Segjast ætla að hreinsa svæðið af hryðjuverkum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2014 12:15 Skólahúsið er gríðarlega skemmt eftir fjöldamorðin í gær. Vísir/AFP Fjölmiðlar fengu í morgun aðgang að skólanum í Peswhar þar sem sjö vígamenn myrtu 148 manns í gær. Flestir hinna látnu voru börn. Skólinn skemmdist gríðarlega í átökum hersins við vígamennina. Hershöfðinginn Asim Bajwa sagði fjölmiðlum að vígamennirnir sjö hefðu allir verið í sprengivestum. Þeir komust inn á lóðina með því að klifra yfir vegg með stiga. Þá fóru þeir í samkomusal skólans og þar upp á svið. Þaðan skutu þeir á börnin, en Bajwa sagði að herinn hefði fundið um hundrað lík þar inni. Bajwa sagði í morgun að herinn myndi taka hart á Talíbönum vegna ódæðisins og að yfirvöld í Islamabad vonuðust til þess að Afganistan myndi gera slíkt hið sama á næstu dögum.Forsætisráðherra Pakistan, Nawas Sharif, segist hafa rætt við Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um hvernig löndin tvö geta barist gegn hryðjuverkum í sameiningu. Herir beggja ríkja munu nú ráðast gegn Talíbönum við landamæri ríkjanna. Pakistan hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, gagnrýnt stjórnvöld í Afganistan fyrir að taka ekki nægilega hart á Talíbönum innan Afganistan, sem halda til við landamæri Pakistan. Talíbanar í Afganistan hafa hinsvegar fordæmt fjöldamorðin í skólanum í Peshwar og segja árásina vera gegn anda Íslam. Talsmaður Talíbana í Pakistan sendi frá sér tölvupóst í morgun þar sem hann sagði árásina vera réttmæta, þar sem herinn hafi um árabil myrt börn og fjölskyldur vígamanna Talíbana. Mohammad Khurasani hét frekari árásum og biðlaði til íbúa Pakistan að draga úr tengslum sínum við herinn. 29 voru handteknir í og nærri Peshawar í gær og loftárárásir voru gerðar á Talíbana víða í Pakistan.Stórir blóðpollar voru víða um skólann.Vísir/AFPÞegar árásin hófst var skólastjóri skólans á skrifstofu sinni og þegar vígamennirnir reyndu að ná henni, læsti hún sig inn á baði. Þeir köstuðu þó handsprengju inn í gegnum loftrúðu og drápu hana. Þá segir DailyMail frá því að börn hafi verið neydd til að horfa á vígamennina brenna kennara lifandi. Einn mannanna er sagður hafa sprengt sig í loft upp í skólastofu með 60 börnum. Tengdar fréttir Margir fallnir í árás á skóla í Pakistan Að minnsta kosti tuttugu námsmenn eru látnir og fjörutíu særðir í árás á skóla sem pakistanski herinn rekur í borginni Peshawar í Pakistan. 16. desember 2014 08:58 Minnst áttatíu börn látin í árás Talibana í Pakistan Vígamenn hófu skothríð á samkomu barna í skóla. 16. desember 2014 10:49 Drápu hátt á annað hundrað skólabarna Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim. 17. desember 2014 07:15 Þriggja daga þjóðarsorg í Pakistan Íbúar í pakistönsku borginni Peshawar eru byrjaðir að grafa alla þá sem létust í árás talibana á skóla í borginni fyrr í dag. Alls létust 132 börn í árásinni og níu fullorðnir. 16. desember 2014 22:18 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Fjölmiðlar fengu í morgun aðgang að skólanum í Peswhar þar sem sjö vígamenn myrtu 148 manns í gær. Flestir hinna látnu voru börn. Skólinn skemmdist gríðarlega í átökum hersins við vígamennina. Hershöfðinginn Asim Bajwa sagði fjölmiðlum að vígamennirnir sjö hefðu allir verið í sprengivestum. Þeir komust inn á lóðina með því að klifra yfir vegg með stiga. Þá fóru þeir í samkomusal skólans og þar upp á svið. Þaðan skutu þeir á börnin, en Bajwa sagði að herinn hefði fundið um hundrað lík þar inni. Bajwa sagði í morgun að herinn myndi taka hart á Talíbönum vegna ódæðisins og að yfirvöld í Islamabad vonuðust til þess að Afganistan myndi gera slíkt hið sama á næstu dögum.Forsætisráðherra Pakistan, Nawas Sharif, segist hafa rætt við Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um hvernig löndin tvö geta barist gegn hryðjuverkum í sameiningu. Herir beggja ríkja munu nú ráðast gegn Talíbönum við landamæri ríkjanna. Pakistan hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, gagnrýnt stjórnvöld í Afganistan fyrir að taka ekki nægilega hart á Talíbönum innan Afganistan, sem halda til við landamæri Pakistan. Talíbanar í Afganistan hafa hinsvegar fordæmt fjöldamorðin í skólanum í Peshwar og segja árásina vera gegn anda Íslam. Talsmaður Talíbana í Pakistan sendi frá sér tölvupóst í morgun þar sem hann sagði árásina vera réttmæta, þar sem herinn hafi um árabil myrt börn og fjölskyldur vígamanna Talíbana. Mohammad Khurasani hét frekari árásum og biðlaði til íbúa Pakistan að draga úr tengslum sínum við herinn. 29 voru handteknir í og nærri Peshawar í gær og loftárárásir voru gerðar á Talíbana víða í Pakistan.Stórir blóðpollar voru víða um skólann.Vísir/AFPÞegar árásin hófst var skólastjóri skólans á skrifstofu sinni og þegar vígamennirnir reyndu að ná henni, læsti hún sig inn á baði. Þeir köstuðu þó handsprengju inn í gegnum loftrúðu og drápu hana. Þá segir DailyMail frá því að börn hafi verið neydd til að horfa á vígamennina brenna kennara lifandi. Einn mannanna er sagður hafa sprengt sig í loft upp í skólastofu með 60 börnum.
Tengdar fréttir Margir fallnir í árás á skóla í Pakistan Að minnsta kosti tuttugu námsmenn eru látnir og fjörutíu særðir í árás á skóla sem pakistanski herinn rekur í borginni Peshawar í Pakistan. 16. desember 2014 08:58 Minnst áttatíu börn látin í árás Talibana í Pakistan Vígamenn hófu skothríð á samkomu barna í skóla. 16. desember 2014 10:49 Drápu hátt á annað hundrað skólabarna Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim. 17. desember 2014 07:15 Þriggja daga þjóðarsorg í Pakistan Íbúar í pakistönsku borginni Peshawar eru byrjaðir að grafa alla þá sem létust í árás talibana á skóla í borginni fyrr í dag. Alls létust 132 börn í árásinni og níu fullorðnir. 16. desember 2014 22:18 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Margir fallnir í árás á skóla í Pakistan Að minnsta kosti tuttugu námsmenn eru látnir og fjörutíu særðir í árás á skóla sem pakistanski herinn rekur í borginni Peshawar í Pakistan. 16. desember 2014 08:58
Minnst áttatíu börn látin í árás Talibana í Pakistan Vígamenn hófu skothríð á samkomu barna í skóla. 16. desember 2014 10:49
Drápu hátt á annað hundrað skólabarna Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim. 17. desember 2014 07:15
Þriggja daga þjóðarsorg í Pakistan Íbúar í pakistönsku borginni Peshawar eru byrjaðir að grafa alla þá sem létust í árás talibana á skóla í borginni fyrr í dag. Alls létust 132 börn í árásinni og níu fullorðnir. 16. desember 2014 22:18