Eið. Markvörðurinn Andy Lonergan fær hæstu einkunn eða átta, en hann átti algjörlega frábæran leik.Here he comes. Eidur Gudjohnsen is back! He's on for Darren Pratley. Phenomenal reception for the Iceman! (60) 0-0 #BOLvIPS— Bolton Wanderers FC (@OfficialBWFC) December 13, 2014
Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður sneri aftur | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik fyrir Bolton Wanderers í 14 ár þegar hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Ipswich á Macron Stadium. 13. desember 2014 13:03 Lennon var ánægður með Eið Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, var ánægður með innkomu Eiðs Smára Guðjohnsen í markalausu jafntefli gegn Ipswich Town í dag. 13. desember 2014 18:47 Eiður Smári: Ætla að sýna hvað ég get Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Bolton í dag. 9. desember 2014 15:50 Eiður byrjar á bekknum | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekknum þegar Bolton Wanderers tekur á móti Ipswich Town í ensku B-deildinni klukkan 15:00 á eftir. 13. desember 2014 14:10 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
Eiður sneri aftur | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik fyrir Bolton Wanderers í 14 ár þegar hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Ipswich á Macron Stadium. 13. desember 2014 13:03
Lennon var ánægður með Eið Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, var ánægður með innkomu Eiðs Smára Guðjohnsen í markalausu jafntefli gegn Ipswich Town í dag. 13. desember 2014 18:47
Eiður Smári: Ætla að sýna hvað ég get Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Bolton í dag. 9. desember 2014 15:50
Eiður byrjar á bekknum | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekknum þegar Bolton Wanderers tekur á móti Ipswich Town í ensku B-deildinni klukkan 15:00 á eftir. 13. desember 2014 14:10