Segjast ætla að hreinsa svæðið af hryðjuverkum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2014 12:15 Skólahúsið er gríðarlega skemmt eftir fjöldamorðin í gær. Vísir/AFP Fjölmiðlar fengu í morgun aðgang að skólanum í Peswhar þar sem sjö vígamenn myrtu 148 manns í gær. Flestir hinna látnu voru börn. Skólinn skemmdist gríðarlega í átökum hersins við vígamennina. Hershöfðinginn Asim Bajwa sagði fjölmiðlum að vígamennirnir sjö hefðu allir verið í sprengivestum. Þeir komust inn á lóðina með því að klifra yfir vegg með stiga. Þá fóru þeir í samkomusal skólans og þar upp á svið. Þaðan skutu þeir á börnin, en Bajwa sagði að herinn hefði fundið um hundrað lík þar inni. Bajwa sagði í morgun að herinn myndi taka hart á Talíbönum vegna ódæðisins og að yfirvöld í Islamabad vonuðust til þess að Afganistan myndi gera slíkt hið sama á næstu dögum.Forsætisráðherra Pakistan, Nawas Sharif, segist hafa rætt við Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um hvernig löndin tvö geta barist gegn hryðjuverkum í sameiningu. Herir beggja ríkja munu nú ráðast gegn Talíbönum við landamæri ríkjanna. Pakistan hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, gagnrýnt stjórnvöld í Afganistan fyrir að taka ekki nægilega hart á Talíbönum innan Afganistan, sem halda til við landamæri Pakistan. Talíbanar í Afganistan hafa hinsvegar fordæmt fjöldamorðin í skólanum í Peshwar og segja árásina vera gegn anda Íslam. Talsmaður Talíbana í Pakistan sendi frá sér tölvupóst í morgun þar sem hann sagði árásina vera réttmæta, þar sem herinn hafi um árabil myrt börn og fjölskyldur vígamanna Talíbana. Mohammad Khurasani hét frekari árásum og biðlaði til íbúa Pakistan að draga úr tengslum sínum við herinn. 29 voru handteknir í og nærri Peshawar í gær og loftárárásir voru gerðar á Talíbana víða í Pakistan.Stórir blóðpollar voru víða um skólann.Vísir/AFPÞegar árásin hófst var skólastjóri skólans á skrifstofu sinni og þegar vígamennirnir reyndu að ná henni, læsti hún sig inn á baði. Þeir köstuðu þó handsprengju inn í gegnum loftrúðu og drápu hana. Þá segir DailyMail frá því að börn hafi verið neydd til að horfa á vígamennina brenna kennara lifandi. Einn mannanna er sagður hafa sprengt sig í loft upp í skólastofu með 60 börnum. Tengdar fréttir Margir fallnir í árás á skóla í Pakistan Að minnsta kosti tuttugu námsmenn eru látnir og fjörutíu særðir í árás á skóla sem pakistanski herinn rekur í borginni Peshawar í Pakistan. 16. desember 2014 08:58 Minnst áttatíu börn látin í árás Talibana í Pakistan Vígamenn hófu skothríð á samkomu barna í skóla. 16. desember 2014 10:49 Drápu hátt á annað hundrað skólabarna Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim. 17. desember 2014 07:15 Þriggja daga þjóðarsorg í Pakistan Íbúar í pakistönsku borginni Peshawar eru byrjaðir að grafa alla þá sem létust í árás talibana á skóla í borginni fyrr í dag. Alls létust 132 börn í árásinni og níu fullorðnir. 16. desember 2014 22:18 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Fjölmiðlar fengu í morgun aðgang að skólanum í Peswhar þar sem sjö vígamenn myrtu 148 manns í gær. Flestir hinna látnu voru börn. Skólinn skemmdist gríðarlega í átökum hersins við vígamennina. Hershöfðinginn Asim Bajwa sagði fjölmiðlum að vígamennirnir sjö hefðu allir verið í sprengivestum. Þeir komust inn á lóðina með því að klifra yfir vegg með stiga. Þá fóru þeir í samkomusal skólans og þar upp á svið. Þaðan skutu þeir á börnin, en Bajwa sagði að herinn hefði fundið um hundrað lík þar inni. Bajwa sagði í morgun að herinn myndi taka hart á Talíbönum vegna ódæðisins og að yfirvöld í Islamabad vonuðust til þess að Afganistan myndi gera slíkt hið sama á næstu dögum.Forsætisráðherra Pakistan, Nawas Sharif, segist hafa rætt við Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um hvernig löndin tvö geta barist gegn hryðjuverkum í sameiningu. Herir beggja ríkja munu nú ráðast gegn Talíbönum við landamæri ríkjanna. Pakistan hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, gagnrýnt stjórnvöld í Afganistan fyrir að taka ekki nægilega hart á Talíbönum innan Afganistan, sem halda til við landamæri Pakistan. Talíbanar í Afganistan hafa hinsvegar fordæmt fjöldamorðin í skólanum í Peshwar og segja árásina vera gegn anda Íslam. Talsmaður Talíbana í Pakistan sendi frá sér tölvupóst í morgun þar sem hann sagði árásina vera réttmæta, þar sem herinn hafi um árabil myrt börn og fjölskyldur vígamanna Talíbana. Mohammad Khurasani hét frekari árásum og biðlaði til íbúa Pakistan að draga úr tengslum sínum við herinn. 29 voru handteknir í og nærri Peshawar í gær og loftárárásir voru gerðar á Talíbana víða í Pakistan.Stórir blóðpollar voru víða um skólann.Vísir/AFPÞegar árásin hófst var skólastjóri skólans á skrifstofu sinni og þegar vígamennirnir reyndu að ná henni, læsti hún sig inn á baði. Þeir köstuðu þó handsprengju inn í gegnum loftrúðu og drápu hana. Þá segir DailyMail frá því að börn hafi verið neydd til að horfa á vígamennina brenna kennara lifandi. Einn mannanna er sagður hafa sprengt sig í loft upp í skólastofu með 60 börnum.
Tengdar fréttir Margir fallnir í árás á skóla í Pakistan Að minnsta kosti tuttugu námsmenn eru látnir og fjörutíu særðir í árás á skóla sem pakistanski herinn rekur í borginni Peshawar í Pakistan. 16. desember 2014 08:58 Minnst áttatíu börn látin í árás Talibana í Pakistan Vígamenn hófu skothríð á samkomu barna í skóla. 16. desember 2014 10:49 Drápu hátt á annað hundrað skólabarna Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim. 17. desember 2014 07:15 Þriggja daga þjóðarsorg í Pakistan Íbúar í pakistönsku borginni Peshawar eru byrjaðir að grafa alla þá sem létust í árás talibana á skóla í borginni fyrr í dag. Alls létust 132 börn í árásinni og níu fullorðnir. 16. desember 2014 22:18 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Margir fallnir í árás á skóla í Pakistan Að minnsta kosti tuttugu námsmenn eru látnir og fjörutíu særðir í árás á skóla sem pakistanski herinn rekur í borginni Peshawar í Pakistan. 16. desember 2014 08:58
Minnst áttatíu börn látin í árás Talibana í Pakistan Vígamenn hófu skothríð á samkomu barna í skóla. 16. desember 2014 10:49
Drápu hátt á annað hundrað skólabarna Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim. 17. desember 2014 07:15
Þriggja daga þjóðarsorg í Pakistan Íbúar í pakistönsku borginni Peshawar eru byrjaðir að grafa alla þá sem létust í árás talibana á skóla í borginni fyrr í dag. Alls létust 132 börn í árásinni og níu fullorðnir. 16. desember 2014 22:18