Erlent

Eiginkona leiðtoga ISIS tekin höndum

Atli Ísleifsson skrifar
Baghdadi var útnefndur leiðtogi kalífadæmis ISIS í júní síðastliðinn sem nær yfir hluta Íraks og Sýrlands.
Baghdadi var útnefndur leiðtogi kalífadæmis ISIS í júní síðastliðinn sem nær yfir hluta Íraks og Sýrlands. Vísir/AFP
Talsmaður líbanska hersins hefur staðfest að öryggissveitir hafi handtekið eiginkonu og son Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS, nærri landamærunum að Sýrlandi.

Í frétt BBC segir að þau hafi verið tekin höndum eftir að þau héldu inn í Líbanon fyrir tíu dögum síðan. Dagblaðið al-Safir greinir frá því að verið sé að yfirheyra eiginkonu Baghdadi í varnarmálaráðuneyti Líbanons.

Baghdadi var útnefndur leiðtogi kalífadæmis ISIS í júní síðastliðinn sem nær yfir hluta Íraks og Sýrlands.

Í síðasta mánuðu höfnuðu liðsmenn ISIS fréttum af því að Baghdadi hafi látist eða særst í loftárás Bandaríkjahers nærri borginni Mosul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×