Mjótt á munum í Skotlandi Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2014 20:43 Nú þegar tæpir tveir sólarhringar eru þar til Skotar ganga að kjörborðinu í þessari sögulegu þjóðaratkvæðagreiðslu, er mjög mjótt á munum milli Já og Nei fylkinganna hvað varðar afstöðuna til sjálfstæðis Skotlands. Þegar nýjust kannanir eru vigtaðar saman ætla 42 prósent Skota að segja Nei við sjálfstæði, 40 prósent ætla að segja já og 17 prósent hafa ekki enn ákveðið sig. Skotland hefur lengi verið eitt helsta vígi breska Verkamannaflokksins og hér nýtur Íhaldsflokkurinn lítils fylgis, enda eru þeir Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar Verkamannaflokksins og forsætisráðherrar báðir frá Skotlandi. Brown messaði yfir löndum sínum í dag og vandaði leiðtoga Skoska þjóðarflokksins ekki kveðjurnar. „Ekki einu sinni síðustu tvo daga kosningabaráttunnar fáið þið svör. Og ég segi við Alex Salmond: Þú getur hunsað sumar viðvaranir sérfræðinga stundum, en þú getur ekki hunsað allar viðvaranir alltaf.“ Brown dró upp dökka mynd af framtíðinni samþykktu Skotar að stofna sjálfstætt ríki. „Ef þið veljið Já, verða öll tengsl, hver einsasti hlekkur sem til er, sambandið sem við höfum við vini okkar, nágranna og ættingja, öll pólitísk og stjórnskipuleg tengsl munu hverfa. Og lítið svo á aðrar afleiðingar. Við missum ávinninginn sem við höfum af breska gjaldmiðlinum og getuna til að taka ákvarðanir á sameiginlegum vettvangi Stóra-Bretlands, og verum hreinskilin um þetta, eina milljón starfa sem tengjast aðildinni að ríkjasambandinu.“ Búist er við met kjörsókn á fimmtudag, eða vel yfir 80 prósent en fyrstu tölur úr kjördæmunum 32 munu liggja fyrir um miðnætti og lokatölur ættu að verða ljósar um klukkan fjögur á föstudagsmorgun. Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Nú þegar tæpir tveir sólarhringar eru þar til Skotar ganga að kjörborðinu í þessari sögulegu þjóðaratkvæðagreiðslu, er mjög mjótt á munum milli Já og Nei fylkinganna hvað varðar afstöðuna til sjálfstæðis Skotlands. Þegar nýjust kannanir eru vigtaðar saman ætla 42 prósent Skota að segja Nei við sjálfstæði, 40 prósent ætla að segja já og 17 prósent hafa ekki enn ákveðið sig. Skotland hefur lengi verið eitt helsta vígi breska Verkamannaflokksins og hér nýtur Íhaldsflokkurinn lítils fylgis, enda eru þeir Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar Verkamannaflokksins og forsætisráðherrar báðir frá Skotlandi. Brown messaði yfir löndum sínum í dag og vandaði leiðtoga Skoska þjóðarflokksins ekki kveðjurnar. „Ekki einu sinni síðustu tvo daga kosningabaráttunnar fáið þið svör. Og ég segi við Alex Salmond: Þú getur hunsað sumar viðvaranir sérfræðinga stundum, en þú getur ekki hunsað allar viðvaranir alltaf.“ Brown dró upp dökka mynd af framtíðinni samþykktu Skotar að stofna sjálfstætt ríki. „Ef þið veljið Já, verða öll tengsl, hver einsasti hlekkur sem til er, sambandið sem við höfum við vini okkar, nágranna og ættingja, öll pólitísk og stjórnskipuleg tengsl munu hverfa. Og lítið svo á aðrar afleiðingar. Við missum ávinninginn sem við höfum af breska gjaldmiðlinum og getuna til að taka ákvarðanir á sameiginlegum vettvangi Stóra-Bretlands, og verum hreinskilin um þetta, eina milljón starfa sem tengjast aðildinni að ríkjasambandinu.“ Búist er við met kjörsókn á fimmtudag, eða vel yfir 80 prósent en fyrstu tölur úr kjördæmunum 32 munu liggja fyrir um miðnætti og lokatölur ættu að verða ljósar um klukkan fjögur á föstudagsmorgun.
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira