Enski boltinn

Lennon var ánægður með Eið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður á æfingu með Bolton í vikunni.
Eiður á æfingu með Bolton í vikunni. mynd/bolton
Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, var ánægður með innkomu Eiðs Smára Guðjohnsen í markalausu jafntefli gegn Ipswich Town í dag.

„Mér fannst hann standa sig mjög vel eftir að hann kom inn á,“ sagði Lennon í samtali við heimasíðu Bolton, en Eiður kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik.

„Hann kom með nýja vídd í sóknarleikinn og lífgaði upp á leik okkar.

„Hann fékk meira segja gult spjald, sem sýnir að hann er hungraður í að standa sig,“ sagði Lennon sem hlakkar til að sjá samstarf Eiðs og hins suður-kóreska Lee Chung-Yong.

„Hann á eftir að komast í betra form og við erum spenntir fyrir að sjá hann og Lee Chung-Yong spila saman.“

Þrátt fyrir að vera ósigrað í síðustu sex leikjum situr Bolton í 18. sæti ensku B-deildarinnar með 23 stig eftir 21 umferð.

Bolton sækir Millwall heim á föstudaginn í síðasta leik sínum fyrir jól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×