Erlent

Salmond vill á breska þingið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Alex Salmond.
Alex Salmond. vísir/afp
Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, hyggst bjóða sig fram til breska þingsins í næstu kosningum í Bretlandi í maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Salmond sendi frá sér í dag.Þar segist hann „ekki geta staðið lengur á hliðarlínunni þegar svo mikið sé í húfi fyrir Skotland“.

Salmond er mikill sjálfstæðissinni og vill hann tryggja að Skotar fái sjálfstæði, en haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla þess efnis í september. Meirihluti kjósenda kaus gegn sjálfstæði Skotlands, með 55 prósentum atkvæða gegn 45.


Tengdar fréttir

Sjálfstæðissinnar í Skotlandi segjast sviknir

Það verður mikið vandaverk að standa við öll loforðin sem Skotum voru gefin höfnuðu þeir sjálfstæði. Nú þarf að standa við stóru orðin og sjálfstæðisbaráttan er ekki dauð.

Salmond segir Skota hafa verið blekkta

Alex Salmond, fyrsti ráðherra Skotlands, sakar forystumenn þriggja meginflokka Bretlands um að blekkja kjósendur með síðbúnum loforðum skömmu fyrir kosningar.

Spennuþrunginn dagur

Skoðanakannanir í Skotlandi sýna það lítinn mun að úrslitin gætu farið á hvorn veginn sem er. Tilfinningar hafa stigmagnast en eftir daginn í dag verður ekki aftur snúið. Skotar greiða atkvæði um framtíð landsins.

Alex Salmond hættir

Alex Salmond, fyrsti ráðherra skosku stjórnarinnar og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, hyggst stíga til hliðar í nóvember.

Spennan eykst í Skotlandi

Báðar fylkingar í Skotlandi gera nú úrslitatilraun til þess að sannfæra kjósendur um að greiða atkvæði annað hvort með eða á móti spurningunni um hvort Skotland eigi að verða sjálfstætt ríki. Kjörstaðir opna á morgun og kannanir gefa til kynna að hnífjafnt sé á munum þótt örlítið halli á sjálfstæðissina.

Mjótt á munum í Skotlandi

Nú þegar tæpir tveir sólarhringar eru þar til Skotar ganga að kjörborðinu í þessari sögulegu þjóðaratkvæðagreiðslu, er mjög mjótt á munum milli Já og Nei fylkinganna hvað varðar afstöðuna til sjálfstæðis Skotlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×